Fleiri fréttir Páfi blessaði fólk í Róm Jóhannes Páll páfi kom út í glugga á herbergi sínu á Gemelli-spítalanum í Róm nú fyrir stuttu, veifaði til mannfjöldans og blessaði hann. Páfi líktist sjálfum sér, var hrumur og veikburða og líklega engu meira veikburða en hann hefur verið undanfarin ár. Aðstoðarmaður hans las upp yfirlýsingu frá páfa þar sem hann þakkaði heimsbyggðinni fyrir sýnda umhyggjusemi í veikindum sínum. 6.2.2005 00:01 Auðkýfingur áfram forsætisráðherra Stjórnarflokkurinn í Taílandi með geysivinsælan en umdeildan auðkýfing í fararbroddi vann stórsigur í þingkosningum sem þar voru haldnar í dag. 6.2.2005 00:01 Tilkynnt um blaðamannaverðlaun Dómnefnd Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands hefur komist að niðurstöðu um tilnefningar til verðlaunanna fyrir árið 2004. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki fyrir sig og verður tilkynnt um sigurvegara á Pressuballi sem haldið verður næstkomandi laugardag. 6.2.2005 00:01 Gerir athugasemdir við álit Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hefur borist álit Lýðheilsustöðvar vegna umsóknar sem Ölgerðin sendi Umhverfisstofnun og varðar vítamínbætingu á drykknum Kristal Plús, en Umhverfisstofnun stöðvaði dreifingu hans í síðasta mánuði. Ölgerðin gerir alvarlegar athugasemdir við álitið og segi það einkennast af mótsögnum og ómálefnalegum útreikningum. 6.2.2005 00:01 Stjórnin enn sterk í Danmörku Stjórn Anders Foghs Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, heldur velli í kosningunum í landinu samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var Berlingske Tidende í dag. Flokkur Rasmussens, Venstre, og samstarfsflokkarnir fengju 94 af 179 sætum á danska þinginu ef kosið yrði í dag. 6.2.2005 00:01 Íranar hóta að svara fyrir sig Íranar munu svara fyrir sig og reyna að flýta kjarorkuáætlun sinni ef Bandaríkjamenn eða Ísraelar gera árás á staði í Íran þar sem unnið er að kjarnorkumálum. Þetta sagði yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans í dag og bætti við að Vesturlönd gætu ekki komið í veg fyrir að Íranar héldu áfram framleiðslu kjarnorkueldsneytis. 6.2.2005 00:01 Reyna að bjarga regnskógunum Leiðtogar ríkja í Mið-Afríku undirrituðu um helgina samkomulag um að vinna að varðveislu annars stærsta regnskógar jarðar sem teygir sig yfir 200 milljónir hektara og nær inn í sex ríki. Á ráðstefnu um helgina hétu leiðtogarnir því að ráðast gegn veiðiþjófnaði og ólöglegu og óábyrgu skógarhöggi til þess að reyna að varðveita fjölskrúðugt dýra- og plöntulíf á svæðinu. 6.2.2005 00:01 Mótmæli hafa ekki áhrif á áform Stjórnvöld í Frakklandi hyggjast ekki hverfa frá áformum um að lengja vinnuvikuna þar í landi þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í gær. Þetta segir fjármálaráðherra Frakklands, en áformin eru liður í umbótum sem m.a. snerta vinnulöggjöf, lífeyri og skóla. 6.2.2005 00:01 Vill að leiðtogar semji sjálfir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að sitja leiðtogafund Sharons og Abbas á þriðjudag þótt hún sé nú í heimsókn fyrir botni Miðjarðarhafs. Rice segist kjósa að leiðtogarnir semji sín á milli sjálfir án þess að erlendir leiðtogar eða embættismenn sinni hlutverki sáttasemjara. 