Fleiri fréttir Börn handtekin í dópbæli í Vogunum Lögreglan í Reykjavík lagði hald á meint þýfi og fíkniefni í húsleit í kjallaraíbúð á Langholtsvegi um helgina. Drengur fæddur árið 1987 er skráður fyrir íbúðinni. Foreldrar hans búa erlendis. Nágrannar segja stöðugan straum af ungum krökkum hafa aukist í verkfallinu. Lögreglan hefur haft afskipti að stelpum allt niður í þrettán ára í íbúðinni. 31.10.2004 00:01 Eiginmaður svindlaði á ráðuneytinu Olíufélögin beittu dómsmálaráðuneytið ólögmætu samráði segir Samkeppnisstofnun. Sólveig Pétursdóttir var dómsmálaráðherra á þeim tíma. Kristinn Björnsson, eiginmaður Sólveigar og fyrrum forstjóri Skeljungs, tók þátt í brotunum samkvæmt Samkeppnisstofnun. Sólveig segist ekki hafa grunað eiginmann sinn um græsku. Hún viti ekkert um "meint" samráð olíufélaganna. 31.10.2004 00:01 Bílbeltin björguðu Tveir bílar ultu, svo að segja á sömu mínútunni, í umdæmi lögreglunnar á Hvolfsvelli um sjö leytið í gær. 31.10.2004 00:01 Júshtsjenko fékk flest atkvæði Stjórnarandstæðingurinn Viktor Júshtsjenko hlaut flest atkvæði allra frambjóðenda í úkraínsku forsetakosningunum samkvæmt útgönguspám. Hann náði þó ekki helmingsfylgi og því þarf að kjósa aftur á milli tveggja efstu. 31.10.2004 00:01 Arafat á batavegi Jasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, er á batavegi að sögn talsmanns hans en ekkert hefur þó verið gefið út um hvað það var sem hrjáði forsetann að öðru leyti en því að staðhæft er að hann er ekki með hvítblæði. Í gær hringdi hann í samstarfsmenn sína í Palestínu, las skeyti sem þjóðarleiðtogar sendu honum og mataðist. 31.10.2004 00:01 Íranar herða baráttuna Írönsk stjórnvöld verða að hefja auðgun úraníums á nýjan leik samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingmenn á íranska þinginu samþykktu einróma. Auðgað úraníum má nota til framleiðslu kjarnorkuvopna en Íranar segjast aðeins ætla að nota það til friðsamlegra nota. 31.10.2004 00:01 Stjórnin á hálum ís Spænska stjórnin kann að brjóta gegn stjórnarskrá landsins með því að bera stjórnarskrá Evrópusambandsins undir þjóðaratkvæði án þess að athuga fyrst hvort samþykkt hennar samræmist spænsku stjórnarskránni. Þannig hljómar viðvörun ráðgjafarnefndar sem hvetur stjórnvöld til að kanna stöðuna áður en lengra er haldið. 31.10.2004 00:01 Mikilvægustu kosningar ævinnar Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum álíta forsetakosningarnar á morgun þær mikilvægustu sem þeir hafa tekið þátt í á ævinni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir fréttastofuna ABC. 31.10.2004 00:01 Hundrað þúsund Írakar látnir Um hundrað þúsund Írakar hafa látist af völdum innrásarinnar í Írak og eftirleiks hennar samkvæmt rannsókn vísindamanna sem læknaritið Lancet greinir frá. 31.10.2004 00:01 Óánægja kraumar í kennurum "Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. 31.10.2004 00:01 Hlýnun jarðar eykst mikið Loftslagsbreytingar eru að mestu af völdum manna samkvæmt nýrri rannsókn sem 300 vísindamenn frá átta ríkjum tóku þátt í. Frá þessu greindi bandaríska dagblaðið The New York Times sem komst yfir skýrsluna sem átti ekki að birta fyrr en í næstu viku, að sögn vegna þess að bandarísk stjórnvöld vildu ekki að hún birtist fyrr en eftir kosningar. 31.10.2004 00:01 Engin laun til kennara Þótt kennarar í grunnskólum, sem verið hafa í verkfalli, mæti til vinnu sinnar þessa viku fá þeir engin laun útborguð um þessi mánaðamót. 