Innlent

Fyrsti kvenformaður samtakanna

Hrund Runólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, var í dag kjörinn nýr formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Er hún fyrsti kvenformaður samtakanna en í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Á aðalfundi samtakanna í dag var ályktað að stofna beri eitt atvinnuráðuneyti í stað þeirra fjögurra sem nú eru starfrækt, það er landbúnaðar-, sjávarútvegs-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. Finnst samtökunum vera hlutverk stjórnvalda að skapa öllu atvinnulífinu jöfn rekstrarskilyrði en ekki aðeins völdum atvinnugreinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×