Innlent

Mjólkurlítrinn á 90 aura

Verðið á mjólkurlítranum fór niður í níutíu aura í verslunum Bónus í dag. Ekki er víst hversu lengi tilboðið mun standa. Á verðmiðum segir að mjólkin kosti eina krónu en síðan er gefin tíu prósenta afsláttur við kassann. Hver viðskiptavinur getur mest keypt fimm lítra af mjólk í hverri afgreiðslu. Ekki fylgir sögunni hvernig gefið er til baka af níutíu aurum. Verðið stafar af verðstríði við Krónuna þar sem mjólkurverðið hefur farið niður í eina krónu í dag í verslun keðjunnar við Bíldshöfða að sögn verslunarstjóra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×