Erlent

Mega ráðast gegn Taívan

Kínverska þingið samþykkti í nótt lög sem kveða á um að Kínverjar megi beita Taívan hernaðaraðgerðum ef landið lýsir formlega yfir sjálfstæði. Forseti Kína staðfesti lögin nokkrum mínútum eftir samþykki þingsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í síðustu viku heyrðust strax háværar gagnrýnisraddir frá Bandaríkjunum og eins stjórnvöldum í Taívan. Í Kína ríkti hins vegar mikill einhugur um frumvarpið, sem var samþykkt með atkvæðum allra þingmanna, tæplega þrjú þúsund talsins. Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal þingmanna þegar ljóst var að frumvarpið yrði að lögum. Forsætisráðherra Kína lagði áherslu á það nú í morgunsárið að lögin beindust ekki að íbúum Taívan og ekki stæði til að fara með hernaði gegn landinu. Lögunum væri fyrst og fremst ætlað að marka skýra stefnu í samskiptum þjóðanna tveggja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×