Erlent

Stjórnin á hálum ís

Spænska stjórnin kann að brjóta gegn stjórnarskrá landsins með því að bera stjórnarskrá Evrópusambandsins undir þjóðaratkvæði án þess að athuga fyrst hvort samþykkt hennar samræmist spænsku stjórnarskránni. Þannig hljómar viðvörun ráðgjafarnefndar sem hvetur stjórnvöld til að kanna stöðuna áður en lengra er haldið. Ef samþykkt stjórnarskrár ESB brýtur gegn spænsku stjórnarskránni þarf væntanlega að breyta þeirri spænsku. Sé um lítils háttar breytingar að ræða þarf 60 prósent atkvæða í báðum deildum þingsins en ef breytingarnar eru meiriháttar þarf tvo þriðju hluta atkvæða í báðum deildum, nýjar kosningar og staðfestingu nýs þings.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×