Fleiri fréttir Karlar selja sig á börum Karlar sem selja sig hafa gjarnan verið misnotaðir kynferðislega á yngri árum og leiðst síðan út í neyslu. Þeir hafa fjármagnað neysluna með vændi. Íslenskir vændiskarlar eru ekki í skipulögðum klámiðnaði heldur selja sig yfirleitt sjálfir öðrum körlum á börum borgarinnar. 9.3.2005 00:01 Rök útvarpsráðs eru fyrirsláttur Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember og er einn fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson mælti með í stöðu fréttastjóra. 9.3.2005 00:01 Ingibjörg formlega í framboði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tilkynnti formlega um framboð sitt til formanns flokksins í gær um leið og hún opnaði kosningaskrifstofu og heimasíðu undir slagorðinu: "Förum alla leið". 9.3.2005 00:01 Í alla staði gagnlegur "Fundurinn var í alla staði gagnlegur en það kom ekkert fram sem ekki hafði heyrst áður, " segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, eftir fjölmennan borgarafund sem haldin var um uppbyggingu og verndun Laugavegs í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 9.3.2005 00:01 Fischer losnar ekki á næstunni Japönsk yfirvöld sögðu í morgun að enn væri langt í að Bobby Fischer yrði leystur úr haldi. Lögfræðingur Fischers, sem fékk vegabréf hans í hendur í gær, gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus innan nokkurra daga og fengi að yfirgefa innflytjendabúðirnar sem hann hefur dvalið í í átta mánuði. 8.3.2005 00:01 Fimm spænskir lögreglumenn létust Fimm spænskir lögreglumenn létu lífið þegar flutningabílstjóri sofnaði undir stýri og ók á þá á umferðareftirlitsstöð á þjóðvegi snemma í morgun. Flutningabílstjórinn slasaðist lítils háttar í árekstrinum sem varð um 70 kílómetra norður af Madrid. 8.3.2005 00:01 Heimila Kínverjum hernaðaraðgerðir Kínverjar hafa kynnt til sögunnar lög sem heimila þeim hernaðaraðgerðir til að sporna við sjálfstæði Taívans, ef aðrar aðferðir þrjóta. Lögin verða formlega tekin fyrir í kínverska þinginu eftir viku og er einungis formsatriði að fá þau samþykkt. 8.3.2005 00:01 Töluvert um innbrot Töluvert hefur verið tilkynnt um innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Brotist var inn í íbúðarhús í austurborginni á þriðja tímanum í nótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var tveimur DVD-spilurum stolið. Málið er í rannsókn. 8.3.2005 00:01 Húsnæðisverð hækkar alls staðar Það er ekki bara á Íslandi sem verð á húsnæði hefur rokið upp á við. Í nýlegri úttekt tímaritsins <em>Economist </em>kemur fram að á undanförnum sjö árum hefur hækkun húsnæðisverðs farið langt fram úr hækkun launa nær alls staðar í veröldinni. 8.3.2005 00:01 Fanginn óttaðist hefnd dóphrings "Ja, þeir voru bara hérna kolgeggjaðir í gær og vildu bara fá tvær milljónir frá mér," sagði fanginn sem svipti sig lífi um helgina í símasamtali sem lögreglan hleraði skömmu áður en hann var handtekinn. "Mér skilst bara að það ætli allir að drepa þig hérna heima," sagði unnustan hans í öðru símtali. 8.3.2005 00:01 Hálfkák hjá Sýrlendingum Bandaríkjamenn segja að brottfluttningur hluta af herliði Sýrlendinga frá Líbanon sé ekkert annað en hálfkák. Utanríkisráðherra Ísraels tekur í sama streng og segir einnig rétt að afvopna skæruliðasamtök eins og Hizzbollah. 8.3.2005 00:01 Höfundur Píkusagna á Bessastöðum Eve Ensler, höfundur verksins <em>The Vagina Monologues</em>, eða Píkusögur, og baráttukona gegn ofbeldi á konum, hittir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að Bessastöðum síðdegis í dag. Fyrr um daginn snæðir Ensler hádegisverð með fjórum þingkonum. 