Erlent

Reyndu að myrða börnin sín

Hjón frá Singapúr komu fyrir rétt í Ástralíu í dag ákærð fyrir að hafa reynt að drepa tvær dætur sínar, sex og sjö ára gamlar, á föstudag. Hjónin reyndu að gefa dætrum sínum of stóran skammt af svefnlyfjum, en það getur valdið hjartsláttar- og öndunartruflunum. Stúlkurnar vöknuðu báðar úr dái í gær en foreldrarnir sem flúðu frá Singapúr til Ástralíu fyrir átta mánuðum ætluðu að myrða dætur sínar og fremja síðan sjálfsmorð. Hjónin fylltust hins vegar ofsahræðslu á laugardag þegar önnur dætranna fékk kast og komu þeim undir læknishendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×