Þurfa að taka útreið alvarlega 5. febrúar 2005 00:01 Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. Það blæs hvorki byrlega fyrir Framsóknarflokknum né leiðtoga hans, Halldóri Ásgrímssyni, í skoðanakönnunum þessa dagana. Í gær birti Fréttablaðið niðurstöður könnunar á fylgi við stjórnmálaflokka og kom þar fram að yrði kosið í dag töpuðu Framsóknarmenn sjö þingmönnum og fengju aðeins átta prósenta fylgi. Í dag er það svo Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem fær skell, en samkvæmt könnun Fréttablaðsins hefur ánægja með störf hans dalað. Hringt var í 800 manns á þriðjudaginn og spurt hvernig fólki þætti Halldór hafa staðið sig sem forsætisráðherra. Af þeim sem tóku afstöðu, 87 prósentum samkvæmt Fréttablaðinu, sögðu tæplega 34 prósent að hann hefði staðið sig illa og 14 prósent frekar illa en 35,3 prósent töldu Halldór hafa staðið sig sæmilega, rúmlega 11,5 prósent vel og fimm prósent mjög vel. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta vondar fréttir sem taka beri alvarlega þó að sjálfssögðu ríki ákveðin óvissa um niðurstöður kannananna eins og gengur. Engu að síður lýsi þær ákveðinni tilhneigingu sem verði að bregðast við. Aðspurður hvað hann telji að landsmenn séu óánægðir með segir Kristinn að það geti verið eitt og annað sem leggist á eitt en hann telji að stefna ríkisstjórnarinnar í umdeildum málum sé Framsóknarflokknum ekki til framdráttar og starfshættir forystumannanna hafi verið þannig að ekki séu allir sáttir. Tveir flokkar mynda þessa ríkisstjórn sem Kristinn telur að þurfi að skoða sinn gang. Ef marka má fylgiskannanir að undanförnu virðist óánægjan hins vegar frekar beinast gegn Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum. Kristinn H. varar Sjálfstæðismenn hins vegar við að fagna um of og segir kannanir að undanförnu sýna að fylgi við flokkinn sé langt í frá stöðugt. Miðað við útkomu Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum þurfi menn þar á bæ líka að huga að sínum málum. Hann segir enn fremur að dómi almennings verði ekki áfrýjað og hann ráði hvort sem fólki þyki hann réttlátur eða ranglátur. Kristinn segir enn fremur að stjórnarflokkarnir tveir verði að hugsa sinn gang. Stjórnarflokkar alla síðustu öld hafi lengst af verið með samanlagt 60-65 prósenta fylgi en í síðustu kosningum hafi þeir haft 51 prósenta fylgi og hafi rétt náð að mynda meirihlutaríkisstjórn. Nú hafi flokkarinr vel innan við helmingsfylgi kjósenda í könnunum sem þýði að kjósendur flokkanna séu ekki sáttir við frammistöðuna. Kristinn er inntur eftir því hvort hann líti á niðurstöðu skoðanakannana sem uppreisn æru fyrir sig þar sem hann hafi barist gegn málum sem sátt hafi þótt ríkja um meðal stjórnarflokkanna. Hann svarar því á þá leið að skoða verði niðurstöður kannananna og óróann í Framsóknarflokknum í því ljósi að á síðastliðnu hausti hafi verið gripið til þess ráðs að vísa honum úr þingflokknum með þeim ummælum að fámennur og samstæður hópur væri betri en fjölmennur og veikur. Þá hafi verið litið svo á að hann væri vandi Framsóknarflokksins. Hann biðji fólk um að líta yfir sviðið nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. Það blæs hvorki byrlega fyrir Framsóknarflokknum né leiðtoga hans, Halldóri Ásgrímssyni, í skoðanakönnunum þessa dagana. Í gær birti Fréttablaðið niðurstöður könnunar á fylgi við stjórnmálaflokka og kom þar fram að yrði kosið í dag töpuðu Framsóknarmenn sjö þingmönnum og fengju aðeins átta prósenta fylgi. Í dag er það svo Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem fær skell, en samkvæmt könnun Fréttablaðsins hefur ánægja með störf hans dalað. Hringt var í 800 manns á þriðjudaginn og spurt hvernig fólki þætti Halldór hafa staðið sig sem forsætisráðherra. Af þeim sem tóku afstöðu, 87 prósentum samkvæmt Fréttablaðinu, sögðu tæplega 34 prósent að hann hefði staðið sig illa og 14 prósent frekar illa en 35,3 prósent töldu Halldór hafa staðið sig sæmilega, rúmlega 11,5 prósent vel og fimm prósent mjög vel. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta vondar fréttir sem taka beri alvarlega þó að sjálfssögðu ríki ákveðin óvissa um niðurstöður kannananna eins og gengur. Engu að síður lýsi þær ákveðinni tilhneigingu sem verði að bregðast við. Aðspurður hvað hann telji að landsmenn séu óánægðir með segir Kristinn að það geti verið eitt og annað sem leggist á eitt en hann telji að stefna ríkisstjórnarinnar í umdeildum málum sé Framsóknarflokknum ekki til framdráttar og starfshættir forystumannanna hafi verið þannig að ekki séu allir sáttir. Tveir flokkar mynda þessa ríkisstjórn sem Kristinn telur að þurfi að skoða sinn gang. Ef marka má fylgiskannanir að undanförnu virðist óánægjan hins vegar frekar beinast gegn Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum. Kristinn H. varar Sjálfstæðismenn hins vegar við að fagna um of og segir kannanir að undanförnu sýna að fylgi við flokkinn sé langt í frá stöðugt. Miðað við útkomu Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum þurfi menn þar á bæ líka að huga að sínum málum. Hann segir enn fremur að dómi almennings verði ekki áfrýjað og hann ráði hvort sem fólki þyki hann réttlátur eða ranglátur. Kristinn segir enn fremur að stjórnarflokkarnir tveir verði að hugsa sinn gang. Stjórnarflokkar alla síðustu öld hafi lengst af verið með samanlagt 60-65 prósenta fylgi en í síðustu kosningum hafi þeir haft 51 prósenta fylgi og hafi rétt náð að mynda meirihlutaríkisstjórn. Nú hafi flokkarinr vel innan við helmingsfylgi kjósenda í könnunum sem þýði að kjósendur flokkanna séu ekki sáttir við frammistöðuna. Kristinn er inntur eftir því hvort hann líti á niðurstöðu skoðanakannana sem uppreisn æru fyrir sig þar sem hann hafi barist gegn málum sem sátt hafi þótt ríkja um meðal stjórnarflokkanna. Hann svarar því á þá leið að skoða verði niðurstöður kannananna og óróann í Framsóknarflokknum í því ljósi að á síðastliðnu hausti hafi verið gripið til þess ráðs að vísa honum úr þingflokknum með þeim ummælum að fámennur og samstæður hópur væri betri en fjölmennur og veikur. Þá hafi verið litið svo á að hann væri vandi Framsóknarflokksins. Hann biðji fólk um að líta yfir sviðið nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira