Innlent

Bæjarins besta hlutskarpast

Liðsmenn Bæjarins besta á Vestfjörðum sigruðu í Spurningakeppni fjölmiðlanna sem fram fór á Rás 2 um bænadaga og páska. Í lokaþætti keppninnar eftir hádegið í dag slógu þeir út Fréttastofu Sjónvarpsins í undanúrslitum og sigruðu síðan Fréttablaðið í úrslitarimmunni. Áður höfðu BB-menn mætt liðum Stöðvar2 og Bylgjunnar og Fréttastofu Útvarps. Fram kemur á fréttavef Bæjarins besta að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem blaðið hafi verið með og því óhætt að segja að Vestfirðingar hafi tekið keppnina með trompi. Aðalverðlaunin fyrir sigurinn voru helgardvöl fyrir tvo á Hótel Búðum á Snæfellsnesi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×