Fleiri fréttir Fór betur en á horfðist Fimm sluppu með minniháttar meiðsl í umferðaróhappi sem varð um áttaleytið í fyrrakvöld á Norðurlandsvegi í Skagafirði. 5.2.2005 00:01 Bílvelta á svörtum bletti Ökumaður missti stjórn á jeppabifreið sinni í hálku og endaði í hrauninu utan við þjóðveginn austan við Kirkjubæjarklaustur um miðnætti aðfaranótt föstudags 5.2.2005 00:01 Hvasst eða stormur um vesturland Gert er ráð fyrir hvassviðri eða stormi á vestanverðu landinu síðdegis og í kvöld 5.2.2005 00:01 Nýári fagnað við Kárahnjúka Í dag verður kínverska nýárinu fagnað við Kárahnjúka en miðvikudaginn 9. febrúar lýkur hinu kínverska ári apans og ár hanans hefst. 5.2.2005 00:01 Hálf milljón á Kárahnjúkum Hópur erlendra starfsmanna við Kárahnjúka á ættingja og vini sem urðu illa úti eða létust í flóðbylgjunni í löndunum við Indlandshaf í lok desember 2004. 5.2.2005 00:01 Aðalfundur Freyju ógiltur <b><font face="Helv" color="#008080"> Fylkingarnar í kvenfélaginu Freyju í Kópavogi eru báðar ánægðar með niðurstöðu laganefndar Framsóknarflokksins. Gamla stjórnin telur valdaráni afstýrt en nýju konurnar telja hann sýna að vinnubrögð þeirra hafi verið í lagi. </font></b> 5.2.2005 00:01 Enskur bolti með íslenskum texta Enski boltinn var sendur út með afar hnitmiðuðum íslenskum texta í gær. 5.2.2005 00:01 Segir valdaráni afstýrt Naumlega tókst að afstýra valdaráni þegar laganefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, hefði verið ólöglegur, að mati Unu Maríu Óskarsdóttir varaformanns. Aðalheiður Sigursveinsdóttir sem var stjórnarmaður í Freyju segir gleðilegt að nýjar aðildarkonur hafi verið hreinsaðar af áburði um vafasaman tilgang með veru sinni í félaginu. 5.2.2005 00:01 Reynt að semja um skuldalækkun Mikilvæg tímamót eða enn ein marklaus viljayfirlýsingin? Ekki eru allir á einu máli um niðurstöðu fjármálaráðherra ríkustu þjóða heims sem reyndu í dag, með litlum árangri, að komast að samkomulagi um það hvernig bjarga ætti Afríku úr fátæktargildru og lækka skuldir þriðja heims ríkja. 5.2.2005 00:01 Erlent vinnuafl notað í hagstjórn Fyrrverandi forstjóri Útlendingastofnunar segir Íslendinga ekki standa sig nógu vel í málefnum innflytjenda. Hann segir erlent vinnuafl á vissan hátt notað sem hagstjórnartæki. 5.2.2005 00:01 Spillingu mætt af hörku „Spillingu verður mætt með hörku,“ segir Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og heitir því að sækja yfirmenn í olíusöluhneykslinu til saka. Annan hefur sjálfur verið sakaður um að tengjast málinu og enn eru ekki öll kurl komin til grafar. 5.2.2005 00:01 Lítil hafmeyja í Perú Hún hefur fengið viðurnefnið litla hafmeyjan og hefur heillað landa sína í Perú upp úr skónum. Þessi litla stúlka er í þann mund að leggjast undir skurðhnífinn í aðgerð sem mun breyta lífi hennar. 5.2.2005 00:01 Bjóðast til að sýna leiki á Sýn Sjónvarpsstjóri Sýnar hefur boðið sjónvarpsstjóra Skjás eins að senda út á Sýn þá leiki í ensku knattspyrnunni sem Skjár einn sendir út án þula. 5.2.2005 00:01 Hættuástandi aflýst í Svíþjóð Íbúum í Helsingjaborg í Suður-Svíþjóð hefur verið leyft að fara út aftur en þeim var skipað að vera innandyra eftir að tíu þúsund tonn af brennisteinssýru láku úr tanki verksmiðju rétt utan við bæinn í morgun. Að sögn hins sænska Aftonbladet voru sex starfsmenn verksmiðjunnar fluttir á sjúkrahús en enginn þeirra er talinn í lífshættu. Ástæður lekans eru ókunnar. 4.2.2005 00:01 Bendir til yfirburðasigurs sjíta Bráðabirgðaniðurstöður kosninganna í Írak benda til þess að nærri þrír fjórðu hlutar kjósenda hafi kosið Bandalag sjíta, sem er undir áhrifum trúarleiðtogans Alis al-Sistanis. Flokkur Iyads Allawis, forætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar virðist hins vegar aðeins hafa fengið um átján prósent atkvæða. Ekki er búist við að endanlegar niðurstöður liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi í byrjun næstu viku. 4.2.2005 00:01 Bauðst tvisvar til að segja af sér Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bauðst tvisvar sinnum til þess að segja starfi sínu lausu í kjölfar hneykslisins í Abu Ghraib fangelsinu. Þetta sagði Rumsfeld í viðtali við Larry King á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. 4.2.2005 00:01 Yfirmanni olíuáætlunar refsað Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur farið fram á að Benon Sevan, yfirmanni olíusöluáætlunar Sameinuðu þjóðanna frá valdatíma Saddams Husseins í Írak, verði refsað. Í rannsóknarskýrslu sem birtist í gær kom fram að framkvæmd áætlunarinnar hefði verið meingölluð og að mikil spilling hefði þrifist meðal þeirra embættismanna sem unnu að málinu. 4.2.2005 00:01 Mjólkurvörur lægstar í Bónus Bónus var langoftast með lægsta verðið í verðkönnun á mjólkurvörum og ostum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í nokkrum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. 49 vörutegundir af 56 og sex sem skoðaðar voru reyndust ódýrastar í Bónus. 10-11 var oftast með hæsta vöruverðið en 43 vörutegundir voru dýrastar þar. 4.2.2005 00:01 Fleiri fljúga með lággjaldafélögum Lággjaldaflugfélög í Evrópu fluttu alls 80 milljónir farþega á síðasta ári. Þetta er nærri helmingsaukning frá árinu 2003 þegar 47 milljónir farþega í Evrópu ferðuðust með lággjaldaflugfélögum. Hlutdeild lággjaldafélaganna í öllum flugferðum í Evrópu er þar með orðin meira en fimmtungur. Sérfræðingar spá því að árið 2010 kunni hlutdeildin að vera komin upp í heil 40 prósent. 4.2.2005 00:01 Meiri snjór en undanfarin ár Snjórinn í janúarmánuði var meiri víðast hvar á landinu en verið hefur undanfarin ár samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar. Óvenju umhleypingasamt var í mánuðinum og illviðri nokkuð tíð. Síðasta vikan var hins vegar mjög hlý og leysti snjó bæði af láglendi og langt upp eftir fjöllum. 4.2.2005 00:01 Mannskætt lestarslys á Indlandi Að minnsta kosti 19 létust og og 11 særðust þegar lest var ekið á dráttarvél með vagni sem flutti gesti í brúðkaup í Kanhan 800 kílókmetra norðaustur af Bombay á Indlandi í dag. Ökumaður dráttarvélarinnar sá lestina ekki þegar hann ók yfir sporið, en lestin ýtti dráttarvélarvagninum á undan sér eina 200 metra áður en hún stöðvaðist. 4.2.2005 00:01 Innrás ekki á dagskránni í bili Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf í morgun fyrstu Evrópureisu sína í embætti á því að heimsækja Bretland. Rice sat fyrir stundu blaðamannafund með breska starfsbróður sínum, Jack Straw, og lýsti því yfir að Bretland væri meginstuðningsland Bandaríkjanna. Rice var spurð hvort innrás í Íran væri yfirvofandi og svaraði því á þá leið að innrás væri ekki á dagskránni, í bili að minnsta kosti. 4.2.2005 00:01 Hermönnum fækkað í Írak á næstunni Bandarískum hermönnum í Írak verður fækkað um fimmtán þúsund á næstu vikum. Þetta sagði Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á bandaríska þinginu í gær. Hins vegar yrði þeim líklega ekki fækkað meira það sem eftir lifði þessa árs. 4.2.2005 00:01 Tók stungu fyrir einstæða móður Bifhjólamaðurinn Jón Trausti Lúthersson er sagður hafa framið hetjudáð í fyrrakvöld þegar hann gekk á móti óðum hnífamanni sem ofsótti einstæða móður í Mosfellsbæ. Hann hlaut hnífsstungu nokkrum millimetrum frá hjartanu þegar Heimir Sigurðsson sat fyrir konunni sem er fyrrum sambýliskona hans.<b /> 4.2.2005 00:01 Reiðubúinn að leiða í Kópavogi Ómar Stefánsson, formaður Framsóknarfélagsins í Kópavogi, kveðst reiðubúinn að leiða flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum á næsta ári. 4.2.2005 00:01 Flugvél fórst í Afganistan Farþegaflugvél með yfir hundrað farþega fórst skammt frá Kabúl í Afganistan í nótt. Brak vélarinnar fannst nú skömmu fyrir hádegi en ekkert hafði til hennar spurst frá því í nótt. Vélin var í innanlandsflugi á leið frá Herat til Kabúl. Flugturninn á flugvellinum í Kabúl missti samband við vélina skömmu eftir að henni hafði verið gert að fresta lendingu vegna slæmra skilyrða. 4.2.2005 00:01 70 hafa skráð sig í Samfylkinguna Sjötíu manns hafa skráð sig í Samfylkinguna frá 10. janúar, þegar framkvæmdastjórn flokksins ákvað að halda landsfund þann 20. maí. Fimm hafa gengið úr Samfylkingunni á sama tíma. Kjörseðlar vegna formannskosninga verða sendir út 20. apríl. 4.2.2005 00:01 Skipverjum á Sléttbaki sagt upp Skipverjum á togaranum Sléttbaki frá Akureyri var öllum sagt upp í gærkvöldi því líkur eru á að skipið verði selt innan tíðar. 38 manns eru í áhöfn skipsins og var þeim öllum afhent uppsagnarbréf í gærkvöldi, skömmu áður en lagt var upp í túr. 4.2.2005 00:01 Lesblinda hefur áhrif á akstur Lesblinda hefur svipuð áhrif á aksturshæfileika fólks og áfengi. Ný rannsókn sýnir að viðbragðsflýtir lesblinds fólks í akstri er svipaður og þeirra sem eru fullir. 4.2.2005 00:01 Ítalskri blaðakonu rænt í Írak Ítalskri blaðakonu var rænt í Bagdad í morgun þar sem hún var í miðju viðtali á götu úti. Írakska lögreglan skýrði frá þessu nú rétt fyrir fréttir. Blaðakonan, sem vinnur á ítalska blaðinu Il Manifesto, var að taka viðtöl við fólk nærri háskólanum í borginni þegar byssumenn bar þar að og hrifsuðu hana með sér upp í bíl. 4.2.2005 00:01 Tífalt fleiri í offitumeðferð Undanfarin tvö ár hafa tífalt fleiri sóst eftir meðferð vegna offitu á Reykjalundi en gert er ráð fyrir að stofnunin geti tekið við. Til að bregðast við hefur Reykjalundur tekið við meira en helmingi fleiri en samningur við ríkið kveður á um. 4.2.2005 00:01 Leikir í enska boltanum án þula? Skjár einn ætlar að hlíta úrskurði útvarpsréttarnefndar frá því í gær og verður strax um helgina hætt að sýna leiki með enskum þulum. Verkefnastjóri enska boltans á Skjá einum segir að um helgina verði jafnvel sendir út leikir án lýsingar þula. 4.2.2005 00:01 Bretar drykkfelldastir í Evrópu Bretar kunna sér síst allra Evrópuþjóða hóf þegar áfengisdrykkja er annars vegar. Sögusögnin um menningarlega drykkju Frakka stenst hins vegar fyllilega skoðun. 4.2.2005 00:01 Könnun endurspegli ekki veruleika Aðeins átta prósent kjósenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður þingflokks framsóknarmanna segir könnunina ekki endurspegla raunveruleikann. 4.2.2005 00:01 Þriðja fálkanum sleppt í gær Kvenkyns fálka var sleppt úr Húsdýragarðinum í gær í fyrsta skipti. Þetta er þriðji fálkinn sem flýgur burt úr garðinum á undanförnum vikum. 4.2.2005 00:01 Tymosjenko næsti forsætisráðherra Þingið í Úkraínu samþykkti í dag einróma að Júlía Tymosjenko skyldi verða næsti forsætisráðherra landsins. Forseti landsins, Viktor Júsjenko, tilnefndi Tymosjenko í embættið fyrir skemmstu, en hún hefur verið nokkuð umdeild í landinu. 4.2.2005 00:01 Páfi á góðum batavegi Líðan Jóhannesar Páls páfa batnar stöðugt að sögn Vatíkansins. Talsmaður þess sagði jafnframt að Páfi væri byrjaður að borða á nýjan leik, en hann fékk slæma sýkingu í hálsi sem varð til þess að hann þurfti að fara á sjúkrahús. Ekki hefur enn verið gefið upp hvort páfi mun halda vikulegt sunnudagsávarp sitt eftir tvo daga. 4.2.2005 00:01 Styrki stöðu fjölskyldunnar Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að skipa nefnd sem hefur það verkefni að styrkja enn frekar stöðu íslensku fjölskyldunnar. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að skipun nefndarinnar komi í kjölfar áramótaávarps Halldórs Ásgrímssonar þar sem hann sagði meðal annars að samheldin fjölskylda væri kjarni hvers þjóðfélags. Formaður nefndarinnar er Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 4.2.2005 00:01 Líti á flóðbylgjuna sem viðvörun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á ráðstefnu í Indlandi í dag að líta ætti á hörmungarnar í Asíu um jólin sem viðvörun um það sem gæti gerst ef yfirborð sjávar myndi hækka. Indverskir fjölmiðlar segja Ólaf Ragnar hafa lagt línuna fyrir aðra ræðumenn á þriggja daga ráðstefnu um efnahagsmál og sjálfbæra þróun sem haldin er um helgina. 4.2.2005 00:01 Bandalag sjíta með 67% atkvæða Þegar 3,3 milljónir atkvæða hafa verið taldar eftir kosningarnar í Írak hefur bandalag sjíta hlotið 67 prósent atkvæða en flokkur Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, átján prósent. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag. 4.2.2005 00:01 Atkvæði greidd um veggjald Íbúar í Edinborg í Skotlandi munu á mánudag hefja atkvæðagreiðslu um það hvort innheimta eigi veggjald af þeim sem leggja leið sína inn í miðborgina á bíl, en slíkt fyrirkomulag er nú þegar í Lundúnum. Verði tillagan samþykkt munu ökumenn þurfa að greiða tvö pund, um 240 krónur, fyrir að aka inn í miðborgina á virkum dögum. 4.2.2005 00:01 Alcoa veitir styrk á Austurlandi Sjóður á vegum Alcoa veitti í dag Heilbrigðisstofnun Austurlands fjárstyrk að upphæð tæplega fimm milljónir króna til kaupa á fullkomnum, stafrænum myndvinnslubúnaði. Þetta er í fyrsta skipti sem Stuðningssjóður Alcoa, Alcoa Foundation, styrkir verkefni hér á landi. Íslenskt dótturfyrirtæki Alcoa, Alcoa Fjarðaál, annast milligöngu um veitingu styrkja úr sjóðnum til verkefna hérlendis. 4.2.2005 00:01 Nýjar myndir á nýjum fernum Farið er að dreifa mjólkurfernum með nýju útliti, en þær eru skreyttar með myndum tengdum íslensku máli. Það voru nemendur í 7., 8., 9., og 10. bekk sem gerðu myndirnar en textana gerði Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, með aðstoð Íslenskrar málnefndar. 4.2.2005 00:01 Lægra verð en minna vöruúrval Þó að Bónus hafi oftast verið með lægst vöruverð í nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ var vöruúrvalið þar einnig með minna móti. 31 vara af 59 sem skoðaðar voru fengust ekki í Bónus. Í Europris var hlutfallið enn hærra þar sem 38 vörur voru ekki fáanlegar. Í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, sem var næst oftast með lægsta verðið, fengust allar þær vörutegundir sem kannaðar voru nema þrjár. 4.2.2005 00:01 Vinna að lausn blaðakonu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að stjórnvöld hafi þegar hafið undirbúning að samningaviðræðum við þá sem rænt hafi Giuliönu Sgrena, blaðakonu ítalska blaðsins Il Manifesto, í miðju viðtali nærri háskólanum í Bagdad fyrr í dag. Berlusconi vildi ekki tjá sig frekar um málið, en blaðakonan er áttundi Ítalinn sem rænt er í Írak eftir innrásina í landið. 4.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fór betur en á horfðist Fimm sluppu með minniháttar meiðsl í umferðaróhappi sem varð um áttaleytið í fyrrakvöld á Norðurlandsvegi í Skagafirði. 5.2.2005 00:01