8.3.2005 00:01 Skutu ekki viljandi á bíl Sgrena Bandaríkjastjórn þvertekur með öllu fyrir það að bandarískir hermenn hafi skotið viljandi á bíl ítölsku blaðakonunnar Juliönu Sgrena á laugardaginn. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær fráleitt að halda þessum möguleika fram. 8.3.2005 00:01 140 fangar létust í eldsvoða Að minnsta kosti 140 fangar létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Dóminíska lýðveldinu í gær. Til óeirða kom í fangelsinu sem enduðu með því að nokkrir fangar kveiktu í rúmum sínum. Eldurinn breiddist hratt út og slökkviliðsmenn réðu hvorki við eitt né neitt. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 8.3.2005 00:01 Lækning við slæmu þunglyndi? Lækning við verstu tilvikum af þunglyndi kann að vera fundin. Niðurstöður fyrstu tilrauna með svokallaða djúpheilaörvun þykja lyginni líkastar. 8.3.2005 00:01 Farþegum fjölgaði um 12% Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%. 8.3.2005 00:01 Brennuvargur fyrir rétti Rúmlega tvítugur maður, sem ákærður er fyrir að kveikja í bílum við fjölbýlishús í Hafnarfirði, sagðist fyrir dómi ekki hafa haft í hyggju að stofna níu sofandi íbúum fjölbýlishússins í hættu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 8.3.2005 00:01 Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag. 8.3.2005 00:01 Lést eftir eftir tekílakeppni Rúmlega tvítugur piltur í Dóminíska lýðveldinu lést um helgina eftir að hafa unnið tekíla drykkjukeppni á bar í höfuðborginni Santo Domingo. Pilturinn drakk yfir 50 snafsa af tekíla og lætur nærri að það sé um einn og hálfur lítri af þeim görótta drykk. 8.3.2005 00:01 Dauðsföllum fækkar mjög Dauðsföllum vegna mislinga hefur fækkað um 40 prósent á síðustu fimm árum. Takmark Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er að fækka dauðsföllum vegna mislinga um helming fyrir árslok 2005. Allar líkur eru á að það takist. 8.3.2005 00:01 Auðun Georg fékk flest atkvæði Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs hjá Ríkisútvarpinu, hafði áður mælt með fjórum umsækjendum sem allir starfa í dag hjá stofnuninni en það gerir Auðun Georg ekki. 8.3.2005 00:01 Óttast hefndaraðgerðir Eigandi eins þeirra veitingastaða sem Skattrannsóknarstjóri gerði húsleit hjá síðasta fimmtudag segist ekki geta tjáð sig um málið af hræðslu við hefndaraðgerðir embættisins. 8.3.2005 00:01 Fischer: Yfirvöldum verður stefnt Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. 8.3.2005 00:01 Sjávarútvegsháskóli hefur störf Norrænn sjávarútvegsháskóli fyrir framhaldsnema tók formlega til starfa 28. febrúar sl. Stjórnarformaður skólans, Guðrún Pétursdóttir, segir að styrkur skólans liggi í því að hann hafi enga fasta starfstöð heldur færist til þangað sem þörfin fyrir hann er hverju sinni. 8.3.2005 00:01 3 Frökkum sleppt frá Guantanamó Þremur Frökkum var í gær sleppt úr haldi frá fangabúðunum á Guantanamó á Kúbu. Þeir hafa verið í haldi þar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan í árslok 2001, grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. 8.3.2005 00:01 Konur betri bílstjórar Ef allir ökumenn keyrðu eins og konur þá yrðu færri dauðaslys í umferðinni. Þetta er í grófum dráttum meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sænsku umferðarstofnunarinnar. 8.3.2005 00:01 Starfsleyfi Hringrásar endurnýjað Starfsleyfi endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar hefur verið endurnýjað í samræmi við ákvörðun sem tekin var á fundi umhverfisráðs Reykjavíkur í gær. Flestar athugasemdir sem bárust vegna málsins sneru að auknu eftirliti með starfssvæðinu. 