Innlent

Mótmæla handtöku ferðamanns

Við viljum einfaldlega sýna lögreglunni að það er gjörsamlega ólíðandi hvernig farið er með fólk," segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir. Hún tilheyrir hópi fólks sem ætlar að mæta fyrir framan Alþingishúsið í dag til þess að mótmæla háttsemi lögreglunnar við handtöku ítalska ferðamannsins Luigis Spositos. Sposito var handtekinn þar sem hann var að taka myndir af Alþingishúsinu með trefil vafinn um andlit sitt. Honum var sleppt eftir að hafa setið í vörslu lögreglunnar í tæpa tólf klukkutíma. Mótmælin verða fyrir framan Alþingishúsið í dag kl. 17.30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×