Fleiri fréttir

Rann í hálku en fær ekki bætur

Kínverska kjötbollugerðin ehf., sem rak veitingahúsið Kaffi Nauthól í Nauthólsvík, var í dag sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum konu sem rann á trépalli utan við veitingastaðinn í desember árið 2002 og axlarbrotnaði.

Semja við ríkið

Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins skrifuðu undir kjarasamninga við ríkið um helgina. Eftir því sem segir á heimasíðu BSRB eru samningarnir á svipuðum rótun og samningur SFR við ríkið.

Viðgerðir fari fram hér á landi

Félag járniðnaðarmanna krefst þess að stjórnvöld beiti sér fyrir því að viðgerðir á varðskipunum Tý og Ægi fari fram hér á landi. Ríkiskaup hafa ákveðið að ganga til samninga við pólska skipasmíðastöð um viðgerðirnar, en hún átti lægsta tilboðið í útboði sem haldið var á Evrópska efnahagssvæðinu.

Aðstoða Afgani í eiturlyfjabaráttu

Íranar hafa boðist til að aðstoða afgönsk stjórnvöld í baráttunni við eiturlyfjasmyglara með því að þjálfa landamæralögreglu og deila með þeim upplýsingum frá leyniþjónustunni. Þúsundir íranskra starfsmanna hafa látið lífið í átökum við eiturlyfjasmyglara á landamærum Írans og Afganistans síðustu tvo áratugina.

Hermenn í Súdan sagðir veiða fíla

Veiðiþjófar í súdanska hernum hafa drepið þúsundir fíla og selt fílabeinin til Kína þar sem úr því eru gerðir matprjónar. Haft er eftir umhverfisverndarsinnanum Esmond Martin að vegna borgarastyrjaldarinnar í Súdan sé erfitt að meta hversu margir fílar hafi verið drepnir en fílum á svæðinu hefur fækkað úr um 133 þúsundum árið 1976 í um 40 þúsund 1992.

Fundaði með norrænum starfsbræðum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat í dag fund utanríkisráðherra hinna norrænu ríkja í Kaupmannahöfn. Á fundinum fjölluðu ráðherrarnir m.a. um framtíð Atlantshafstengslanna, náttúruhamfarirnar í Suðaustur-Asíu í desember síðastliðnum og viðbrögð við þeim, stöðu mála í Miðausturlöndum, Írak, Íran og hina svonefndu norðlægu vídd Evrópusambandins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Hafa samþykkt frumvarp um RÚV

Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði frá þessu nú áðan í utandagskrárumræðu á Alþingi um málefni Ríkisútvarpsins. Sagðist Þorgerður Katrín vona að frumvarpið yrði tekið til fyrstu umræðu á Alþingi síðar í þessari viku.

Átta slys á vélsleðum í vetur

Einn hefur látist og að minnsta kosti sjö hafa slasast í vélsleðaslysum síðan 20. desember síðast liðinn að sögn Kjartans Benediktssonar sem starfar í Slysavarnasviði Landsbjargar. Sá yngsti sem slasaðist er sjö ára gamall en hann sat framan á sleða og klemmdist milli ökumanns og sleða við árekstur.

Árs fangelsi fyrir mörg innbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á fertugsaldri í eins árs fangelsi fyrir að stela lyfjum, matvöru, bókum og armbandsúrum í fjölmörgum innbrotum og fyrir að stinga af frá ógreiddum reikningi í leigubíl. Maðurinn hefur frá árinu 1995 gengist undir tvær sáttir vegna fíkniefnabrota og hlotið tíu dóma vegna fíkniefna- og hegningarlagabrota, aðallega þjófnaðarbrota.

Mótmæla enn afskiptum Sýrlendinga

Hundruð þúsunda mótmælenda söfnuðust saman í Beirút í dag til að lýsa andúð sinni á afskiptum Sýrlendinga af Líbanon. Mikið hefur verið um mótmæli í Líbanon undanfarnar vikur, bæði meðal stuðningsmanna og andstæðinga Sýrlendinga. Þetta eru þó fjölmennustu mótmælin síðan Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, var myrtur fyrir nákvæmlega mánuði.

Engin merki um stökkbreytta veiru

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segist ekki enn hafa séð nein merki þess að fuglaflensuveiran hafi stökkbreyst svo hún geti smitast á milli manna. Ríkisstjórnir margra ríkja eru samt þegar farnar að birgja sig upp af lyfjum til að reyna að verjast faraldri, brjótist hann út.

Börnum með átröskun fjölgar

Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. </font /></b />

Löggan bíður

Lögreglan í Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík hefur að undanförnu kannað ólöglega starfsmenn hjá verktakafyrirtækjum í samstarfi við fulltrúa Ríkislögreglustjórans auk þess sem fyrirhuguð er sams konar rannsókn úti á landi.

Nemendur streyma í blikkið

Nemendum fjölgar í iðn- og tæknigreinum. Líka í málmiðnaði. Svo hefur þó ekki verið síðustu ár. Þetta fólk á eftir að skila sér út á vinnumarkaðinn og þess vegna er svo mikil eftirspurn eftir útlendingum. </font /></b />

Davíð í Kaupmannahöfn

Davíð Oddsson utanríkisráðherra var í gær á fundi með utanríkisráðherrum Norðurlandanna í Kaupmannahöfn.

Ákærður fyrir stríðsglæpi

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur kært Ljube Boskovski, fyrrverandi innanríkisráðherra Makedóníu, fyrir stríðsglæpi. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum í makedónska stjórnkerfinu að Boskovski sé ákærður fyrir aðild sína að átökum makedónskra öryggissveita og albanskra uppreinsarmanna í bænum Ljubotno nærri Skopje árið 2001, en 10 Albanar létust í bardögunum.

Gæslan sótti slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún fór að sækja sjómann sem slasast hafði á hendi um borð í skipinu Björgvini EA, sem statt var 15 mílur suðvestur af Meðallandssandi. Þyrlan lenti svo með sjúklinginn við Borgarspítalann skömmu fyrir klukkan fjögur.

Mussolini í hungurverkfall

Alessandra Mussolini, barnabarn Benitos Mussolinis, fyrrverandi einræðisherra á Ítalíu, er nú í hungurverkfalli eftir að héraðsdómur í Lazio úrskurðaði framboð flokks hennar í sveitarstjórnarkosningum ógilt. Skila þarf inn 3500 undirskriftum til að mega bjóða fram. Flokkur Mussolinis skilaði inn 4300 undirskriftum en dómstóllinn taldi 860 þeirra falsaðar. Þar með var fjöldinn ekki nægur og framboðið ekki leyfilegt.

Öryggið mest í Lúxemborg

Íbúar í Lúxemborg eru öruggastir en Bagdad-búar búa í hættulegustu borginni, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í dag. Fyrirtækið Mercer kannaði öryggi í 215 borgum um allan heim og horfði til glæpatíðni og innri stöðugleika þar. Í kjölfar Lúxemborgar komu Helsinki, Bern, Genf og Zürich en borgin Abidjan á Fílabeinsströndinni er á botninum ásamt Bagdad í Írak.

Fá undanþágu til uppskiptingar

Samkeppnisstofnun hefur veitt Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi undanþágu frá samkeppnislögum til þess að skipta upp bensínstöðvum sem félögin ráku saman úti á landi.

Engin umboðslaun vegna varðskipa

Atlas Ísaga hf., sem hefur einkaumboð fyrir pólsku skipasmíðastöðina Morska hér á landi, aðstoðaði fyrirtækið ekki við útboðsgögn. en í þetta skiptið fóru útboðsgögn ekki utan með milligöngu umboðsins og fær íslenska fyrirtækið því ekki umboðslaun. Grímur Gíslason framkvæmdastjóri Atlas segir það mjög óvanalegt. 