8.3.2005 00:01 Magnús Þór gagnrýndur eftir áfengismeðferð "Ég er hættur að drekka," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins en andstæðingar Magnúsar innan Frjálslynda flokksins hafa gert áfengisvanda hans að umtalsefni á internetinu. Magnús viðurkennir að um jólin hafi hann farið í vikulanga meðferð á Vogi. Hann segir áfengið vandamál sem hann hafi ekki getað leyst á eigin spýtur. </font /></b /> 8.3.2005 00:01 Færri leita til Stígamóta Færri leituðu til Stígamóta á síðasta ári en undanfarin ár. Nam fækkunin 9,2 prósentum. Nauðgunarmálum fækkaði úr 155 árið 2003 í 113 árið eftir. 8.3.2005 00:01 Styrkja flóttamenn í Króatíu Árni Magnússon félagsmálaráðherra afhenti fyrir stundu Rauða krossi Íslands rúmlega fjögurra milljón króna fjárstuðning til hjápar flóttamönnum í Króatíu. Féð verður notað til að hjálpa 250 Króötum sem flúðu átökin í heimalandi sínu á tíunda áratugnum. 8.3.2005 00:01 Ekki tengsl á milli ránanna Ólíklegt er talið að fundur listaverkanna þriggja eftir Norðmanninn Edvard Munch, sem stolið var af hóteli í Moss í fyrrakvöld, og handtaka nokkurra manna í kjölfarið, muni leiða til þess að þau málverk listamannsins sem rænt var á síðasta ári komi í leitirnar. 8.3.2005 00:01 Nefnd um framkvæmd kjarasamninga Impregilo og fulltrúar verkalýðsfélaga, sem aðild eiga að svo kölluðum virkjunarsamningi, hafa komið á fót nefnd með þátttöku fulltrúa ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Er nefndinni ætlað að verða vettvangur til ákvarðana um framkvæmd kjarasamninga. 8.3.2005 00:01 Hóta japanska ríkinu lögsókn Stuðningsmenn Bobby Fischer hóta japanska ríkinu lögsókn, verði honum ekki sleppt fyrir föstudag. Mögulega verður höfðað mál í Bandaríkjunum. Íslenska sendinefndin ætlar að færa honum lesefni í tilefni afmælisins í dag. 8.3.2005 00:01 Skrifi einkavæðinganefnd bréf Einkavæðinganefnd sá ekki tilgang í að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna sölu Landssímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa einkavæðinganefnd bréf. Stjórnarandstaðan í nefndinni gerði harða hríð að forsætisráðherra vegna málsins í upphafi þingfundar á alþingi í dag. 8.3.2005 00:01 Mjólkurlítrinn á 90 aura Verðið á mjólkurlítranum fór niður í níutíu aura í verslunum Bónus í dag. Ekki er víst hversu lengi tilboðið mun standa. Verðið stafar af verðstríði við Krónuna þar sem mjólkurverðið hefur farið niður í eina krónu í dag í verslun keðjunnar við Bíldshöfða að sögn verslunarstjóra. 8.3.2005 00:01 Vilja afnám fyrningarfresta Tæplega 3.000 manns hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista samtakanna Blátt áfram, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja frumvarp um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. 8.3.2005 00:01 Gæti skaðað ímynd Íslands Þróun og ræktun erfðabreyttra lífvera eða matvæla hér á landi gæti haft neikvæð áhrif á ímynd landsins erlendis að sögn verkefnastjóra hjá Bændasamtökunum. Framkvæmdastjóri ORF-Líftækni fullyrðir að engin hætta sé fyrir hendi hvað byggplöntuna varðar. 8.3.2005 00:01 Maskhadov drepinn? Tsjetsjenski skæruliðaleiðtoginn Aslan Maskhadov hefur verið drepinn af rússneskum hermönnum að sögn fjölmiðla í Rússlandi. Þeir birtu mynd af meintu líki hans í dag en ekki hefur endanlega verið staðfest að líkið sé af Maskhadov. 8.3.2005 00:01 Fagleg ráðning fréttastjóra Stjórn Félags fréttamanna hefur sent útvarpsstjóra bréf í kjölfar þess að Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Í bréfinu hvetur stjórnin útvarpsstjóra til þess að láta fagleg sjónarmið ráða vali á nýjum fréttastjóra Útvarps. 8.3.2005 00:01 Framhaldsskólanemendur stjórna Sjötíu nemendur úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu munu á morgun fara í spor stjórnenda í fjörutíu fyrirtækjum og fylgjast með störfum þeirra. Viðskiptaráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra stjórnenda sem munu leyfa nemendunum að taka þátt í störfum sínum. 8.3.2005 00:01 Fyrsti kvenformaður samtakanna Hrund Runólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, var í dag kjörinn nýr formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Er hún fyrsti kvenformaður samtakanna en í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 8.3.2005 00:01 Varð vitni að misnotkuninni Yngri bróðir Gavins Arvizo, sem Michael Jackson er sakaður um að hafa misnotað, segist tvisvar hafa séð popparann strjúka eldri bróður sínum á kynferðislegan hátt. 8.3.2005 00:01 Holskefla í bílainnflutningi Bílainnflutningsæði hefur gripið Íslendinga og bíða fleiri hundruð þeirra nú eftir notuðu bílunum sem þeir hafa keypt frá Bandaríkjunum. Allt upp í nokkurra mánaða bið er hjá skipafélögunum eftir flutningi. Innflutningurinn hefur rokið upp úr öllu og eru Flugleiðir sem dæmi hættir að taka við pöntunum um flutning á bílum þaðan. 8.3.2005 00:01 Nefskatturinn skerðir kjör öryrkja Kjör öryrkja með uppkomin börn á heimili sínu skerðast hugsanlega ef nefskattur verður tekinn upp í stað afnotagjalda Ríkisútvarpsins. 8.3.2005 00:01 Aðsóknin minni hjá Stígamótum Minni aðsókn var að Stígamótum í fyrra en undanfarin ár sem nam 9,2 prósentum. Eldri málum fækkaði um 13,5 prósent. 8.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Karlar selja sig á börum Karlar sem selja sig hafa gjarnan verið misnotaðir kynferðislega á yngri árum og leiðst síðan út í neyslu. Þeir hafa fjármagnað neysluna með vændi. Íslenskir vændiskarlar eru ekki í skipulögðum klámiðnaði heldur selja sig yfirleitt sjálfir öðrum körlum á börum borgarinnar. 9.3.2005 00:01
Rök útvarpsráðs eru fyrirsláttur Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember og er einn fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson mælti með í stöðu fréttastjóra. 9.3.2005 00:01
Ingibjörg formlega í framboði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tilkynnti formlega um framboð sitt til formanns flokksins í gær um leið og hún opnaði kosningaskrifstofu og heimasíðu undir slagorðinu: "Förum alla leið". 9.3.2005 00:01
Í alla staði gagnlegur "Fundurinn var í alla staði gagnlegur en það kom ekkert fram sem ekki hafði heyrst áður, " segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, eftir fjölmennan borgarafund sem haldin var um uppbyggingu og verndun Laugavegs í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 9.3.2005 00:01
Fischer losnar ekki á næstunni Japönsk yfirvöld sögðu í morgun að enn væri langt í að Bobby Fischer yrði leystur úr haldi. Lögfræðingur Fischers, sem fékk vegabréf hans í hendur í gær, gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus innan nokkurra daga og fengi að yfirgefa innflytjendabúðirnar sem hann hefur dvalið í í átta mánuði. 8.3.2005 00:01
Fimm spænskir lögreglumenn létust Fimm spænskir lögreglumenn létu lífið þegar flutningabílstjóri sofnaði undir stýri og ók á þá á umferðareftirlitsstöð á þjóðvegi snemma í morgun. Flutningabílstjórinn slasaðist lítils háttar í árekstrinum sem varð um 70 kílómetra norður af Madrid. 8.3.2005 00:01