6.2.2005 00:01 Lykketoft ekki slegið í gegn <b><font face="Helv" color="#008080"> Séra Þórir Jökull Þorsteinsson í Danmörku segir að kosningabaráttan standi milli Jafnaðarflokksins undir forystu Mogens Lykketoft og Venstre með Anders Fogh Rasmussen í broddi fylkingar. Lykketoft virðist ekki hafa slegið í gegn meðal kjósenda eða ögra veldi Venstre. </font></b> 6.2.2005 00:01 Eldgos í 22 ár Hraun úr eldfjallinu Kilauea á Havaí rennur nú í sjóinn á tveimur nýjum stöðum í gosi sem hefur staðið yfir í 22 ár. Eldgosið er í eldfjallaþjóðgarði Havaí og ferðalangar sem þangað koma verða ekki sviknir. Glóandi hraunið rennur í sjóinn sem hvæsir við að fá svo óvæntan gest. 6.2.2005 00:01 Íranir gagnrýna Vesturlönd Íranar skora á Evrópusambandið að taka viðræður um kjarnorkuáætlun Írana alvarlegar. Fulltrúi stjórnarinnar sagði á blaðamannafundi að Íranar hefðu slegið á frest áætlunum sínum um að auðga úran, en það er forsenda framleiðslu kjarnorkuvopna. 6.2.2005 00:01 Ætluðu að sprengja ísbíla Embættismenn í Kúvæt staðfestu í gær að þeir hefðu handtekið grunaða hryðjuverkamenn sem lagt hefðu á ráðin um árásir á bandaríska hermenn. 6.2.2005 00:01 Stofna nefnd um lausn fanga Forystumenn í Palestínu og Ísrael samþykktu á laugardag að stofna sameiginlega nefnd sem fjalla á um lausn pólitískra fanga sem Ísrealar hafa í haldi. Þetta kemur í kjölfar þess að Ísraelar létu níu hundruð fanga lausa í síðustu viku. 6.2.2005 00:01 Hætt að sýna auglýsingar Birtingar á auglýsingum frá Umferðarstofu hafa nú verið stöðvaðar tímabundið, eftir að Samkeppnisstofnun fór þess á leit við Umferðarstofu. 6.2.2005 00:01 Föst skot ganga á milli þjóðanna Kalt stríð er hafið á milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Íran og harkalegar yfirlýsingar ganga á víxl. Írönsk yfirvöld segjast munu bregðast af fullri hörku við bandarískri árás á íranskt kjarnorkuver. Slík árás hefði aðeins þær afleiðingar í för með sér að Íranar tvíeflist í kjarnorkuframleiðslu sinni. 6.2.2005 00:01 Aldrei verið óvinsælli Þriðjungur landsmanna segist bera minnst traust til Halldórs Ásgrímssonar af öllum stjórnmálamönnum. Aðeins fjögur prósent telja hann trúverðugastan íslenskra stjórnmálamanna. Davíð Oddsson nýtur aftur á móti mests trausts. 6.2.2005 00:01 Segjast ekki sitja á frumvörpum Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. 6.2.2005 00:01 Heilræði til Halldórs Steingrímur Hermannsson var jafnan vinsæll á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Hann gefur Halldóri Ásgrímssyni nokkur góð ráð. 6.2.2005 00:01 Gagnrýnir ný tollalög Ný tollalög sem fjármálaráðherra mælir fyrir á Alþingi á morgun einkennast um of af þeirri oftrú á refsingum sem tröllríður samfélaginu. Þetta segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Afleiðingarnar bitni á almennu starfsfólki sem megi refsa fyrir gáleysi eða mistök í starfi verði frumvarpið að lögum. 6.2.2005 00:01 Þar sem tíminn stóð í stað Áform eru um að grafa upp hús í Vestmannaeyjum sem urðu undir vikri í eldgosinu 1973 og kallast verkefnið Pompeii norðursins. Nafn sitt dregur verkefnið af rómverska bænum Pompeii en hann eyddist í eldgosi árið 79 e. Kr. 6.2.2005 00:01 Sextán fíkniefnamál í miðbænum Sextán fíkniefnamál komu upp á tæplega þremur klukkutímum í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir málafjöldann staðfesta að mikil fíkniefnaneysla sé samfara skemmtanalífinu í miðborginni. Mest fannst af kókaíni og amfetamíni en þó eitthvað af kannabis. 6.2.2005 00:01 Leggst gegn vítamínbættum drykk Lýðheilsustöð leggst gegn því að Kristall Plús frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar verði settur á markað vegna fólasíns í drykknum. Framleiðandinn furðar sig á þessu þar sem nokkuð vantar upp á neyslu slíks vítamíns hjá þjóðinni að mati Lýðheilsustöðvar. Þá segir hann fólasín algjörlega hættulaust efni. 6.2.2005 00:01 Samfylking spurulust allra flokka Alþingismenn spyrja um allt á milli himins og jarðar, stjórnarandstæðingar þó sýnu meira en stjórnarliðar. Kynþroski þorsks og símtöl til Grænlands eru á meðal fyrirspurna sem bornar hafa verið upp á yfirstandandi þingi. 6.2.2005 00:01 Geta tekið á móti stærri skipum Miklar framkvæmdir standa yfir við höfnina í Bolungarvík en eftir að búið er að dýpka innsiglinguna allverulega á allur loðnuflotinn að geta lagst að höfn í Bolungarvík sem og stærri flutningaskip. Framkvæmdirnar kosta um 54 milljónir. 6.2.2005 00:01 Segir útvarpslög gölluð Sjónvarpsstjóri Skjás eins telur að stuttur texti um gang mála í ensku knattspyrnunni fullnægi þýðingarskyldu útvarpslaga. Hann segir að ef þess verði krafist að íslenskir þulir lýsi öllum leikjum verði það gert en útvarpslögin séu gölluð. 6.2.2005 00:01 Fimm á sjúkrahús eftir ofsaakstur Fimm voru fluttir á slysadeild eftir ofsaakstur í nótt. Lögreglan í Reykjavík mældi ökumann á 190 kílómetrahraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú og náðist hraðaksturinn á myndband lögreglunnar. Ökumaðurinn stöðvaði ekki bílinn þegar hann mætti laganna vörðum heldur hélt áfram ferðinni og hafnaði aftan á bifreið sem var að taka af stað við umferðarljósin á mótum Miklubrautar og Grensásvegar. 5.2.2005 00:01 Hafnar hugmyndum Breta Bandaríkjastjórn hefur hafnað tillögu Breta um hvernig sé best að ráða að niðurlögum fátæktar og lækka skuldir þriðja heims ríkja. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti tillögur sínar á fundi fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims í gær en þær felast í því að kom á fót nokkurs konar Marshall-áætlun fyrir fátækustu lönd heims. 5.2.2005 00:01 Skíðasvæði víða opin Skíðasvæðin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eru opin í dag frá klukkan tíu og fram eftir degi. Þar er frost á milli níu og ellefu stig og léttskýjað. Þá er skíðasvæði Tindastóls við Sauðárkrók opið til klukkan fimm. Að sögn staðarhaldara er þar nýfallinn snjór og afskaplega gott færi. Opið er til fjögur á skíðasvæðinu á Siglufirði. 5.2.2005 00:01 Páfi á hægum batavegi Jóhannes Páll páfi annar er á hægum batavegi og nærist eðlilega, eftir því sem talsmaður Vatíkansins segir. Búist er við að páfi muni messa á morgun eins og aðra sunnudaga en að ávarpinu verði sjónvarpað beint frá sjúkrabeðinum. Páfi sem er 84 ára fékk slæma flensu um síðustu helgi og hefur legið á sjúkrahúsi síðan. 5.2.2005 00:01 Bið á heimför til Súdans Nokkur bið gæti orðið á því að flóttmenn frá Suður-Súdan geti snúið til síns heima, eftir því sem fram kemur hjá fulltrúa Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda. Ástæðan er sögð sú að innviðir samfélagsins eru í rúst auk þess sem stór svæði eru undirlögð af jarðsprengjum. 5.2.2005 00:01 Flak flugvélar fundið í Afganistan Enginn komst lífs af í flugslysinu sem varð í Afganistan fyrir tæpum tveimur sólarhringum. Flak vélarinnar fannst fyrst í morgun skammt frá þorpi sem liggur aðeins 35 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Kabúl. 5.2.2005 00:01 Upplýsingalög notuð í kosningum Stjórnmálaflokkar Bretlands saka nú hver annan um að notfæra sér bresku upplýsingalögin til að grafa upp persónuleg smáatriði, skít og áróður gegn einstaka frambjóðendum til að nota í kosningabaráttu sinni. Þingkosningar verða haldnar í Bretlandi í maí og flokkarnir eru þegar komnir á fullt í baráttuna. 5.2.2005 00:01 Sjö hermenn felldir í Írak Sjö írakskir hermenn liggja í valnum eftir árásir uppreisnarmanna í morgun. Árásum hefur heldur fækkað eftir kosningarnar um síðustu helgi, sem uppreisnarmönnum mistókst að eyðileggja, en þó hafa að minnsta kosti 20 írakskir hermenn fallið síðustu vikuna. 5.2.2005 00:01 Neitar að ráðast gegn fátækt Bandaríkjastjórn neitar að taka þátt í því að ráða að niðurlögum fátæktar og lækka skuldir þriðja heims ríkja samkvæmt breskri tillögu. Bandaríkjamenn segjast vilja fara sínar eigin leiðir í þessum efnum. 