Innlent

Ekki ákveðið að afnema afsláttinn

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni á ríkisstjórnina fyrir að lýsa yfir því að sjómannaafsláttur verði til ársins 2008 í tengslum við kjarasamninga sjómanna. Hann segir ekki hægt að bera þetta saman við afskiptaleysi ríkisins af kennaradeilunni. "Það hafði aldrei verið ákveðið að afnema sjómannaafsláttinn. Það var aðeins talað um endurskoðun hans. Það er eðlilegt í þessu sambandi að menn viti hvað stjórnvöld hafi í hyggju." Halldór segir að í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins komi fram að endurmeta eigi afsláttinn en ekki afnema. "Við höfum viljað þrengja skilyrði fyrir honum, þannig að þeir sjómenn sem hafi sjómennsku að aðalstarfi njóti hans." Halldór sagði að vissulega hefði frumvarp um afnám sjómannaafsláttar verið lagt fram. "Það var aðeins lagt fram til kynningar. Ég tel eðlilegt að sjómenn hafi fengið ákveðin svör um þetta mál í tengslum við samningana."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×