Heimila Kínverjum hernaðaraðgerðir Kínverjar hafa kynnt til sögunnar lög sem heimila þeim hernaðaraðgerðir til að sporna við sjálfstæði Taívans, ef aðrar aðferðir þrjóta. Lögin verða formlega tekin fyrir í kínverska þinginu eftir viku og er einungis formsatriði að fá þau samþykkt. 8.3.2005 00:01
Töluvert um innbrot Töluvert hefur verið tilkynnt um innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Brotist var inn í íbúðarhús í austurborginni á þriðja tímanum í nótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var tveimur DVD-spilurum stolið. Málið er í rannsókn. 8.3.2005 00:01
Húsnæðisverð hækkar alls staðar Það er ekki bara á Íslandi sem verð á húsnæði hefur rokið upp á við. Í nýlegri úttekt tímaritsins <em>Economist </em>kemur fram að á undanförnum sjö árum hefur hækkun húsnæðisverðs farið langt fram úr hækkun launa nær alls staðar í veröldinni. 8.3.2005 00:01
Fanginn óttaðist hefnd dóphrings "Ja, þeir voru bara hérna kolgeggjaðir í gær og vildu bara fá tvær milljónir frá mér," sagði fanginn sem svipti sig lífi um helgina í símasamtali sem lögreglan hleraði skömmu áður en hann var handtekinn. "Mér skilst bara að það ætli allir að drepa þig hérna heima," sagði unnustan hans í öðru símtali. 8.3.2005 00:01
Hálfkák hjá Sýrlendingum Bandaríkjamenn segja að brottfluttningur hluta af herliði Sýrlendinga frá Líbanon sé ekkert annað en hálfkák. Utanríkisráðherra Ísraels tekur í sama streng og segir einnig rétt að afvopna skæruliðasamtök eins og Hizzbollah. 8.3.2005 00:01
Höfundur Píkusagna á Bessastöðum Eve Ensler, höfundur verksins <em>The Vagina Monologues</em>, eða Píkusögur, og baráttukona gegn ofbeldi á konum, hittir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að Bessastöðum síðdegis í dag. Fyrr um daginn snæðir Ensler hádegisverð með fjórum þingkonum. 8.3.2005 00:01
Skutu ekki viljandi á bíl Sgrena Bandaríkjastjórn þvertekur með öllu fyrir það að bandarískir hermenn hafi skotið viljandi á bíl ítölsku blaðakonunnar Juliönu Sgrena á laugardaginn. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær fráleitt að halda þessum möguleika fram. 8.3.2005 00:01
140 fangar létust í eldsvoða Að minnsta kosti 140 fangar létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Dóminíska lýðveldinu í gær. Til óeirða kom í fangelsinu sem enduðu með því að nokkrir fangar kveiktu í rúmum sínum. Eldurinn breiddist hratt út og slökkviliðsmenn réðu hvorki við eitt né neitt. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 8.3.2005 00:01
Lækning við slæmu þunglyndi? Lækning við verstu tilvikum af þunglyndi kann að vera fundin. Niðurstöður fyrstu tilrauna með svokallaða djúpheilaörvun þykja lyginni líkastar. 8.3.2005 00:01
Farþegum fjölgaði um 12% Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%. 8.3.2005 00:01
Brennuvargur fyrir rétti Rúmlega tvítugur maður, sem ákærður er fyrir að kveikja í bílum við fjölbýlishús í Hafnarfirði, sagðist fyrir dómi ekki hafa haft í hyggju að stofna níu sofandi íbúum fjölbýlishússins í hættu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 8.3.2005 00:01
Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag. 8.3.2005 00:01
Lést eftir eftir tekílakeppni Rúmlega tvítugur piltur í Dóminíska lýðveldinu lést um helgina eftir að hafa unnið tekíla drykkjukeppni á bar í höfuðborginni Santo Domingo. Pilturinn drakk yfir 50 snafsa af tekíla og lætur nærri að það sé um einn og hálfur lítri af þeim görótta drykk. 8.3.2005 00:01
