Erlent

Jörð skelfur í Tyrklandi

Jarðskjálfti sem mældist 5,9 á Richter reið yfir austur Tyrkland í nótt. Fréttir hafa borist af skemmdum á mannvirkjum en engar fregnir eru af mannskaða. Skjálftinn reið yfir klukkan tvö að íslenskum tíma og nú þegar eru hjálparstofnanir komnar á svæðið að dreifa tjöldum og öðrum hjálpargögnum. Kveikt hafa verið bál víða til að ylja heimilislausum þar sem frost er á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×