Erlent

Fái ekki lengur næringu í æð

Miklar deilur hafa spunnist í Flórída vegna dómsúrskurðar um að hætta beri að gefa heiladauðri konu næringu í æð. Dómurinn komst á föstudaginn að þessari niðurstöðu því að útséð væri með að hún myndi nokkru sinni ná sér. Foreldrar konunnar og trúarhópar á svæðinu berjast hins vegar fyrir því að dómnum verði hnekkt því að konan bregðist við því sem sagt sé við hana og að hún grínist meira að segja af og til. Eiginmaður hennar er á allt öðru máli og styður niðurstöðu dómsins enda sé það ekkert líf að vera heiladauður til æviloka, eins og læknar fullyrða að verði raunin. Foreldrar og eiginmaður konunnar höfðu staðið í baráttu í sjö ár vegna málsins þegar úrskurðurinn fékkst loks á föstudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×