5.2.2005 00:01 Þurfa að taka útreið alvarlega Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. 5.2.2005 00:01 Skorinn á háls en fær ekki bætur "Ég er breyttur maður eftir árásina," segir Ásgeir Elíasson sem varð fyrir hrottafenginni árás þegar hann var leigubílstjóri í afleysingum. Eina nóttina komu fjórir menn inn í bíl til hans. Þegar kom að greiðslu var Ásgeir skorinn á háls. Ofbeldi gegn leigubílstjórum er algengt og vekur því furðu að þeir séu ekki tryggðir í starfi. 5.2.2005 00:01 Aðalfundur Freyju ólöglegur Laganefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, sem fram fór 27. janúar síðastliðinn hefði verið ólöglegur. Ástæðan fyrir því er sögð sú að láðst hafi að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn en ekki sú að fjörutíu og þrjár konur hafi gengið í félagið daginn sem hann var haldinn. Halda verður nýjan aðalfund í þessum mánuði. 5.2.2005 00:01 Taldir tengjast árásum í Madríd Dómari á Spáni úrskurðaði í dag að hálfbræður af marokkóskum uppruna sem handteknir voru á þriðjudag skuli sæta gæsluvarðhaldi þar sem talið er að þeir hafi starfað með þeim sem stóðu á bak við hryðjuverkaárásirnar í Madríd í mars í fyrra. 5.2.2005 00:01 550 þúsund safnast að Kárahnjúkum Starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka söfnuðu á dögunum ríflega 250 þúsund krónum til handa þeim sem urðu illa úti í hamförnunum í Suðaustur-Asíu annan dag jóla. Fyrirtækið sjálft rúmlega tvöfaldaði þá upphæð og því voru 550 þúsund krónur lagðar inn á reikning Rauða kross Íslands til hjálpar fórnarlömbum flóðbylgjunnar. 5.2.2005 00:01 Vill meira lýðræði í Rússlandi Conoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í dag til meira lýðræðis í Rússlandi á blaðamannafundi í Varsjá í Póllandi. Rice er nú á ferðalagi um Evrópu og mun í dag hitta rússneskan starfsbróður sinn, Sergei Lavrov, í Ankara í Tyrklandi. Á blaðamannafundinum í Varsjá sagði Rice að mikilvægt væri fyrir Rússa efla vægi laga og óháðra dómstóla ásamt því að leyfa frjálsum og óháðum fjölmiðlum að starfa í landinu. 5.2.2005 00:01 Unnið að afskrift skulda Fjármálaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims samþykktu á ráðstefnu sinni í Lundúnum í dag að vinna frekar að því að afskrifa opinberar skuldir fátækustu ríkja heims auk þess sem stefnt er að því að styrkja efnahag fátækra ríkja og verslun og viðskipti. 5.2.2005 00:01 Mótmæla lengri vinnuviku Talið er að rúmlega fimmtíu þúsund Frakkar hafi gengið um götur borga landsins í dag til þess að mótmæla áætlunum stjórnvalda um að lengja vinnuvikuna í Frakklandi. Samkvæmt lögum í Frakklandi er vinnuvikan nú 35 klukkustundir en Jean Pierre Raffarin, forsætisráðherra landsins, hefur lýst því yfir að lengja þurfi vinnuvikuna til þess að gera Frakkland samkeppnishæfara og til að draga úr atvinnuleysi sem er nú um 10 prósent. 5.2.2005 00:01 Vilja stól forsætisráðherra „Sjítar vilja forsætisráðherraembættið í nýrri stjórn og munu ekki láta það af hendi,“ sagði Hamed Al-Bayati, varautanríkisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, við Reuters-fréttastofuna í dag. Al-Bayati tilheyrir bandalagi sjíta sem hefur fengið um tvo þriðju hluta atkvæða í kosningunum í Írak nú þegar 35 prósent hafa verið talin. 5.2.2005 00:01 Páfi flytur blessun á morgun Jóhannes Páll páfi annar er ekki orðinn nógu hraustur til þess að messa á morgun en hann mun í staðinn fara með blessun sem sjónvarpað verður frá sjúkrabeði hans. Þetta segja talsmenn Vatíkansins og bæta við að páfi muni einnig missa af guðsþjónustu í basilíku heilags Péturs á öskudag en henni hefur hann aldrei sleppt áður á þeim 26 árum sem hann hefur setið á valdastóli. 5.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Páfi blessaði fólk í Róm Jóhannes Páll páfi kom út í glugga á herbergi sínu á Gemelli-spítalanum í Róm nú fyrir stuttu, veifaði til mannfjöldans og blessaði hann. Páfi líktist sjálfum sér, var hrumur og veikburða og líklega engu meira veikburða en hann hefur verið undanfarin ár. Aðstoðarmaður hans las upp yfirlýsingu frá páfa þar sem hann þakkaði heimsbyggðinni fyrir sýnda umhyggjusemi í veikindum sínum. 6.2.2005 00:01
