Tekjur RÚV aukast um 400 milljónir 15. mars 2005 00:01 Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að afnotagjöld verði afnumin en þess í stað innheimtur nefskattur á hvern einstakling á aldrinum 16-70 ára sem hefur 800 þúsund krónur eða meira í árslaun. Nefskatturinn verður 1.120 krónur á mann á mánuði, eða 13.440 krónur á ári, og mun skila Ríkisútvarpinu 400 milljónum meiri tekjum á ári en afnotagjöldin gera nú. Þá er talinn 80 milljóna króna sparnaður vegna kostnaðar við innheimtu afnotagjaldanna og um 118 milljónir sem Ríkisútvarpið greiðir nú til reksturs Sinfóníuhljómsveitar Íslands. "Við erum að fjölga einstaklingunum en þetta er sanngjarnari leið og í raun lækkun fyrir einstaklinginn og fyrir hina venjulegu fjölskyldu," segir Þorgerður Katrín. Alls munu 160 þúsund einstaklingar og 22 þúsund fyrirtæki greiða þennan skatt sem Þorgerður Katrín segir að komi til með að auka svigrúm Ríkisútvarpsins. Auk þess að breyta tekjufyrirkomulagi stofnunarinnar er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að útvarpsráð verði lagt niður og stofnuð ný stjórn Ríkisútvarpsins. Enn fremur verður Ríkisútvarpið gert að sameignarfélagi í eigu íslenska ríkisins. "Við sjáum þarna tækifæri til þess að Ríkisútvarpið fái aukið svigrúm til þess að mæta öðrum kröfum samtímans, sem eru allt aðrar en þær voru, til þess að það geti athafnað sig betur án þess að missa sjónar á því hverjar skyldur Ríkisútvarpsins eru. Skyldur Ríkisútvarpsins eru fyrst og fremst í almannaþágu, að leggja rækt við íslenska tungu, efla innlent dagskrárefni, standa að öflugri fréttaþjónustu og uppfylla öryggishlutverk þess," segir Þorgerður Katrín. Útvarpsráð verður lagt niður en þess í stað kýs Alþingi fimm fulltrúa flokkanna. Eins og fyrirkomulagið er nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tilnefna þrjá menn í stjórn og stjórnarandstaðan tvo. "Ég er ekki svo viss um að menn hefðu orðið ánægðir með það að menntamálaráðherra hefði einn skipunarvaldið í þessa stjórn, eins og er reyndar með ýmsar aðrar stjórnir innan ríkisstofnana," segir Þorgerður Katrín. Í frumvarpinu er Ríkisútvarpinu gert heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. "Þetta er krafa frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, en háð mjög ströngum skilyrðum og varðar í raun rekstrarlegan aðskilnað. RÚV má ekki nota fjármunina sem koma í gegnum nefskattinn í þá starfsemi," segir Þorgerður Katrín. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að afnotagjöld verði afnumin en þess í stað innheimtur nefskattur á hvern einstakling á aldrinum 16-70 ára sem hefur 800 þúsund krónur eða meira í árslaun. Nefskatturinn verður 1.120 krónur á mann á mánuði, eða 13.440 krónur á ári, og mun skila Ríkisútvarpinu 400 milljónum meiri tekjum á ári en afnotagjöldin gera nú. Þá er talinn 80 milljóna króna sparnaður vegna kostnaðar við innheimtu afnotagjaldanna og um 118 milljónir sem Ríkisútvarpið greiðir nú til reksturs Sinfóníuhljómsveitar Íslands. "Við erum að fjölga einstaklingunum en þetta er sanngjarnari leið og í raun lækkun fyrir einstaklinginn og fyrir hina venjulegu fjölskyldu," segir Þorgerður Katrín. Alls munu 160 þúsund einstaklingar og 22 þúsund fyrirtæki greiða þennan skatt sem Þorgerður Katrín segir að komi til með að auka svigrúm Ríkisútvarpsins. Auk þess að breyta tekjufyrirkomulagi stofnunarinnar er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að útvarpsráð verði lagt niður og stofnuð ný stjórn Ríkisútvarpsins. Enn fremur verður Ríkisútvarpið gert að sameignarfélagi í eigu íslenska ríkisins. "Við sjáum þarna tækifæri til þess að Ríkisútvarpið fái aukið svigrúm til þess að mæta öðrum kröfum samtímans, sem eru allt aðrar en þær voru, til þess að það geti athafnað sig betur án þess að missa sjónar á því hverjar skyldur Ríkisútvarpsins eru. Skyldur Ríkisútvarpsins eru fyrst og fremst í almannaþágu, að leggja rækt við íslenska tungu, efla innlent dagskrárefni, standa að öflugri fréttaþjónustu og uppfylla öryggishlutverk þess," segir Þorgerður Katrín. Útvarpsráð verður lagt niður en þess í stað kýs Alþingi fimm fulltrúa flokkanna. Eins og fyrirkomulagið er nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tilnefna þrjá menn í stjórn og stjórnarandstaðan tvo. "Ég er ekki svo viss um að menn hefðu orðið ánægðir með það að menntamálaráðherra hefði einn skipunarvaldið í þessa stjórn, eins og er reyndar með ýmsar aðrar stjórnir innan ríkisstofnana," segir Þorgerður Katrín. Í frumvarpinu er Ríkisútvarpinu gert heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. "Þetta er krafa frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, en háð mjög ströngum skilyrðum og varðar í raun rekstrarlegan aðskilnað. RÚV má ekki nota fjármunina sem koma í gegnum nefskattinn í þá starfsemi," segir Þorgerður Katrín.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira