Innlent

Náðust eftir stuld á skjávörpum

Tveir innbrotsþjófar, sem brutust inn í raftækjaverslun í austurborg Reykjavíkur í nótt, náðust á flótta eftir að bíll sem þeir óku hafnaði í húsagarði í Fossvogi. Til þeirra sást á innbrotsstað en þar tókst þeim að stela sjö skjávörpum áður en þeir flúðu af vettvangi. Lögreglan hélt í humátt á eftir flóttabílnum en eftirförinni lauk eftir skamma stund. Bíll þjófanna reyndist vera stolinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×