Auðkýfingur áfram forsætisráðherra Stjórnarflokkurinn í Taílandi með geysivinsælan en umdeildan auðkýfing í fararbroddi vann stórsigur í þingkosningum sem þar voru haldnar í dag. 6.2.2005 00:01
Tilkynnt um blaðamannaverðlaun Dómnefnd Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands hefur komist að niðurstöðu um tilnefningar til verðlaunanna fyrir árið 2004. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki fyrir sig og verður tilkynnt um sigurvegara á Pressuballi sem haldið verður næstkomandi laugardag. 6.2.2005 00:01
Gerir athugasemdir við álit Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hefur borist álit Lýðheilsustöðvar vegna umsóknar sem Ölgerðin sendi Umhverfisstofnun og varðar vítamínbætingu á drykknum Kristal Plús, en Umhverfisstofnun stöðvaði dreifingu hans í síðasta mánuði. Ölgerðin gerir alvarlegar athugasemdir við álitið og segi það einkennast af mótsögnum og ómálefnalegum útreikningum. 6.2.2005 00:01
Stjórnin enn sterk í Danmörku Stjórn Anders Foghs Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, heldur velli í kosningunum í landinu samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var Berlingske Tidende í dag. Flokkur Rasmussens, Venstre, og samstarfsflokkarnir fengju 94 af 179 sætum á danska þinginu ef kosið yrði í dag. 6.2.2005 00:01
Íranar hóta að svara fyrir sig Íranar munu svara fyrir sig og reyna að flýta kjarorkuáætlun sinni ef Bandaríkjamenn eða Ísraelar gera árás á staði í Íran þar sem unnið er að kjarnorkumálum. Þetta sagði yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans í dag og bætti við að Vesturlönd gætu ekki komið í veg fyrir að Íranar héldu áfram framleiðslu kjarnorkueldsneytis. 6.2.2005 00:01
Reyna að bjarga regnskógunum Leiðtogar ríkja í Mið-Afríku undirrituðu um helgina samkomulag um að vinna að varðveislu annars stærsta regnskógar jarðar sem teygir sig yfir 200 milljónir hektara og nær inn í sex ríki. Á ráðstefnu um helgina hétu leiðtogarnir því að ráðast gegn veiðiþjófnaði og ólöglegu og óábyrgu skógarhöggi til þess að reyna að varðveita fjölskrúðugt dýra- og plöntulíf á svæðinu. 6.2.2005 00:01
Mótmæli hafa ekki áhrif á áform Stjórnvöld í Frakklandi hyggjast ekki hverfa frá áformum um að lengja vinnuvikuna þar í landi þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í gær. Þetta segir fjármálaráðherra Frakklands, en áformin eru liður í umbótum sem m.a. snerta vinnulöggjöf, lífeyri og skóla. 6.2.2005 00:01
Vill að leiðtogar semji sjálfir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að sitja leiðtogafund Sharons og Abbas á þriðjudag þótt hún sé nú í heimsókn fyrir botni Miðjarðarhafs. Rice segist kjósa að leiðtogarnir semji sín á milli sjálfir án þess að erlendir leiðtogar eða embættismenn sinni hlutverki sáttasemjara. 6.2.2005 00:01
Lykketoft ekki slegið í gegn <b><font face="Helv" color="#008080"> Séra Þórir Jökull Þorsteinsson í Danmörku segir að kosningabaráttan standi milli Jafnaðarflokksins undir forystu Mogens Lykketoft og Venstre með Anders Fogh Rasmussen í broddi fylkingar. Lykketoft virðist ekki hafa slegið í gegn meðal kjósenda eða ögra veldi Venstre. </font></b> 6.2.2005 00:01