31.10.2004 00:01 Alfreð vill enn Þórólf Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í borgarstjórn, segir fréttir um afskipti Þórólfs Árnasonar borgarstjóra af samráði olíufélaganna engu breyta í mati sínu á því að Þórólfur eigi að taka að sér að verða pólitískur leiðtogi R-listans í næstu sveitarstjórnarkosningum. 31.10.2004 00:01 Óvíst hvernig bæta á skaðann "Við vitum ekkert hvernig eða hvort á að bæta börnum upp þennan tíma sem fallið hefur úr," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands. 31.10.2004 00:01 Mikilvægustu kosningar ævinnar Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum álíta forsetakosningarnar á morgun þær mikilvægustu sem þeir hafa tekið þátt í á ævinni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir fréttastofuna ABC. 31.10.2004 00:01 Gæti vart verið jafnara Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. 31.10.2004 00:01 Annar samningur fyrir félagsdómi Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir Sólbakssamningana sem liggja nú sem gögn fyrir félagsdómi vera allt aðra en þá sem styrr stóð um í september. 31.10.2004 00:01 Viljum heim til fjölskyldna okkar "Við viljum öll fara heim til fjölskyldna okkar," sagði Angelito Nayan, sendimaður Filippseyja í Afganistan, í myndbandi sem afganskir gíslatökumenn sendu til fjölmiðla í gær. Nayan er einn þriggja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem gíslatökumenn hnepptu í gíslingu. Hinir eru Annetta Flanigan frá Norður-Írlandi og Shqipe Habibi frá Kosovo. 31.10.2004 00:01 Segja Shell vera óvin fólksins Olíurisinn Royal Dutch/Shell er óvinur nígerískrar alþýðu sögðu forystumenn verkalýðsfélaga þegar þeir boðuðu allsherjarverkfall um miðjan mánuðinn. Þeir sögðu að markmiðið nú væri að stöðva olíuútflutning. 31.10.2004 00:01 Dýrasta kosningabarátta sögunnar Stóru flokkarnir hafa slegið öll fyrri met í fjárútlátum í aðdraganda kosninganna sem fara fram á morgun. Þeir hafa þegar varið meira en fjörutíu milljörðum króna í auglýsingar einar sér og er það þrefalt hærri fjárhæð en flokkarnir notuðu til að kaupa auglýsingar í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 31.10.2004 00:01 Íslendingur kosinn forseti Andrés Jónsson, formaður ungra jafnaðarmanna, var í gær kosinn forseti Norðurlandaráðs æskunnar á þingi þess í Stokkhólmi eftir all snarpa kosningabaráttu. "Ég vildi upphaflega stuðla að því að fulltrúi frá Vestur-Norðurlöndum kæmist í stjórn, en svo fór að það var skorað á mig að gefa kost á mér til formennsku." 31.10.2004 00:01 Ekki ákveðið að afnema afsláttinn Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni á ríkisstjórnina fyrir að lýsa yfir því að sjómannaafsláttur verði til ársins 2008 í tengslum við kjarasamninga sjómanna. Hann segir ekki hægt að bera þetta saman við afskiptaleysi ríkisins af kennaradeilunni. 31.10.2004 00:01 Ísland í hlutverki áheyrnarfulltrú Norðurlandaþjóðirnar í Evrópusambandinu og Eystrasaltsríkin funduðu sérstaklega í tengslum við Norðurlandaráðsþingið í Stokkhólmi. "Kysum að þetta væri ekki svona," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ísland lýkur forystu í Norðurlandasamstarfi á þinginu sem hefst í dag. 31.10.2004 00:01 Samningur í dag Tímamótasamningur verður undirritaður hjá ríkissáttasemjara í dag þegar sjómenn og útvegsmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem þessir aðilar komast að samkomulagi um kaup og kjör, án þess að grípa verði til lagasetningar stjórnvalda. 30.10.2004 00:01 Rifist um Osama? Myndband með Osama bin Laden, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkaárásum, hefur valdið uppnámi í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. John Kerry sakaði George Bush um að eiga sök á því að bin Laden gengur enn laus, þar sem hann hafi falið afgönskum hermönnum að hafa uppi á honum. 30.10.2004 00:01 Náðust eftir stuld á skjávörpum Tveir innbrotsþjófar, sem brutust inn í raftækjaverslun í austurborg Reykjavíkur í nótt, náðust á flótta eftir að bíll sem þeir óku hafnaði í húsagarði í Fossvogi. Til þeirra sást á innbrotsstað en þar tókst þeim að stela sjö skjávörpum áður en þeir flúðu af vettvangi. Lögreglan hélt í humátt á eftir flóttabílnum en eftirförinni lauk eftir skamma stund. 30.10.2004 00:01 Sjö handteknir fyrir fíkniefnahald Lögreglan í Reykjavík gerði áhlaup í gærkvöldi inn í hús við Langholtsveg sem grunur lék á að væri það sem kallað er fíkniefnagreni. Sá grunur reyndist á rökum reistur því í húsinu fundust bæði fíkniefni og nokkuð af hlutum sem taldir eru þýfi. Sjö manns voru handteknir í húsinu og verða þeir yfirheyrðir í dag. 30.10.2004 00:01 Danir gegn veggjakroti Dönsku ríkisjarnbrautirnar eru að opna nýja þjónustumiðstöð, meðal annars til þess að reyna að hafa við veggjakroturum, sem virðast hafa sérstakt dálæti á járnbrautarvögnum. Að meðaltali ná starfsmenn járnbrautanna að hreinsa 455 vagna af veggjakroti á mánuði, en það dugar ekki til. 30.10.2004 00:01 Myrtir verði Talibönum ekki sleppt Hópur afganskra öfgamanna, sem segist halda þrem starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í gíslingu, segja að þeir séu heilir á húfi, en verði myrtir ef öllum Talibönum sem sitja í fangelsi, verði ekki sleppt. Mannræningjarnir kalla sig Her múslima, og þeir gáfu fréttamanni Reuter fréttastofunnar upp númer sem þeir sögðu vera af starfsmannakortum tveggja gíslanna. 30.10.2004 00:01 Hlaup hafið í Skeiðará Hlaup er hafið í Skeiðará. Búist er við að það nái hámarki á næstu tveimur sólarhringum og verði stærra en hlaupin sem komið hafa á undanförnum árum. Fyrstu merki um að hlaupið sáust á jarðskjálftamælum í gær sem sýndu óróa við Grímsvötn í Vatnajökli en þaðan kemur hlaupvatnið. 30.10.2004 00:01 Osama setur strik í reikninginn Öryggismál eru aftur komin efst á listann, í Bandarísku forsetakosningunum, eftir að birt var myndband með Osama bin Laden, þar sem hann hótar fleiri árásum á Bandaríkin. Myndbandið með Osama bin Laden, hefur valdið uppnámi í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 30.10.2004 00:01 Ísraelar afskrifa Arafat Ísraelar hafa afskrifað Arafat sem leiðtoga Palestínumanna, vegna veikinda hans. Arafat segir hinsvegar að ef Guð leyfi, muni hann snúa aftur. Þótt ekki sé enn vitað hvaða sjúkdómur hrjáir Yasser Arafat, er ljóst að hann er fárveikur. 30.10.2004 00:01 Tveir slösuðust í Eyjafirði Tveir menn slösuðust þegar fólksbíll og malarflutningabíll rákust saman í Eyjafirði síðdegis í gær. Áreksturinn varð á Moldhaugahálsi við Dalvíkur-afleggjara norðan Akureyrar. Tveir sjúkrabílar vorus sendir á staðinn auk tækjabíls slökkviliðsins á Akureyri en beita þurfti klippum til að ná manni sem var fastur í flaki fólksbílsins. 30.10.2004 00:01 Nýr framkvæmdastjóri Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Tæknivals, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugfélagsins Iceland Express. Almar, sem er 31 árs lögfræðingur að mennt, tekur við af Sigurði I. Halldórssyni, fyrrum stjórnarformanni Iceland Express, sem gegnt hefur tímabundið starfi framkvæmdastjóra félagsins. 30.10.2004 00:01 Buttigglione hættur við Ítalski stjórnmálamaðurinn Rocco Buttiglione hefur lýst því yfir að hann sé hættur við að gefa kost á sér sem ráðherra dóms- og öryggismála hjá Evrópusambandinu. Buttiglione er kaþólikki og mikill trúmaður. Hann olli miklu uppnámi þegar hann lýsti því yfir að samkvæmt hans trúarbrögðum væri samkynhneigð synd. 30.10.2004 00:01 Slapp ómeiddur er kviknaði í Ökumaður á leið frá Suðureyri slapp ómeiddur þegar eldur kviknaði í bíl hans við bæinn Botn í Súgandafirði um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Bílinn var að nálgast munn Vestfjarðaganga þegar eldurinn kom upp í vélarrými. Ökumaður var einn í bílnum og tókst honum að forða sér. Slökkvilið og lögregla kæfðu eldinn en bíllinn er hins vegar talinn ónýtur. 30.10.2004 00:01 Bíll út af í Önundarfirði Tveir útlendingar meiddust lítillega í Önundafirði í nótt þegar þeir misstu bíl sinn út af. Slysið var tilkynnt lögreglu á Ísafirði laust fyrir klukkan eitt. Það varð á Flateyrarvegi á móts við Breiðadal. 30.10.2004 00:01 Boðaði forstjóra á fundi Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sem var markaðsstjóri Olíufélagsins ESSO, á þeim tíma sem olíufélögin stunduðu ólögmætt samráð, tók meðal annars þátt í að boða forstjóra félaganna á fund, þar sem rætt var um sameiginlega stefnu í útboðsmálum. Hann segist hins vegar ekki hafa haft vitneskju um náið samstarf forstjóranna. 30.10.2004 00:01 Innrás í Fallujah? Her Bandaríkjamanna og þjóðvarnarlið Íraka undirbúa nú meiriháttar árásir á borgina Fallujah, þar sem mikil óöld ríkir. Yfir 5 þúsund hermenn eru í viðbragðsstöðu, en ákvörðun um að láta til skarar skríða er í höndum forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar, Iyad Allawi. 30.10.2004 00:01 Ólíklegt að mannvirki skemmist Hlaup er hafið í Skeiðará. Búist er við að það nái hámarki á næstu tveimur sólarhringum og verði stærra en hlaupin sem komið hafa á undanförnum árum. Fyrstu merki um að hlaupið sáust í gær á jarðskjálftamælum sem sýndu óróa við Grímsvötn í Vatnajökli en þaðan kemur hlaupvatnið. 30.10.2004 00:01 Tímamótasamningur Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að góðir samningar hafi náðst við útvegsmenn sem tryggi sjómönnum verulegar kjarabætur. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem sjómenn og útvegsmenn komast að samkomulagi um kaup og kjör, án afskipta stjórnvalda. 30.10.2004 00:01 Arafat líklega búinn að vera Nánir samstarfsmenn Jassers Arafats segja að tíð hans sem leiðtoga Palestínumanna sé lokið vegna veikindanna sem nú hrjá hann. Fréttastofa CNN-sjónvarpsstöðvarinnar hefur það eftir hátt settum embættismönnum í Palestínu að Arafat sé ekki lengur andlega heill og sé því ekki í ástandi til þess að taka mikilvægar ákvarðanir. 30.10.2004 00:01 Sjö létust Hið minnsta sjö létust og sextán slösuðust í sprengjuárás á skrifstofur Al-Arabiya sjónvarpstöðvarinnar í miðborg Baghdad fyrir stundu. Sprengingin átti sér stað rétt utan við skrifstofur sjónvarpsstöðvarinnar og skemmdi þær verulega. Flestir þeirra sem fyrir árásinni urðu voru tæknimenn og bílstjórar sjónvarpsstöðvarinnar. 30.10.2004 00:01 Verkföll stór og smá Þrjátíu og níu daga kennaraverkfalli er lokið og hjól samfélagsins snúast með eðlilegum hætti á ný á mánudag. Á síðustu hálfu öld hafa margar langvinnar vinnudeilur verið háðar og einstaka verkföll staðið í hundrað daga eða þaðan af meira. </font /></b /> 30.10.2004 00:01 Átta hermenn létust Átta bandarískir hermenn létust og níu slösuðust í bardögum í vesturhluta Baghdad í dag. Þar með hafa 858 hermenn Bandaríkjahers látið lífið í átökum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í fyrra. Þrjú hundruð til viðbótar hafa látist af öðrum orsökum og alls hafa því yfir 1100 bandarískir hermenn látist í Írak á tæpu einu og hálfu ári. 30.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Börn handtekin í dópbæli í Vogunum Lögreglan í Reykjavík lagði hald á meint þýfi og fíkniefni í húsleit í kjallaraíbúð á Langholtsvegi um helgina. Drengur fæddur árið 1987 er skráður fyrir íbúðinni. Foreldrar hans búa erlendis. Nágrannar segja stöðugan straum af ungum krökkum hafa aukist í verkfallinu. Lögreglan hefur haft afskipti að stelpum allt niður í þrettán ára í íbúðinni. 31.10.2004 00:01
Eiginmaður svindlaði á ráðuneytinu Olíufélögin beittu dómsmálaráðuneytið ólögmætu samráði segir Samkeppnisstofnun. Sólveig Pétursdóttir var dómsmálaráðherra á þeim tíma. Kristinn Björnsson, eiginmaður Sólveigar og fyrrum forstjóri Skeljungs, tók þátt í brotunum samkvæmt Samkeppnisstofnun. Sólveig segist ekki hafa grunað eiginmann sinn um græsku. Hún viti ekkert um "meint" samráð olíufélaganna. 31.10.2004 00:01
Bílbeltin björguðu Tveir bílar ultu, svo að segja á sömu mínútunni, í umdæmi lögreglunnar á Hvolfsvelli um sjö leytið í gær. 31.10.2004 00:01
Júshtsjenko fékk flest atkvæði Stjórnarandstæðingurinn Viktor Júshtsjenko hlaut flest atkvæði allra frambjóðenda í úkraínsku forsetakosningunum samkvæmt útgönguspám. Hann náði þó ekki helmingsfylgi og því þarf að kjósa aftur á milli tveggja efstu. 31.10.2004 00:01
Arafat á batavegi Jasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, er á batavegi að sögn talsmanns hans en ekkert hefur þó verið gefið út um hvað það var sem hrjáði forsetann að öðru leyti en því að staðhæft er að hann er ekki með hvítblæði. Í gær hringdi hann í samstarfsmenn sína í Palestínu, las skeyti sem þjóðarleiðtogar sendu honum og mataðist. 31.10.2004 00:01
Íranar herða baráttuna Írönsk stjórnvöld verða að hefja auðgun úraníums á nýjan leik samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingmenn á íranska þinginu samþykktu einróma. Auðgað úraníum má nota til framleiðslu kjarnorkuvopna en Íranar segjast aðeins ætla að nota það til friðsamlegra nota. 31.10.2004 00:01
Stjórnin á hálum ís Spænska stjórnin kann að brjóta gegn stjórnarskrá landsins með því að bera stjórnarskrá Evrópusambandsins undir þjóðaratkvæði án þess að athuga fyrst hvort samþykkt hennar samræmist spænsku stjórnarskránni. Þannig hljómar viðvörun ráðgjafarnefndar sem hvetur stjórnvöld til að kanna stöðuna áður en lengra er haldið. 31.10.2004 00:01
Mikilvægustu kosningar ævinnar Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum álíta forsetakosningarnar á morgun þær mikilvægustu sem þeir hafa tekið þátt í á ævinni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir fréttastofuna ABC. 31.10.2004 00:01
Hundrað þúsund Írakar látnir Um hundrað þúsund Írakar hafa látist af völdum innrásarinnar í Írak og eftirleiks hennar samkvæmt rannsókn vísindamanna sem læknaritið Lancet greinir frá. 31.10.2004 00:01
Óánægja kraumar í kennurum "Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. 31.10.2004 00:01
Hlýnun jarðar eykst mikið Loftslagsbreytingar eru að mestu af völdum manna samkvæmt nýrri rannsókn sem 300 vísindamenn frá átta ríkjum tóku þátt í. Frá þessu greindi bandaríska dagblaðið The New York Times sem komst yfir skýrsluna sem átti ekki að birta fyrr en í næstu viku, að sögn vegna þess að bandarísk stjórnvöld vildu ekki að hún birtist fyrr en eftir kosningar. 31.10.2004 00:01
Engin laun til kennara Þótt kennarar í grunnskólum, sem verið hafa í verkfalli, mæti til vinnu sinnar þessa viku fá þeir engin laun útborguð um þessi mánaðamót. 31.10.2004 00:01
