Erlent

Snarpur skjálfti á Vestur-Indlandi

Jarðskjálfti upp á 4,7 stig skók jörðina í bænum Koyna á Vestur-Indlandi í morgun. Skjálftans varð einnig vart í Bombay sem er 200 kílómetrum norðar. Lögregla í Bombay segir þó skjálftann ekki hafa valdið neinum skemmdum á mannvirkjum. Í nótt varð jarðskjálti upp á 5,9 stig í Austur-Tyrklandi. Þar urðu skemmdir á húsum en ekki er vitað um mannskaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×