Dauðsföllum fækkar mjög Dauðsföllum vegna mislinga hefur fækkað um 40 prósent á síðustu fimm árum. Takmark Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna er að fækka dauðsföllum vegna mislinga um helming fyrir árslok 2005. Allar líkur eru á að það takist. 8.3.2005 00:01
Auðun Georg fékk flest atkvæði Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs hjá Ríkisútvarpinu, hafði áður mælt með fjórum umsækjendum sem allir starfa í dag hjá stofnuninni en það gerir Auðun Georg ekki. 8.3.2005 00:01
Óttast hefndaraðgerðir Eigandi eins þeirra veitingastaða sem Skattrannsóknarstjóri gerði húsleit hjá síðasta fimmtudag segist ekki geta tjáð sig um málið af hræðslu við hefndaraðgerðir embættisins. 8.3.2005 00:01
Fischer: Yfirvöldum verður stefnt Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. 8.3.2005 00:01
Sjávarútvegsháskóli hefur störf Norrænn sjávarútvegsháskóli fyrir framhaldsnema tók formlega til starfa 28. febrúar sl. Stjórnarformaður skólans, Guðrún Pétursdóttir, segir að styrkur skólans liggi í því að hann hafi enga fasta starfstöð heldur færist til þangað sem þörfin fyrir hann er hverju sinni. 8.3.2005 00:01
3 Frökkum sleppt frá Guantanamó Þremur Frökkum var í gær sleppt úr haldi frá fangabúðunum á Guantanamó á Kúbu. Þeir hafa verið í haldi þar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan í árslok 2001, grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. 8.3.2005 00:01
Konur betri bílstjórar Ef allir ökumenn keyrðu eins og konur þá yrðu færri dauðaslys í umferðinni. Þetta er í grófum dráttum meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sænsku umferðarstofnunarinnar. 8.3.2005 00:01
Starfsleyfi Hringrásar endurnýjað Starfsleyfi endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar hefur verið endurnýjað í samræmi við ákvörðun sem tekin var á fundi umhverfisráðs Reykjavíkur í gær. Flestar athugasemdir sem bárust vegna málsins sneru að auknu eftirliti með starfssvæðinu. 8.3.2005 00:01
Magnús Þór gagnrýndur eftir áfengismeðferð "Ég er hættur að drekka," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins en andstæðingar Magnúsar innan Frjálslynda flokksins hafa gert áfengisvanda hans að umtalsefni á internetinu. Magnús viðurkennir að um jólin hafi hann farið í vikulanga meðferð á Vogi. Hann segir áfengið vandamál sem hann hafi ekki getað leyst á eigin spýtur. </font /></b /> 8.3.2005 00:01
Færri leita til Stígamóta Færri leituðu til Stígamóta á síðasta ári en undanfarin ár. Nam fækkunin 9,2 prósentum. Nauðgunarmálum fækkaði úr 155 árið 2003 í 113 árið eftir. 8.3.2005 00:01
Styrkja flóttamenn í Króatíu Árni Magnússon félagsmálaráðherra afhenti fyrir stundu Rauða krossi Íslands rúmlega fjögurra milljón króna fjárstuðning til hjápar flóttamönnum í Króatíu. Féð verður notað til að hjálpa 250 Króötum sem flúðu átökin í heimalandi sínu á tíunda áratugnum. 8.3.2005 00:01
Ekki tengsl á milli ránanna Ólíklegt er talið að fundur listaverkanna þriggja eftir Norðmanninn Edvard Munch, sem stolið var af hóteli í Moss í fyrrakvöld, og handtaka nokkurra manna í kjölfarið, muni leiða til þess að þau málverk listamannsins sem rænt var á síðasta ári komi í leitirnar. 8.3.2005 00:01
Nefnd um framkvæmd kjarasamninga Impregilo og fulltrúar verkalýðsfélaga, sem aðild eiga að svo kölluðum virkjunarsamningi, hafa komið á fót nefnd með þátttöku fulltrúa ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Er nefndinni ætlað að verða vettvangur til ákvarðana um framkvæmd kjarasamninga. 8.3.2005 00:01
