Innlent

Nýr framkvæmdastjóri

Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Tæknivals, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugfélagsins Iceland Express. Almar, sem er 31 árs lögfræðingur að mennt, tekur við af Sigurði I. Halldórssyni, fyrrum stjórnarformanni Iceland Express, sem gegnt hefur tímabundið starfi framkvæmdastjóra félagsins. Iceland Express hóf áætlunarflug fyrir einu og hálfu ári og flýgur nú tvisvar á dag til London og Kaupmannahafnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×