Erlent

Arafat á batavegi

Jasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, er á batavegi að sögn talsmanns hans en ekkert hefur þó verið gefið út um hvað það var sem hrjáði forsetann að öðru leyti en því að staðhæft er að hann er ekki með hvítblæði. Í gær hringdi hann í samstarfsmenn sína í Palestínu, las skeyti sem þjóðarleiðtogar sendu honum og mataðist. Arafat hefur farið mikið fram eftir að hann var fluttur til Parísar til aðhlynningar. "Honum líður miklu, miklu betur," sagði Nabil Shaath, utanríkisráðherra Palestínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×