Innlent

Nefnd um framkvæmd kjarasamninga

Impregilo og fulltrúar verkalýðsfélaga, sem aðild eiga að svo kölluðum virkjunarsamningi, hafa komið á fót nefnd með þátttöku fulltrúa ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Er nefndinni ætlað að verða vettvangur til ákvarðana um framkvæmd kjarasamninga. Impregilo hefur tilkynnt nefndinni um aðgerðir sínar til að hvetja starfsmenn með lögheimili á Íslandi utan virkjunarsvæðisins til lengri samfelldrar vinnu hjá fyrirtækinu. Eins hefur verið ákveðið að bjóða iðnaðarmönnum með fullgild réttindi sérstaka launauppbót til að fá fleiri iðnaðarmenn með réttindi til að starfa við virkjunina. Þá hefur tekist samkomulag um endurskoðun á viðmiðunum á bónussamningi starfsmanna fyrirtækisins. Aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hefur farið yfir launauppgjör starfsmanna Impregilo, sem koma frá ríkjum utan Evrópu, og staðfesti hann að uppgjör sé í fullu samræmi við ákvæði gildandi samninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×