Hóta japanska ríkinu lögsókn Stuðningsmenn Bobby Fischer hóta japanska ríkinu lögsókn, verði honum ekki sleppt fyrir föstudag. Mögulega verður höfðað mál í Bandaríkjunum. Íslenska sendinefndin ætlar að færa honum lesefni í tilefni afmælisins í dag. 8.3.2005 00:01
Skrifi einkavæðinganefnd bréf Einkavæðinganefnd sá ekki tilgang í að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna sölu Landssímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa einkavæðinganefnd bréf. Stjórnarandstaðan í nefndinni gerði harða hríð að forsætisráðherra vegna málsins í upphafi þingfundar á alþingi í dag. 8.3.2005 00:01
Mjólkurlítrinn á 90 aura Verðið á mjólkurlítranum fór niður í níutíu aura í verslunum Bónus í dag. Ekki er víst hversu lengi tilboðið mun standa. Verðið stafar af verðstríði við Krónuna þar sem mjólkurverðið hefur farið niður í eina krónu í dag í verslun keðjunnar við Bíldshöfða að sögn verslunarstjóra. 8.3.2005 00:01
Vilja afnám fyrningarfresta Tæplega 3.000 manns hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista samtakanna Blátt áfram, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja frumvarp um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. 8.3.2005 00:01
Gæti skaðað ímynd Íslands Þróun og ræktun erfðabreyttra lífvera eða matvæla hér á landi gæti haft neikvæð áhrif á ímynd landsins erlendis að sögn verkefnastjóra hjá Bændasamtökunum. Framkvæmdastjóri ORF-Líftækni fullyrðir að engin hætta sé fyrir hendi hvað byggplöntuna varðar. 8.3.2005 00:01
Maskhadov drepinn? Tsjetsjenski skæruliðaleiðtoginn Aslan Maskhadov hefur verið drepinn af rússneskum hermönnum að sögn fjölmiðla í Rússlandi. Þeir birtu mynd af meintu líki hans í dag en ekki hefur endanlega verið staðfest að líkið sé af Maskhadov. 8.3.2005 00:01
Fagleg ráðning fréttastjóra Stjórn Félags fréttamanna hefur sent útvarpsstjóra bréf í kjölfar þess að Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Í bréfinu hvetur stjórnin útvarpsstjóra til þess að láta fagleg sjónarmið ráða vali á nýjum fréttastjóra Útvarps. 8.3.2005 00:01
Framhaldsskólanemendur stjórna Sjötíu nemendur úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu munu á morgun fara í spor stjórnenda í fjörutíu fyrirtækjum og fylgjast með störfum þeirra. Viðskiptaráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra stjórnenda sem munu leyfa nemendunum að taka þátt í störfum sínum. 8.3.2005 00:01
Fyrsti kvenformaður samtakanna Hrund Runólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, var í dag kjörinn nýr formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Er hún fyrsti kvenformaður samtakanna en í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 8.3.2005 00:01
Varð vitni að misnotkuninni Yngri bróðir Gavins Arvizo, sem Michael Jackson er sakaður um að hafa misnotað, segist tvisvar hafa séð popparann strjúka eldri bróður sínum á kynferðislegan hátt. 8.3.2005 00:01
Holskefla í bílainnflutningi Bílainnflutningsæði hefur gripið Íslendinga og bíða fleiri hundruð þeirra nú eftir notuðu bílunum sem þeir hafa keypt frá Bandaríkjunum. Allt upp í nokkurra mánaða bið er hjá skipafélögunum eftir flutningi. Innflutningurinn hefur rokið upp úr öllu og eru Flugleiðir sem dæmi hættir að taka við pöntunum um flutning á bílum þaðan. 8.3.2005 00:01
Nefskatturinn skerðir kjör öryrkja Kjör öryrkja með uppkomin börn á heimili sínu skerðast hugsanlega ef nefskattur verður tekinn upp í stað afnotagjalda Ríkisútvarpsins. 8.3.2005 00:01
Aðsóknin minni hjá Stígamótum Minni aðsókn var að Stígamótum í fyrra en undanfarin ár sem nam 9,2 prósentum. Eldri málum fækkaði um 13,5 prósent. 8.3.2005 00:01