Innlent

Aðsóknin minni hjá Stígamótum

Minni aðsókn var að Stígamótum í fyrra en undanfarin ár sem nam 9,2 prósentum. Eldri málum fækkaði um 13,5 prósent. Þrátt fyrir þessa minnkun jókst vinnuálagið hjá starfskonum Stígamóta því að stuðningsviðtölum fjölgaði um 4 prósent og hafa þau aldrei verið fleiri. Hver einstaklingur nýtti sér líka þjónustuna betur. "Þetta eru góðar fréttir í fyrsta skipti í langan tíma. Það voru færri sem komu og færri sem fylgdu okkur á milli ára en það fólk sem kom nýtti sér þjónustuna betur," segir Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta, og bætti við að yfir helmingur hefði ekki leitað annað. Enginn hefði til dæmis leitað til skólastarfsfólks og því þurfi að bæta menntun og hlustunarskilyrði hjá fagfólki. Nauðgunarmálum fækkaði úr 155 árið 2003 í 113 árið 2004. Sifjaspellsmálum fækkaði úr 163 í 149. Konur á Íslandi eru rúmlega 146 þúsund samkvæmt þjóðskrá. Til Stígamóta hafa leitað 2,6 prósent íslenskra kvenna undanfarin 15 ár, eða rúmlega 3.800 konur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×