Eldgos í 22 ár Hraun úr eldfjallinu Kilauea á Havaí rennur nú í sjóinn á tveimur nýjum stöðum í gosi sem hefur staðið yfir í 22 ár. Eldgosið er í eldfjallaþjóðgarði Havaí og ferðalangar sem þangað koma verða ekki sviknir. Glóandi hraunið rennur í sjóinn sem hvæsir við að fá svo óvæntan gest. 6.2.2005 00:01
Íranir gagnrýna Vesturlönd Íranar skora á Evrópusambandið að taka viðræður um kjarnorkuáætlun Írana alvarlegar. Fulltrúi stjórnarinnar sagði á blaðamannafundi að Íranar hefðu slegið á frest áætlunum sínum um að auðga úran, en það er forsenda framleiðslu kjarnorkuvopna. 6.2.2005 00:01
Ætluðu að sprengja ísbíla Embættismenn í Kúvæt staðfestu í gær að þeir hefðu handtekið grunaða hryðjuverkamenn sem lagt hefðu á ráðin um árásir á bandaríska hermenn. 6.2.2005 00:01
Stofna nefnd um lausn fanga Forystumenn í Palestínu og Ísrael samþykktu á laugardag að stofna sameiginlega nefnd sem fjalla á um lausn pólitískra fanga sem Ísrealar hafa í haldi. Þetta kemur í kjölfar þess að Ísraelar létu níu hundruð fanga lausa í síðustu viku. 6.2.2005 00:01
Hætt að sýna auglýsingar Birtingar á auglýsingum frá Umferðarstofu hafa nú verið stöðvaðar tímabundið, eftir að Samkeppnisstofnun fór þess á leit við Umferðarstofu. 6.2.2005 00:01
Föst skot ganga á milli þjóðanna Kalt stríð er hafið á milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Íran og harkalegar yfirlýsingar ganga á víxl. Írönsk yfirvöld segjast munu bregðast af fullri hörku við bandarískri árás á íranskt kjarnorkuver. Slík árás hefði aðeins þær afleiðingar í för með sér að Íranar tvíeflist í kjarnorkuframleiðslu sinni. 6.2.2005 00:01
Aldrei verið óvinsælli Þriðjungur landsmanna segist bera minnst traust til Halldórs Ásgrímssonar af öllum stjórnmálamönnum. Aðeins fjögur prósent telja hann trúverðugastan íslenskra stjórnmálamanna. Davíð Oddsson nýtur aftur á móti mests trausts. 6.2.2005 00:01
Segjast ekki sitja á frumvörpum Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. 6.2.2005 00:01
Heilræði til Halldórs Steingrímur Hermannsson var jafnan vinsæll á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Hann gefur Halldóri Ásgrímssyni nokkur góð ráð. 6.2.2005 00:01
Gagnrýnir ný tollalög Ný tollalög sem fjármálaráðherra mælir fyrir á Alþingi á morgun einkennast um of af þeirri oftrú á refsingum sem tröllríður samfélaginu. Þetta segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Afleiðingarnar bitni á almennu starfsfólki sem megi refsa fyrir gáleysi eða mistök í starfi verði frumvarpið að lögum. 6.2.2005 00:01
Þar sem tíminn stóð í stað Áform eru um að grafa upp hús í Vestmannaeyjum sem urðu undir vikri í eldgosinu 1973 og kallast verkefnið Pompeii norðursins. Nafn sitt dregur verkefnið af rómverska bænum Pompeii en hann eyddist í eldgosi árið 79 e. Kr. 6.2.2005 00:01
Sextán fíkniefnamál í miðbænum Sextán fíkniefnamál komu upp á tæplega þremur klukkutímum í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir málafjöldann staðfesta að mikil fíkniefnaneysla sé samfara skemmtanalífinu í miðborginni. Mest fannst af kókaíni og amfetamíni en þó eitthvað af kannabis. 6.2.2005 00:01
Leggst gegn vítamínbættum drykk Lýðheilsustöð leggst gegn því að Kristall Plús frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar verði settur á markað vegna fólasíns í drykknum. Framleiðandinn furðar sig á þessu þar sem nokkuð vantar upp á neyslu slíks vítamíns hjá þjóðinni að mati Lýðheilsustöðvar. Þá segir hann fólasín algjörlega hættulaust efni. 6.2.2005 00:01
Samfylking spurulust allra flokka Alþingismenn spyrja um allt á milli himins og jarðar, stjórnarandstæðingar þó sýnu meira en stjórnarliðar. Kynþroski þorsks og símtöl til Grænlands eru á meðal fyrirspurna sem bornar hafa verið upp á yfirstandandi þingi. 6.2.2005 00:01
