Verkföll stór og smá 30. október 2004 00:01 Ótal vinnustöðvanir hafa orðið á síðustu 50 árum en mislangar eins og gengur og áhrif þeirra mismikil á samfélagið í heild. Þegar litið er yfir verkfallssögu þessa árabils má sjá að langvinnar deilur hafa tíðum geisað og 39 daga kennaraverkfall getur jafnvel virst stutt í samanburðinum. Lengsta verkfall síðustu fimmtíu ára er vinnustöðvun togarasjómanna árið 1962 en þeir voru frá vinnu í heila 130 daga. Verkfallið hófst 10. mars og lauk 18. júlí og meðan barst vitaskuld lítill afli á land og áhrifin í vinnsluhúsunum því gríðarleg. Árið áður voru verkfræðingar í 112 daga verkfalli, frá miðju sumri og langt fram á vetur. Fast á hæla þeirra fylgja svo bakarasveinar sem árið 1957 sátu heima og bökuðu ekki fyrir aðra en sjálfa sig í 101 dag. Eftir því sem næst verður komist eru þetta lengstu verkföll síðustu fimmtíu ára. Í kjölfarið sigla svo styttri en ekki endilega áhrifaminni verkföll. Þjónar áttu í harðvítugri kjarabaráttu veturinn 1973 til 1974 og voru frá vinnu í 61 dag. Skipasmiðir í Reykjavík fóru í 53 daga verkfall 1963 og yfirmenn á togurum voru 49 daga frá vinnu árið 1971. Heilbrigðisstéttir hafa beitt ýmsum ráðum til að knýja á um betri kjör og marg sinnis farið í verkfall. Meinatæknar hafa verið hvað lengst í verkfalli af þessum stéttum en árið 1994 stóð vinnustöðvun þeirra í 47 daga. Prentarar voru í 46 daga verkfalli árið 1974 en verkfall yfirmanna á kaupskiptaflotanum árið 1957 varði degi skemur. Allur gangur er á hvort verkföll eru skráð í sögubækur eða lifa í minni almennings. Ráða þar bæði lengd og áhrif. Eitt sögufrægasta verkfall síðustu aldar hefur verið nefnt Verkfall aldarinnar og það ekki að ástæðulausu. Félagsmenn í verkalýðsfélögunum í Reykjavík og Hafnarfirði lögðu þá niður vinnu í mars 1955 og hófu ekki störf á ný fyrr en að sex vikum liðnum. Þeir sátu þó ekki auðum höndum á meðan því verkfallsvarsla var með því umfangsmesta sem sést hefur, vaktin var staðin þar sem hugsanlegt var að brot yrðu framin og hart tekið á öllu sem gekk gegn hagsmunum verkfallsmanna. Guðmundur jaki var formaður Dagsbrúnar á þessum árum og gekk hart fram í baráttunni. Fyrir utan kauphækkanir liðkuðu fjölgun orlofsdaga og stofnun atvinnuleysistryggingakerfis fyrir samningagerð. BSRB verkfallið 1984 og verkfall bókagerðarmanna sama haust verða lengi í minnum höfð, sem og kennaraverkföllin 1995 og 2000. Margir muna hið sex vikna BHM verkfall 1989, 30 daga verkfall lyfjafræðinga 1967 sem raunar lauk með lagasetningu, tólf daga verkfall 66 verkalýðsfélaga árið 1968 og jafn langt ASÍ verkfall 1976. Þá eru mislöng verkföll sjómanna og heilbrigðisstétta í gegnum tíðina mörgum í fersku minni. Óhætt er hins vegar að fullyrða að færri muni eftir verkföllum hárgreiðslufólks árið 1972 og verkföllum veggfóðrara og bankamanna árið 1980. Jafn óhætt er að fullyrða að verkfall grunnskólakennara árið 2004 verði í minnum haft næstu ár og áratugi. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Ótal vinnustöðvanir hafa orðið á síðustu 50 árum en mislangar eins og gengur og áhrif þeirra mismikil á samfélagið í heild. Þegar litið er yfir verkfallssögu þessa árabils má sjá að langvinnar deilur hafa tíðum geisað og 39 daga kennaraverkfall getur jafnvel virst stutt í samanburðinum. Lengsta verkfall síðustu fimmtíu ára er vinnustöðvun togarasjómanna árið 1962 en þeir voru frá vinnu í heila 130 daga. Verkfallið hófst 10. mars og lauk 18. júlí og meðan barst vitaskuld lítill afli á land og áhrifin í vinnsluhúsunum því gríðarleg. Árið áður voru verkfræðingar í 112 daga verkfalli, frá miðju sumri og langt fram á vetur. Fast á hæla þeirra fylgja svo bakarasveinar sem árið 1957 sátu heima og bökuðu ekki fyrir aðra en sjálfa sig í 101 dag. Eftir því sem næst verður komist eru þetta lengstu verkföll síðustu fimmtíu ára. Í kjölfarið sigla svo styttri en ekki endilega áhrifaminni verkföll. Þjónar áttu í harðvítugri kjarabaráttu veturinn 1973 til 1974 og voru frá vinnu í 61 dag. Skipasmiðir í Reykjavík fóru í 53 daga verkfall 1963 og yfirmenn á togurum voru 49 daga frá vinnu árið 1971. Heilbrigðisstéttir hafa beitt ýmsum ráðum til að knýja á um betri kjör og marg sinnis farið í verkfall. Meinatæknar hafa verið hvað lengst í verkfalli af þessum stéttum en árið 1994 stóð vinnustöðvun þeirra í 47 daga. Prentarar voru í 46 daga verkfalli árið 1974 en verkfall yfirmanna á kaupskiptaflotanum árið 1957 varði degi skemur. Allur gangur er á hvort verkföll eru skráð í sögubækur eða lifa í minni almennings. Ráða þar bæði lengd og áhrif. Eitt sögufrægasta verkfall síðustu aldar hefur verið nefnt Verkfall aldarinnar og það ekki að ástæðulausu. Félagsmenn í verkalýðsfélögunum í Reykjavík og Hafnarfirði lögðu þá niður vinnu í mars 1955 og hófu ekki störf á ný fyrr en að sex vikum liðnum. Þeir sátu þó ekki auðum höndum á meðan því verkfallsvarsla var með því umfangsmesta sem sést hefur, vaktin var staðin þar sem hugsanlegt var að brot yrðu framin og hart tekið á öllu sem gekk gegn hagsmunum verkfallsmanna. Guðmundur jaki var formaður Dagsbrúnar á þessum árum og gekk hart fram í baráttunni. Fyrir utan kauphækkanir liðkuðu fjölgun orlofsdaga og stofnun atvinnuleysistryggingakerfis fyrir samningagerð. BSRB verkfallið 1984 og verkfall bókagerðarmanna sama haust verða lengi í minnum höfð, sem og kennaraverkföllin 1995 og 2000. Margir muna hið sex vikna BHM verkfall 1989, 30 daga verkfall lyfjafræðinga 1967 sem raunar lauk með lagasetningu, tólf daga verkfall 66 verkalýðsfélaga árið 1968 og jafn langt ASÍ verkfall 1976. Þá eru mislöng verkföll sjómanna og heilbrigðisstétta í gegnum tíðina mörgum í fersku minni. Óhætt er hins vegar að fullyrða að færri muni eftir verkföllum hárgreiðslufólks árið 1972 og verkföllum veggfóðrara og bankamanna árið 1980. Jafn óhætt er að fullyrða að verkfall grunnskólakennara árið 2004 verði í minnum haft næstu ár og áratugi.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira