Innlent

Starfsleyfi Hringrásar endurnýjað

Starfsleyfi endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar hefur verið endurnýjað í samræmi við ákvörðun sem tekin var á fundi umhverfisráðs Reykjavíkur í gær. Flestar athugasemdir sem bárust vegna málsins sneru að auknu eftirliti með starfssvæðinu. Að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns umhverfisráðs borgarinnar, verða gerðar kröfur um að planið við Hringrás verði malbikað og því lokað vegna hugsanlegra eiturefna sem kunna að finnast í jarðveginum. Þá er gert ráð fyrir að svæðið verði hólfað af sérstaklega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×