Bílvelta á svörtum bletti Ökumaður missti stjórn á jeppabifreið sinni í hálku og endaði í hrauninu utan við þjóðveginn austan við Kirkjubæjarklaustur um miðnætti aðfaranótt föstudags 5.2.2005 00:01
Hvasst eða stormur um vesturland Gert er ráð fyrir hvassviðri eða stormi á vestanverðu landinu síðdegis og í kvöld 5.2.2005 00:01
Nýári fagnað við Kárahnjúka Í dag verður kínverska nýárinu fagnað við Kárahnjúka en miðvikudaginn 9. febrúar lýkur hinu kínverska ári apans og ár hanans hefst. 5.2.2005 00:01
Hálf milljón á Kárahnjúkum Hópur erlendra starfsmanna við Kárahnjúka á ættingja og vini sem urðu illa úti eða létust í flóðbylgjunni í löndunum við Indlandshaf í lok desember 2004. 5.2.2005 00:01
Aðalfundur Freyju ógiltur <b><font face="Helv" color="#008080"> Fylkingarnar í kvenfélaginu Freyju í Kópavogi eru báðar ánægðar með niðurstöðu laganefndar Framsóknarflokksins. Gamla stjórnin telur valdaráni afstýrt en nýju konurnar telja hann sýna að vinnubrögð þeirra hafi verið í lagi. </font></b> 5.2.2005 00:01
Enskur bolti með íslenskum texta Enski boltinn var sendur út með afar hnitmiðuðum íslenskum texta í gær. 5.2.2005 00:01
Segir valdaráni afstýrt Naumlega tókst að afstýra valdaráni þegar laganefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, hefði verið ólöglegur, að mati Unu Maríu Óskarsdóttir varaformanns. Aðalheiður Sigursveinsdóttir sem var stjórnarmaður í Freyju segir gleðilegt að nýjar aðildarkonur hafi verið hreinsaðar af áburði um vafasaman tilgang með veru sinni í félaginu. 5.2.2005 00:01
Reynt að semja um skuldalækkun Mikilvæg tímamót eða enn ein marklaus viljayfirlýsingin? Ekki eru allir á einu máli um niðurstöðu fjármálaráðherra ríkustu þjóða heims sem reyndu í dag, með litlum árangri, að komast að samkomulagi um það hvernig bjarga ætti Afríku úr fátæktargildru og lækka skuldir þriðja heims ríkja. 5.2.2005 00:01
Erlent vinnuafl notað í hagstjórn Fyrrverandi forstjóri Útlendingastofnunar segir Íslendinga ekki standa sig nógu vel í málefnum innflytjenda. Hann segir erlent vinnuafl á vissan hátt notað sem hagstjórnartæki. 5.2.2005 00:01
Spillingu mætt af hörku „Spillingu verður mætt með hörku,“ segir Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og heitir því að sækja yfirmenn í olíusöluhneykslinu til saka. Annan hefur sjálfur verið sakaður um að tengjast málinu og enn eru ekki öll kurl komin til grafar. 5.2.2005 00:01
Lítil hafmeyja í Perú Hún hefur fengið viðurnefnið litla hafmeyjan og hefur heillað landa sína í Perú upp úr skónum. Þessi litla stúlka er í þann mund að leggjast undir skurðhnífinn í aðgerð sem mun breyta lífi hennar. 5.2.2005 00:01
Bjóðast til að sýna leiki á Sýn Sjónvarpsstjóri Sýnar hefur boðið sjónvarpsstjóra Skjás eins að senda út á Sýn þá leiki í ensku knattspyrnunni sem Skjár einn sendir út án þula. 5.2.2005 00:01
Hættuástandi aflýst í Svíþjóð Íbúum í Helsingjaborg í Suður-Svíþjóð hefur verið leyft að fara út aftur en þeim var skipað að vera innandyra eftir að tíu þúsund tonn af brennisteinssýru láku úr tanki verksmiðju rétt utan við bæinn í morgun. Að sögn hins sænska Aftonbladet voru sex starfsmenn verksmiðjunnar fluttir á sjúkrahús en enginn þeirra er talinn í lífshættu. Ástæður lekans eru ókunnar. 4.2.2005 00:01
Bendir til yfirburðasigurs sjíta Bráðabirgðaniðurstöður kosninganna í Írak benda til þess að nærri þrír fjórðu hlutar kjósenda hafi kosið Bandalag sjíta, sem er undir áhrifum trúarleiðtogans Alis al-Sistanis. Flokkur Iyads Allawis, forætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar virðist hins vegar aðeins hafa fengið um átján prósent atkvæða. Ekki er búist við að endanlegar niðurstöður liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi í byrjun næstu viku. 4.2.2005 00:01
Bauðst tvisvar til að segja af sér Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bauðst tvisvar sinnum til þess að segja starfi sínu lausu í kjölfar hneykslisins í Abu Ghraib fangelsinu. Þetta sagði Rumsfeld í viðtali við Larry King á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. 4.2.2005 00:01
Yfirmanni olíuáætlunar refsað Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur farið fram á að Benon Sevan, yfirmanni olíusöluáætlunar Sameinuðu þjóðanna frá valdatíma Saddams Husseins í Írak, verði refsað. Í rannsóknarskýrslu sem birtist í gær kom fram að framkvæmd áætlunarinnar hefði verið meingölluð og að mikil spilling hefði þrifist meðal þeirra embættismanna sem unnu að málinu. 4.2.2005 00:01
Mjólkurvörur lægstar í Bónus Bónus var langoftast með lægsta verðið í verðkönnun á mjólkurvörum og ostum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í nokkrum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. 49 vörutegundir af 56 og sex sem skoðaðar voru reyndust ódýrastar í Bónus. 10-11 var oftast með hæsta vöruverðið en 43 vörutegundir voru dýrastar þar. 4.2.2005 00:01
Fleiri fljúga með lággjaldafélögum Lággjaldaflugfélög í Evrópu fluttu alls 80 milljónir farþega á síðasta ári. Þetta er nærri helmingsaukning frá árinu 2003 þegar 47 milljónir farþega í Evrópu ferðuðust með lággjaldaflugfélögum. Hlutdeild lággjaldafélaganna í öllum flugferðum í Evrópu er þar með orðin meira en fimmtungur. Sérfræðingar spá því að árið 2010 kunni hlutdeildin að vera komin upp í heil 40 prósent. 4.2.2005 00:01
Meiri snjór en undanfarin ár Snjórinn í janúarmánuði var meiri víðast hvar á landinu en verið hefur undanfarin ár samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar. Óvenju umhleypingasamt var í mánuðinum og illviðri nokkuð tíð. Síðasta vikan var hins vegar mjög hlý og leysti snjó bæði af láglendi og langt upp eftir fjöllum. 4.2.2005 00:01
Mannskætt lestarslys á Indlandi Að minnsta kosti 19 létust og og 11 særðust þegar lest var ekið á dráttarvél með vagni sem flutti gesti í brúðkaup í Kanhan 800 kílókmetra norðaustur af Bombay á Indlandi í dag. Ökumaður dráttarvélarinnar sá lestina ekki þegar hann ók yfir sporið, en lestin ýtti dráttarvélarvagninum á undan sér eina 200 metra áður en hún stöðvaðist. 4.2.2005 00:01
Innrás ekki á dagskránni í bili Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hóf í morgun fyrstu Evrópureisu sína í embætti á því að heimsækja Bretland. Rice sat fyrir stundu blaðamannafund með breska starfsbróður sínum, Jack Straw, og lýsti því yfir að Bretland væri meginstuðningsland Bandaríkjanna. Rice var spurð hvort innrás í Íran væri yfirvofandi og svaraði því á þá leið að innrás væri ekki á dagskránni, í bili að minnsta kosti. 4.2.2005 00:01
Hermönnum fækkað í Írak á næstunni Bandarískum hermönnum í Írak verður fækkað um fimmtán þúsund á næstu vikum. Þetta sagði Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á bandaríska þinginu í gær. Hins vegar yrði þeim líklega ekki fækkað meira það sem eftir lifði þessa árs. 4.2.2005 00:01
Tók stungu fyrir einstæða móður Bifhjólamaðurinn Jón Trausti Lúthersson er sagður hafa framið hetjudáð í fyrrakvöld þegar hann gekk á móti óðum hnífamanni sem ofsótti einstæða móður í Mosfellsbæ. Hann hlaut hnífsstungu nokkrum millimetrum frá hjartanu þegar Heimir Sigurðsson sat fyrir konunni sem er fyrrum sambýliskona hans.<b /> 4.2.2005 00:01
Reiðubúinn að leiða í Kópavogi Ómar Stefánsson, formaður Framsóknarfélagsins í Kópavogi, kveðst reiðubúinn að leiða flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum á næsta ári. 4.2.2005 00:01
Flugvél fórst í Afganistan Farþegaflugvél með yfir hundrað farþega fórst skammt frá Kabúl í Afganistan í nótt. Brak vélarinnar fannst nú skömmu fyrir hádegi en ekkert hafði til hennar spurst frá því í nótt. Vélin var í innanlandsflugi á leið frá Herat til Kabúl. Flugturninn á flugvellinum í Kabúl missti samband við vélina skömmu eftir að henni hafði verið gert að fresta lendingu vegna slæmra skilyrða. 4.2.2005 00:01
70 hafa skráð sig í Samfylkinguna Sjötíu manns hafa skráð sig í Samfylkinguna frá 10. janúar, þegar framkvæmdastjórn flokksins ákvað að halda landsfund þann 20. maí. Fimm hafa gengið úr Samfylkingunni á sama tíma. Kjörseðlar vegna formannskosninga verða sendir út 20. apríl. 4.2.2005 00:01
Skipverjum á Sléttbaki sagt upp Skipverjum á togaranum Sléttbaki frá Akureyri var öllum sagt upp í gærkvöldi því líkur eru á að skipið verði selt innan tíðar. 38 manns eru í áhöfn skipsins og var þeim öllum afhent uppsagnarbréf í gærkvöldi, skömmu áður en lagt var upp í túr. 4.2.2005 00:01
Lesblinda hefur áhrif á akstur Lesblinda hefur svipuð áhrif á aksturshæfileika fólks og áfengi. Ný rannsókn sýnir að viðbragðsflýtir lesblinds fólks í akstri er svipaður og þeirra sem eru fullir. 4.2.2005 00:01
Ítalskri blaðakonu rænt í Írak Ítalskri blaðakonu var rænt í Bagdad í morgun þar sem hún var í miðju viðtali á götu úti. Írakska lögreglan skýrði frá þessu nú rétt fyrir fréttir. Blaðakonan, sem vinnur á ítalska blaðinu Il Manifesto, var að taka viðtöl við fólk nærri háskólanum í borginni þegar byssumenn bar þar að og hrifsuðu hana með sér upp í bíl. 4.2.2005 00:01
Tífalt fleiri í offitumeðferð Undanfarin tvö ár hafa tífalt fleiri sóst eftir meðferð vegna offitu á Reykjalundi en gert er ráð fyrir að stofnunin geti tekið við. Til að bregðast við hefur Reykjalundur tekið við meira en helmingi fleiri en samningur við ríkið kveður á um. 4.2.2005 00:01
Leikir í enska boltanum án þula? Skjár einn ætlar að hlíta úrskurði útvarpsréttarnefndar frá því í gær og verður strax um helgina hætt að sýna leiki með enskum þulum. Verkefnastjóri enska boltans á Skjá einum segir að um helgina verði jafnvel sendir út leikir án lýsingar þula. 4.2.2005 00:01
Bretar drykkfelldastir í Evrópu Bretar kunna sér síst allra Evrópuþjóða hóf þegar áfengisdrykkja er annars vegar. Sögusögnin um menningarlega drykkju Frakka stenst hins vegar fyllilega skoðun. 4.2.2005 00:01
Könnun endurspegli ekki veruleika Aðeins átta prósent kjósenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður þingflokks framsóknarmanna segir könnunina ekki endurspegla raunveruleikann. 4.2.2005 00:01
Þriðja fálkanum sleppt í gær Kvenkyns fálka var sleppt úr Húsdýragarðinum í gær í fyrsta skipti. Þetta er þriðji fálkinn sem flýgur burt úr garðinum á undanförnum vikum. 4.2.2005 00:01
Tymosjenko næsti forsætisráðherra Þingið í Úkraínu samþykkti í dag einróma að Júlía Tymosjenko skyldi verða næsti forsætisráðherra landsins. Forseti landsins, Viktor Júsjenko, tilnefndi Tymosjenko í embættið fyrir skemmstu, en hún hefur verið nokkuð umdeild í landinu. 4.2.2005 00:01
