Erlent

Ákærandi Jacksons mætir verjendum

Táningspilturinn sem sakað hefur Michael Jackson um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð á erfiðan dag fyrir höndum. Í dag gefst verjendum Jacksons færi á að gagnspyrja drenginn en hann lýsti því fyrir réttinum í síðustu viku með hvaða hætti Jackson hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi fyrir tveimur árum. Lögspekingar segja að vitnisburður meints fórnarlambs vegi þungt þegar kviðdómur meti sekt eða sýknu sakbornings og því sé afar mikilvægt fyrir verjendur Jacksons að rýra trúverðugleika piltsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×