Innlent

Framhaldsskólanemendur stjórna

Sjötíu nemendur úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu munu á morgun fara í spor stjórnenda í fjörutíu fyrirtækjum og fylgjast með störfum þeirra. Viðskiptaráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra stjórnenda sem munu leyfa nemendunum að taka þátt í störfum sínum. Viðburðurinn heitir „Dagur í sporum stjórnenda“ og voru fyrirtæki hvött til að taka þátt þar sem framhaldsskólanemar eru þeirra framtíðarstarfsmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×