Páfi á góðum batavegi Líðan Jóhannesar Páls páfa batnar stöðugt að sögn Vatíkansins. Talsmaður þess sagði jafnframt að Páfi væri byrjaður að borða á nýjan leik, en hann fékk slæma sýkingu í hálsi sem varð til þess að hann þurfti að fara á sjúkrahús. Ekki hefur enn verið gefið upp hvort páfi mun halda vikulegt sunnudagsávarp sitt eftir tvo daga. 4.2.2005 00:01
Styrki stöðu fjölskyldunnar Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að skipa nefnd sem hefur það verkefni að styrkja enn frekar stöðu íslensku fjölskyldunnar. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að skipun nefndarinnar komi í kjölfar áramótaávarps Halldórs Ásgrímssonar þar sem hann sagði meðal annars að samheldin fjölskylda væri kjarni hvers þjóðfélags. Formaður nefndarinnar er Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 4.2.2005 00:01
Líti á flóðbylgjuna sem viðvörun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á ráðstefnu í Indlandi í dag að líta ætti á hörmungarnar í Asíu um jólin sem viðvörun um það sem gæti gerst ef yfirborð sjávar myndi hækka. Indverskir fjölmiðlar segja Ólaf Ragnar hafa lagt línuna fyrir aðra ræðumenn á þriggja daga ráðstefnu um efnahagsmál og sjálfbæra þróun sem haldin er um helgina. 4.2.2005 00:01
Bandalag sjíta með 67% atkvæða Þegar 3,3 milljónir atkvæða hafa verið taldar eftir kosningarnar í Írak hefur bandalag sjíta hlotið 67 prósent atkvæða en flokkur Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, átján prósent. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag. 4.2.2005 00:01
Atkvæði greidd um veggjald Íbúar í Edinborg í Skotlandi munu á mánudag hefja atkvæðagreiðslu um það hvort innheimta eigi veggjald af þeim sem leggja leið sína inn í miðborgina á bíl, en slíkt fyrirkomulag er nú þegar í Lundúnum. Verði tillagan samþykkt munu ökumenn þurfa að greiða tvö pund, um 240 krónur, fyrir að aka inn í miðborgina á virkum dögum. 4.2.2005 00:01
Alcoa veitir styrk á Austurlandi Sjóður á vegum Alcoa veitti í dag Heilbrigðisstofnun Austurlands fjárstyrk að upphæð tæplega fimm milljónir króna til kaupa á fullkomnum, stafrænum myndvinnslubúnaði. Þetta er í fyrsta skipti sem Stuðningssjóður Alcoa, Alcoa Foundation, styrkir verkefni hér á landi. Íslenskt dótturfyrirtæki Alcoa, Alcoa Fjarðaál, annast milligöngu um veitingu styrkja úr sjóðnum til verkefna hérlendis. 4.2.2005 00:01
Nýjar myndir á nýjum fernum Farið er að dreifa mjólkurfernum með nýju útliti, en þær eru skreyttar með myndum tengdum íslensku máli. Það voru nemendur í 7., 8., 9., og 10. bekk sem gerðu myndirnar en textana gerði Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, með aðstoð Íslenskrar málnefndar. 4.2.2005 00:01
Lægra verð en minna vöruúrval Þó að Bónus hafi oftast verið með lægst vöruverð í nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ var vöruúrvalið þar einnig með minna móti. 31 vara af 59 sem skoðaðar voru fengust ekki í Bónus. Í Europris var hlutfallið enn hærra þar sem 38 vörur voru ekki fáanlegar. Í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, sem var næst oftast með lægsta verðið, fengust allar þær vörutegundir sem kannaðar voru nema þrjár. 4.2.2005 00:01
Vinna að lausn blaðakonu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að stjórnvöld hafi þegar hafið undirbúning að samningaviðræðum við þá sem rænt hafi Giuliönu Sgrena, blaðakonu ítalska blaðsins Il Manifesto, í miðju viðtali nærri háskólanum í Bagdad fyrr í dag. Berlusconi vildi ekki tjá sig frekar um málið, en blaðakonan er áttundi Ítalinn sem rænt er í Írak eftir innrásina í landið. 4.2.2005 00:01