Ósáttir við skilmála

Það er einkennilegt að skilmálar útboða séu hafðir þannig að þeir auðveldi að verk flytjist úr landi. Þetta er mat Guðmundar Tulinius, forstjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri en Slippstöðin er ein af þeim skipasmíðastöðvum sem buðu í endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi.

Íslenskt var í raun ódýrara

Viðgerð pólsku skipasmíðastöðvarinnar Morska fyrir fjórum árum, hefði í raun verið ódýrari hér heima. Ríkiskaup vanmat kostnað við siglingu skipanna til Póllands um 7,2 milljónir.

Yfirvöld íhuga að banna mótmæli

Fjölmennustu mótmæli í sögu Líbanons fóru fram í dag þegar tæp milljón andstæðinga Sýrlendinga gekk um götur höfuðborgarinnar. Yfirvöld í Líbanon virðast hins vegar hafa fengið nóg af þessari borgarabyltingu og íhuga að setja hömlur á frekari mannsöfnuði.

Breyta Gauknum í íþróttafélag

 Þeir mættu gera leit hjá íþróttafélugunum sem halda böll fyrir þrjú til fjögur þúsund manns og svo fer bókhaldið beint í skókassa," sagði Sigurður Hólm Jóhannsson eigandi veitingahússins Gaukur á stöng. Hann sagði að íþróttafélögin borguðu 5000 krónur fyrir leyfið til að halda stóra dansleiki, borguðu engan virðisaukaskatt og þyrftu ekki að gera grein fyrir því hver sæji um öryggigæsluna. </font />

Harðvítugar deilur við Taívanssund

Enn og aftur er allt hlaupið í bál og brand á milli stjórnvalda í Kína og Taívan eftir að kínverska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila innrás í Taívan, lýsi landið yfir sjálfstæði.

Hjó næstum höfuðið af manni

Fólskuleg morðárás var gerð í Lundúnum í morgun þegar karlmaður réðst á annan mann með öxi og hjó næstum af honum höfuðið. Lögregla var kölluð á vettvang í svokölluðu Swiss Cottage hverfi, sem er ríkmannlegt hverfi í norðvesturhluta borgarinnar en þá höfðu vegfarendur þegar skorist í leikinn. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á staðnum en ekki er vitað hvað honum gekk til.

Einelti er vandamál

Breski herinn er gagnrýndur harkalega í skýrslu óháðrar þingmannanefnd fyrir að uppræta ekki eineltismenningu sem þar er sögð ríkja. Nefndin leggur til að lágmarksaldur hermanna verði hækkaður í 18 ár og að stofnuð verði nefnd sem tæki á eineltismálum.

Herlögum mótmælt í Nepal

Hundruð mótmælenda voru handtekin í Nepal í gær í miklum óeirðum sem geisuðu um landið. Fólkið mótmælti neyðarlögunum sem Gyanendra konungur landsins setti í síðastliðnum mánuði en þau takmarka stórlega borgaraleg réttindi.

Þúsundir fíla drepnar árlega

Talið er að 6.000-12.000 afrískir fílar falli á hverju ári fyrir byssum veiðþjófa. Fílabein gengur kaupum og sölum á svarta markaðnum í Súdan og eru Kínverjar stórtækir í fílabeinskaupum.

Írak verður sambandsríki

Kúrdar og sjíar hafa í meginatriðum náð saman um skipan nýrrar ríkisstjórnar Íraks en stjórnlagaþing landsins kemur saman í fyrsta sinn á morgun.

Múrinn vekur ugg

Stærsta landnemabyggð Vesturbakkans mun falla innan aðskilnaðarmúrs Ísraelsmanna, Palestínumönnum til mikillar armæðu. Ariel Sharon forsætisráðherra lagði í gær blessun sína yfir endanlegar áætlanir um staðsetningu múrsins.

Metfjöldi í Beirút

Miðborg Beirút varð enn einu sinni vettvangur fjölmennra mótmæla í gær þegar allt að 800.000 manns söfnuðust þar saman undir kjörorðunum "frelsi, sjálfstæði, fullveldi".

Kynferðisofbeldi konum að kenna?

Konur sem klæðast flegnum toppum og stuttum pilsum geta sjálfum sér um kennt ef á þær er ráðist. Fjórði hver Dani er þessarar skoðunar.

Íbúð stórskemmdist í bruna

Kjallaraíbúð nálægt miðbæ Reykjavíkur stórskemmdist í bruna skömmu fyrir klukkan sex í gær en engin slys urðu á fólki. "Ég fann mikinn reykfnyk og hélt fyrst að þetta væri hjá mér en þegar ég fór niður var allt fullt af reyk í kjallaraíbúðinni," sagði Sigurður Ómar Ásgrímsson sem var staddur í íbúð á efri hæðinni. "Ég fór upp að hringja á slökkviliðið og þegar ég kom niður aftur var eldur út um allt," bætti hann við. </font />

Vorinu feykt á brott

Færeyingar hugðust fagna komu vorsins á laugardaginn var en þær áætlanir fóru hins vegar út um þúfur þegar versta stórhríð vetrarins gekk yfir eyjarnar.

Bannað að afla fjár

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins IRA, að afla fjár þar í landi. Ákvörðunin var tekin vegna grunsemda um þátttöku IRA í skipulagðri glæpastarfsemi.

Börn til sölu

Munaðarleysingjahæli í Nígeríu hefur verið lokað vegna grunsemda um að þar hafi farið fram sala á börnum.

Mál Fischers inn á Japansþing

Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð.

Hafís nær landi á Ströndum

Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði.

Segir ráðningaraðferðir úreltar

Aðferðir við mannaráðningar á Ríkisútvarpinu hafa gengið sér til húðar, segir menntamálaráðherra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið sem verður dreift á morgun.

Bjartsýnn þrátt fyrir slys

Tuttugu og þriggja ára gamall maður, Magnús Árni Hallgrímsson, dvelur nú á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa misst vinstri fótinn fyrir neðan hné í slysi um borð í togara í síðustu viku. Þrátt fyrir slysið er Magnús Árni bjartsýnn og gerir ráð fyrir að geta lifað eðlilegu lífi með aðstoð gervifótar.

Lyfjakostnaður gæti verið lægri

Ætla má að greiðslur almannatrygginga hefðu verið ríflega þremur milljónum króna lægri dag hvern allt síðasta ár ef smásöluverð lyfja væri það sama hér á landi og í Danmörku. Samt hefur kostnaður Tryggingastofnunar vegna söluhæstu lyfjanna dregist saman á milli ára.

Ungliðahreyfingar áhrifalitlar

"Á meðan boruð eru göng norður á Siglufirði, göng sem kosta sex milljarða króna og eiga að þjóna fimmtán hundruð íbúum, eigum við ekki til fjóra milljarða króna til að byggja nýjan flugvöll sem mundi þjóna þeim hundrað og fimmtíu þúsund manns sem í borginni búa og raunar landsmönnum öllum. Og þessir fjórir milljarðar væru að auki hreint lánsfé: Með því að selja landið undir núverandi flugvelli fengjust þeir peningar fljótt og vel og meira til," sagði Hallgrímur Helgason m.a. í erindi sem hann flutti á þingi Ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna um helgina.

Gert verði við varðskip hér heima

Samtök iðnaðarins lýsa miklum vonbrigðum yfir að enn skuli gengið fram hjá íslenskum skipasmíðastöðvum og samið við stöð í Póllandi vegna viðgerða á varðskipunum Landhelgisgæslunnar. Skorað er á ráðherra að taka af skarið og beita sér fyrir því að viðgerðir varðskipanna fari fram hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir