Erlent

Óttast árásir al-Qaida á skóla

Óttast er að al-Qaida hafi í hyggju að gera árásir á skóla, veitingastaði eða kvikmyndahús í Bandaríkjunum. Tímaritið Time hefur eftir embættismönnum innan leyniþjónustu Bandaríkjastjórnar að Abu Musab al- Zarqawi, höfuðpaur samtakanna í Írak, hafi undanfarið lagt á ráðin um slíkar árásir. Þær séu enda mun auðveldari í framkvæmd en stærri árásir, eins og árásirnar 11. september árið 2001. Þá sé einnig auðvelt fyrir hryðjuverkamenn að múta landamæravörðum í Bandaríkjunum til þess að komast inn í landið. Upplýsingarnar koma frá hryðjuverkamanni sem Bandaríkjamenn handsömuðu nýlega en hann starfaði undir stjórn al-Zarqawis í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×