Innlent

Höfundur Píkusagna á Bessastöðum

Eve Ensler, höfundur verksins The Vagina Monologues, eða Píkusögur, og baráttukona gegn ofbeldi á konum, hittir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að Bessastöðum síðdegis í dag. Fyrr um daginn snæðir Ensler hádegisverð með fjórum þingkonum. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag. V-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í Íslensku óperunni klukkan níu í kvöld og verður fjölbreytt dagskrá í tilefni dagsins.  Ensler verður heiðursgestur á hátíðinni og koma ýmsir þekktir einstaklingar fram. Meðal annars flytur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir brot úr Píkusögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×