Geta tekið á móti stærri skipum Miklar framkvæmdir standa yfir við höfnina í Bolungarvík en eftir að búið er að dýpka innsiglinguna allverulega á allur loðnuflotinn að geta lagst að höfn í Bolungarvík sem og stærri flutningaskip. Framkvæmdirnar kosta um 54 milljónir. 6.2.2005 00:01
Segir útvarpslög gölluð Sjónvarpsstjóri Skjás eins telur að stuttur texti um gang mála í ensku knattspyrnunni fullnægi þýðingarskyldu útvarpslaga. Hann segir að ef þess verði krafist að íslenskir þulir lýsi öllum leikjum verði það gert en útvarpslögin séu gölluð. 6.2.2005 00:01
Fimm á sjúkrahús eftir ofsaakstur Fimm voru fluttir á slysadeild eftir ofsaakstur í nótt. Lögreglan í Reykjavík mældi ökumann á 190 kílómetrahraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú og náðist hraðaksturinn á myndband lögreglunnar. Ökumaðurinn stöðvaði ekki bílinn þegar hann mætti laganna vörðum heldur hélt áfram ferðinni og hafnaði aftan á bifreið sem var að taka af stað við umferðarljósin á mótum Miklubrautar og Grensásvegar. 5.2.2005 00:01
Hafnar hugmyndum Breta Bandaríkjastjórn hefur hafnað tillögu Breta um hvernig sé best að ráða að niðurlögum fátæktar og lækka skuldir þriðja heims ríkja. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti tillögur sínar á fundi fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims í gær en þær felast í því að kom á fót nokkurs konar Marshall-áætlun fyrir fátækustu lönd heims. 5.2.2005 00:01
Skíðasvæði víða opin Skíðasvæðin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eru opin í dag frá klukkan tíu og fram eftir degi. Þar er frost á milli níu og ellefu stig og léttskýjað. Þá er skíðasvæði Tindastóls við Sauðárkrók opið til klukkan fimm. Að sögn staðarhaldara er þar nýfallinn snjór og afskaplega gott færi. Opið er til fjögur á skíðasvæðinu á Siglufirði. 5.2.2005 00:01
Páfi á hægum batavegi Jóhannes Páll páfi annar er á hægum batavegi og nærist eðlilega, eftir því sem talsmaður Vatíkansins segir. Búist er við að páfi muni messa á morgun eins og aðra sunnudaga en að ávarpinu verði sjónvarpað beint frá sjúkrabeðinum. Páfi sem er 84 ára fékk slæma flensu um síðustu helgi og hefur legið á sjúkrahúsi síðan. 5.2.2005 00:01
Bið á heimför til Súdans Nokkur bið gæti orðið á því að flóttmenn frá Suður-Súdan geti snúið til síns heima, eftir því sem fram kemur hjá fulltrúa Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda. Ástæðan er sögð sú að innviðir samfélagsins eru í rúst auk þess sem stór svæði eru undirlögð af jarðsprengjum. 5.2.2005 00:01
Flak flugvélar fundið í Afganistan Enginn komst lífs af í flugslysinu sem varð í Afganistan fyrir tæpum tveimur sólarhringum. Flak vélarinnar fannst fyrst í morgun skammt frá þorpi sem liggur aðeins 35 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Kabúl. 5.2.2005 00:01
Upplýsingalög notuð í kosningum Stjórnmálaflokkar Bretlands saka nú hver annan um að notfæra sér bresku upplýsingalögin til að grafa upp persónuleg smáatriði, skít og áróður gegn einstaka frambjóðendum til að nota í kosningabaráttu sinni. Þingkosningar verða haldnar í Bretlandi í maí og flokkarnir eru þegar komnir á fullt í baráttuna. 5.2.2005 00:01
Sjö hermenn felldir í Írak Sjö írakskir hermenn liggja í valnum eftir árásir uppreisnarmanna í morgun. Árásum hefur heldur fækkað eftir kosningarnar um síðustu helgi, sem uppreisnarmönnum mistókst að eyðileggja, en þó hafa að minnsta kosti 20 írakskir hermenn fallið síðustu vikuna. 5.2.2005 00:01
Neitar að ráðast gegn fátækt Bandaríkjastjórn neitar að taka þátt í því að ráða að niðurlögum fátæktar og lækka skuldir þriðja heims ríkja samkvæmt breskri tillögu. Bandaríkjamenn segjast vilja fara sínar eigin leiðir í þessum efnum. 5.2.2005 00:01
Þurfa að taka útreið alvarlega Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. 5.2.2005 00:01
Skorinn á háls en fær ekki bætur "Ég er breyttur maður eftir árásina," segir Ásgeir Elíasson sem varð fyrir hrottafenginni árás þegar hann var leigubílstjóri í afleysingum. Eina nóttina komu fjórir menn inn í bíl til hans. Þegar kom að greiðslu var Ásgeir skorinn á háls. Ofbeldi gegn leigubílstjórum er algengt og vekur því furðu að þeir séu ekki tryggðir í starfi. 5.2.2005 00:01
Aðalfundur Freyju ólöglegur Laganefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, sem fram fór 27. janúar síðastliðinn hefði verið ólöglegur. Ástæðan fyrir því er sögð sú að láðst hafi að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn en ekki sú að fjörutíu og þrjár konur hafi gengið í félagið daginn sem hann var haldinn. Halda verður nýjan aðalfund í þessum mánuði. 5.2.2005 00:01
Taldir tengjast árásum í Madríd Dómari á Spáni úrskurðaði í dag að hálfbræður af marokkóskum uppruna sem handteknir voru á þriðjudag skuli sæta gæsluvarðhaldi þar sem talið er að þeir hafi starfað með þeim sem stóðu á bak við hryðjuverkaárásirnar í Madríd í mars í fyrra. 5.2.2005 00:01
550 þúsund safnast að Kárahnjúkum Starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka söfnuðu á dögunum ríflega 250 þúsund krónum til handa þeim sem urðu illa úti í hamförnunum í Suðaustur-Asíu annan dag jóla. Fyrirtækið sjálft rúmlega tvöfaldaði þá upphæð og því voru 550 þúsund krónur lagðar inn á reikning Rauða kross Íslands til hjálpar fórnarlömbum flóðbylgjunnar. 5.2.2005 00:01
Vill meira lýðræði í Rússlandi Conoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í dag til meira lýðræðis í Rússlandi á blaðamannafundi í Varsjá í Póllandi. Rice er nú á ferðalagi um Evrópu og mun í dag hitta rússneskan starfsbróður sinn, Sergei Lavrov, í Ankara í Tyrklandi. Á blaðamannafundinum í Varsjá sagði Rice að mikilvægt væri fyrir Rússa efla vægi laga og óháðra dómstóla ásamt því að leyfa frjálsum og óháðum fjölmiðlum að starfa í landinu. 5.2.2005 00:01
Unnið að afskrift skulda Fjármálaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims samþykktu á ráðstefnu sinni í Lundúnum í dag að vinna frekar að því að afskrifa opinberar skuldir fátækustu ríkja heims auk þess sem stefnt er að því að styrkja efnahag fátækra ríkja og verslun og viðskipti. 5.2.2005 00:01
Mótmæla lengri vinnuviku Talið er að rúmlega fimmtíu þúsund Frakkar hafi gengið um götur borga landsins í dag til þess að mótmæla áætlunum stjórnvalda um að lengja vinnuvikuna í Frakklandi. Samkvæmt lögum í Frakklandi er vinnuvikan nú 35 klukkustundir en Jean Pierre Raffarin, forsætisráðherra landsins, hefur lýst því yfir að lengja þurfi vinnuvikuna til þess að gera Frakkland samkeppnishæfara og til að draga úr atvinnuleysi sem er nú um 10 prósent. 5.2.2005 00:01
Vilja stól forsætisráðherra „Sjítar vilja forsætisráðherraembættið í nýrri stjórn og munu ekki láta það af hendi,“ sagði Hamed Al-Bayati, varautanríkisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, við Reuters-fréttastofuna í dag. Al-Bayati tilheyrir bandalagi sjíta sem hefur fengið um tvo þriðju hluta atkvæða í kosningunum í Írak nú þegar 35 prósent hafa verið talin. 5.2.2005 00:01
Páfi flytur blessun á morgun Jóhannes Páll páfi annar er ekki orðinn nógu hraustur til þess að messa á morgun en hann mun í staðinn fara með blessun sem sjónvarpað verður frá sjúkrabeði hans. Þetta segja talsmenn Vatíkansins og bæta við að páfi muni einnig missa af guðsþjónustu í basilíku heilags Péturs á öskudag en henni hefur hann aldrei sleppt áður á þeim 26 árum sem hann hefur setið á valdastóli. 5.2.2005 00:01