Alfreð vill enn Þórólf Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í borgarstjórn, segir fréttir um afskipti Þórólfs Árnasonar borgarstjóra af samráði olíufélaganna engu breyta í mati sínu á því að Þórólfur eigi að taka að sér að verða pólitískur leiðtogi R-listans í næstu sveitarstjórnarkosningum. 31.10.2004 00:01
Óvíst hvernig bæta á skaðann "Við vitum ekkert hvernig eða hvort á að bæta börnum upp þennan tíma sem fallið hefur úr," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands. 31.10.2004 00:01
Mikilvægustu kosningar ævinnar Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum álíta forsetakosningarnar á morgun þær mikilvægustu sem þeir hafa tekið þátt í á ævinni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir fréttastofuna ABC. 31.10.2004 00:01
Gæti vart verið jafnara Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. 31.10.2004 00:01
Annar samningur fyrir félagsdómi Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir Sólbakssamningana sem liggja nú sem gögn fyrir félagsdómi vera allt aðra en þá sem styrr stóð um í september. 31.10.2004 00:01
Viljum heim til fjölskyldna okkar "Við viljum öll fara heim til fjölskyldna okkar," sagði Angelito Nayan, sendimaður Filippseyja í Afganistan, í myndbandi sem afganskir gíslatökumenn sendu til fjölmiðla í gær. Nayan er einn þriggja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem gíslatökumenn hnepptu í gíslingu. Hinir eru Annetta Flanigan frá Norður-Írlandi og Shqipe Habibi frá Kosovo. 31.10.2004 00:01
Segja Shell vera óvin fólksins Olíurisinn Royal Dutch/Shell er óvinur nígerískrar alþýðu sögðu forystumenn verkalýðsfélaga þegar þeir boðuðu allsherjarverkfall um miðjan mánuðinn. Þeir sögðu að markmiðið nú væri að stöðva olíuútflutning. 31.10.2004 00:01
Dýrasta kosningabarátta sögunnar Stóru flokkarnir hafa slegið öll fyrri met í fjárútlátum í aðdraganda kosninganna sem fara fram á morgun. Þeir hafa þegar varið meira en fjörutíu milljörðum króna í auglýsingar einar sér og er það þrefalt hærri fjárhæð en flokkarnir notuðu til að kaupa auglýsingar í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 31.10.2004 00:01
Íslendingur kosinn forseti Andrés Jónsson, formaður ungra jafnaðarmanna, var í gær kosinn forseti Norðurlandaráðs æskunnar á þingi þess í Stokkhólmi eftir all snarpa kosningabaráttu. "Ég vildi upphaflega stuðla að því að fulltrúi frá Vestur-Norðurlöndum kæmist í stjórn, en svo fór að það var skorað á mig að gefa kost á mér til formennsku." 31.10.2004 00:01
Ekki ákveðið að afnema afsláttinn Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni á ríkisstjórnina fyrir að lýsa yfir því að sjómannaafsláttur verði til ársins 2008 í tengslum við kjarasamninga sjómanna. Hann segir ekki hægt að bera þetta saman við afskiptaleysi ríkisins af kennaradeilunni. 31.10.2004 00:01
Ísland í hlutverki áheyrnarfulltrú Norðurlandaþjóðirnar í Evrópusambandinu og Eystrasaltsríkin funduðu sérstaklega í tengslum við Norðurlandaráðsþingið í Stokkhólmi. "Kysum að þetta væri ekki svona," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ísland lýkur forystu í Norðurlandasamstarfi á þinginu sem hefst í dag. 31.10.2004 00:01
Samningur í dag Tímamótasamningur verður undirritaður hjá ríkissáttasemjara í dag þegar sjómenn og útvegsmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem þessir aðilar komast að samkomulagi um kaup og kjör, án þess að grípa verði til lagasetningar stjórnvalda. 30.10.2004 00:01
Rifist um Osama? Myndband með Osama bin Laden, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkaárásum, hefur valdið uppnámi í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. John Kerry sakaði George Bush um að eiga sök á því að bin Laden gengur enn laus, þar sem hann hafi falið afgönskum hermönnum að hafa uppi á honum. 30.10.2004 00:01
Náðust eftir stuld á skjávörpum Tveir innbrotsþjófar, sem brutust inn í raftækjaverslun í austurborg Reykjavíkur í nótt, náðust á flótta eftir að bíll sem þeir óku hafnaði í húsagarði í Fossvogi. Til þeirra sást á innbrotsstað en þar tókst þeim að stela sjö skjávörpum áður en þeir flúðu af vettvangi. Lögreglan hélt í humátt á eftir flóttabílnum en eftirförinni lauk eftir skamma stund. 30.10.2004 00:01
Sjö handteknir fyrir fíkniefnahald Lögreglan í Reykjavík gerði áhlaup í gærkvöldi inn í hús við Langholtsveg sem grunur lék á að væri það sem kallað er fíkniefnagreni. Sá grunur reyndist á rökum reistur því í húsinu fundust bæði fíkniefni og nokkuð af hlutum sem taldir eru þýfi. Sjö manns voru handteknir í húsinu og verða þeir yfirheyrðir í dag. 30.10.2004 00:01
Danir gegn veggjakroti Dönsku ríkisjarnbrautirnar eru að opna nýja þjónustumiðstöð, meðal annars til þess að reyna að hafa við veggjakroturum, sem virðast hafa sérstakt dálæti á járnbrautarvögnum. Að meðaltali ná starfsmenn járnbrautanna að hreinsa 455 vagna af veggjakroti á mánuði, en það dugar ekki til. 30.10.2004 00:01
Myrtir verði Talibönum ekki sleppt Hópur afganskra öfgamanna, sem segist halda þrem starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í gíslingu, segja að þeir séu heilir á húfi, en verði myrtir ef öllum Talibönum sem sitja í fangelsi, verði ekki sleppt. Mannræningjarnir kalla sig Her múslima, og þeir gáfu fréttamanni Reuter fréttastofunnar upp númer sem þeir sögðu vera af starfsmannakortum tveggja gíslanna. 30.10.2004 00:01
Hlaup hafið í Skeiðará Hlaup er hafið í Skeiðará. Búist er við að það nái hámarki á næstu tveimur sólarhringum og verði stærra en hlaupin sem komið hafa á undanförnum árum. Fyrstu merki um að hlaupið sáust á jarðskjálftamælum í gær sem sýndu óróa við Grímsvötn í Vatnajökli en þaðan kemur hlaupvatnið. 30.10.2004 00:01
Osama setur strik í reikninginn Öryggismál eru aftur komin efst á listann, í Bandarísku forsetakosningunum, eftir að birt var myndband með Osama bin Laden, þar sem hann hótar fleiri árásum á Bandaríkin. Myndbandið með Osama bin Laden, hefur valdið uppnámi í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 30.10.2004 00:01
Ísraelar afskrifa Arafat Ísraelar hafa afskrifað Arafat sem leiðtoga Palestínumanna, vegna veikinda hans. Arafat segir hinsvegar að ef Guð leyfi, muni hann snúa aftur. Þótt ekki sé enn vitað hvaða sjúkdómur hrjáir Yasser Arafat, er ljóst að hann er fárveikur. 30.10.2004 00:01
Tveir slösuðust í Eyjafirði Tveir menn slösuðust þegar fólksbíll og malarflutningabíll rákust saman í Eyjafirði síðdegis í gær. Áreksturinn varð á Moldhaugahálsi við Dalvíkur-afleggjara norðan Akureyrar. Tveir sjúkrabílar vorus sendir á staðinn auk tækjabíls slökkviliðsins á Akureyri en beita þurfti klippum til að ná manni sem var fastur í flaki fólksbílsins. 30.10.2004 00:01
Nýr framkvæmdastjóri Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Tæknivals, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugfélagsins Iceland Express. Almar, sem er 31 árs lögfræðingur að mennt, tekur við af Sigurði I. Halldórssyni, fyrrum stjórnarformanni Iceland Express, sem gegnt hefur tímabundið starfi framkvæmdastjóra félagsins. 30.10.2004 00:01
Buttigglione hættur við Ítalski stjórnmálamaðurinn Rocco Buttiglione hefur lýst því yfir að hann sé hættur við að gefa kost á sér sem ráðherra dóms- og öryggismála hjá Evrópusambandinu. Buttiglione er kaþólikki og mikill trúmaður. Hann olli miklu uppnámi þegar hann lýsti því yfir að samkvæmt hans trúarbrögðum væri samkynhneigð synd. 30.10.2004 00:01
Slapp ómeiddur er kviknaði í Ökumaður á leið frá Suðureyri slapp ómeiddur þegar eldur kviknaði í bíl hans við bæinn Botn í Súgandafirði um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Bílinn var að nálgast munn Vestfjarðaganga þegar eldurinn kom upp í vélarrými. Ökumaður var einn í bílnum og tókst honum að forða sér. Slökkvilið og lögregla kæfðu eldinn en bíllinn er hins vegar talinn ónýtur. 30.10.2004 00:01
Bíll út af í Önundarfirði Tveir útlendingar meiddust lítillega í Önundafirði í nótt þegar þeir misstu bíl sinn út af. Slysið var tilkynnt lögreglu á Ísafirði laust fyrir klukkan eitt. Það varð á Flateyrarvegi á móts við Breiðadal. 30.10.2004 00:01
Boðaði forstjóra á fundi Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sem var markaðsstjóri Olíufélagsins ESSO, á þeim tíma sem olíufélögin stunduðu ólögmætt samráð, tók meðal annars þátt í að boða forstjóra félaganna á fund, þar sem rætt var um sameiginlega stefnu í útboðsmálum. Hann segist hins vegar ekki hafa haft vitneskju um náið samstarf forstjóranna. 30.10.2004 00:01
Innrás í Fallujah? Her Bandaríkjamanna og þjóðvarnarlið Íraka undirbúa nú meiriháttar árásir á borgina Fallujah, þar sem mikil óöld ríkir. Yfir 5 þúsund hermenn eru í viðbragðsstöðu, en ákvörðun um að láta til skarar skríða er í höndum forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar, Iyad Allawi. 30.10.2004 00:01
Ólíklegt að mannvirki skemmist Hlaup er hafið í Skeiðará. Búist er við að það nái hámarki á næstu tveimur sólarhringum og verði stærra en hlaupin sem komið hafa á undanförnum árum. Fyrstu merki um að hlaupið sáust í gær á jarðskjálftamælum sem sýndu óróa við Grímsvötn í Vatnajökli en þaðan kemur hlaupvatnið. 30.10.2004 00:01
Tímamótasamningur Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að góðir samningar hafi náðst við útvegsmenn sem tryggi sjómönnum verulegar kjarabætur. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem sjómenn og útvegsmenn komast að samkomulagi um kaup og kjör, án afskipta stjórnvalda. 30.10.2004 00:01
Arafat líklega búinn að vera Nánir samstarfsmenn Jassers Arafats segja að tíð hans sem leiðtoga Palestínumanna sé lokið vegna veikindanna sem nú hrjá hann. Fréttastofa CNN-sjónvarpsstöðvarinnar hefur það eftir hátt settum embættismönnum í Palestínu að Arafat sé ekki lengur andlega heill og sé því ekki í ástandi til þess að taka mikilvægar ákvarðanir. 30.10.2004 00:01
Sjö létust Hið minnsta sjö létust og sextán slösuðust í sprengjuárás á skrifstofur Al-Arabiya sjónvarpstöðvarinnar í miðborg Baghdad fyrir stundu. Sprengingin átti sér stað rétt utan við skrifstofur sjónvarpsstöðvarinnar og skemmdi þær verulega. Flestir þeirra sem fyrir árásinni urðu voru tæknimenn og bílstjórar sjónvarpsstöðvarinnar. 30.10.2004 00:01
Verkföll stór og smá Þrjátíu og níu daga kennaraverkfalli er lokið og hjól samfélagsins snúast með eðlilegum hætti á ný á mánudag. Á síðustu hálfu öld hafa margar langvinnar vinnudeilur verið háðar og einstaka verkföll staðið í hundrað daga eða þaðan af meira. </font /></b /> 30.10.2004 00:01
Átta hermenn létust Átta bandarískir hermenn létust og níu slösuðust í bardögum í vesturhluta Baghdad í dag. Þar með hafa 858 hermenn Bandaríkjahers látið lífið í átökum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í fyrra. Þrjú hundruð til viðbótar hafa látist af öðrum orsökum og alls hafa því yfir 1100 bandarískir hermenn látist í Írak á tæpu einu og hálfu ári. 30.10.2004 00:01