Erlent

Múslímar á lista hægriöfgaflokks

Stærsti hægriöfgaflokkur Belgíu hyggst stilla upp múslímum á framboðslistum sínum í stærstu borgum landsins í sveitastjórnarkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Talsmaður flokksins segir að margir hófsamir múslímar styðji stefnu flokksins þar sem þeim ofbjóði öfgastefna bókstafstrúarmanna á meðal múslíma. Flokkurinn er einn stærsti flokkur Belgíu en nýtur takmarkaðra áhrifa þar sem aðrir stórir flokkar í landinu hafa neitað öllu samstarfi við hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×