Innlent

Fanginn óttaðist hefnd dóphrings

"Ja, þeir voru bara hérna kolgeggjaðir í gær og vildu bara fá tvær milljónir frá mér," sagði fanginn sem svipti sig lífi um helgina í símasamtali sem lögreglan hleraði skömmu áður en hann var handtekinn. "Mér skilst bara að það ætli allir að drepa þig hérna heima," sagði unnustan hans í öðru símtali. Maðurinn, sem var 33 ára og sat í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni grunaður um aðild að stórsmyglinu með Dettifossi, hafði áður þurft að þola hótanir og barsmíðar frá mönnum í fíkniefnahringnum sem tengist málinu. Fjallað er nánar um málið í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×