Erlent

Júshtsjenko fékk flest atkvæði

Stjórnarandstæðingurinn Viktor Júshtsjenko hlaut flest atkvæði allra frambjóðenda í úkraínsku forsetakosningunum samkvæmt útgönguspám. Hann náði þó ekki helmingsfylgi og því þarf að kjósa aftur á milli tveggja efstu. Júshtsjenko fékk 45 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspánni, Viktor Janúkovítsj forsætisráðherra fékk 37 prósent en aðrir minna. Alls voru 24 einstaklingar í framboði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×