Fleiri fréttir Keppinautur verður samherji Sá sem atti lengst kappi við John Kerry í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum var í gær kynntur til sögunnar sem varaforsetaefni hans í slagnum sem er framundan. 7.7.2004 00:01 Myrti tugi ferðamanna Dómari í Nepal frestaði því að kveða upp dóm yfir Charles Sobhraj, tæplega sextugum karlmanni sem hefur viðurkennt að hafa myrt fjölda vestrænna ferðamanna í Asíu og Mið-Austurlöndum á áttunda áratugnum. 7.7.2004 00:01 Einn sótti um stöðuna Aðeins ein umsókn barst samgönguráðuneytinu vegna auglýsingar þeirra um stöðu forstöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa sem auglýst var í vor. 7.7.2004 00:01 Milljónasekt fyrir ölvunarakstur Norsk kona hefur verið dæmd til að greiða andvirði rúmra fimm milljóna króna í sekt fyrir að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Sektin jafngildir einum mánaðarlaunum konunnar, svo sem venja er til í Noregi þegar ökumenn verða uppvísir að því að keyra bíl fullir. 7.7.2004 00:01 Ábyrgðin hjá stjórnvöldum "Stjórnvöld bera ábyrgð á mistökum dómstólsins ef í ljós kemur að rangur maður hefur setið í fangelsi," segir Sigurður Líndal lagaprófessor, en áfrýjunardómstóll í Færeyjum hefur tekið upp að nýju mál er varðar meinsæri þriggja barna gegn foreldrum sínum. 7.7.2004 00:01 Fjórtán sóttu um stöðu rektors Fjórtán sóttu um stöðu rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands en umsóknarfrestur rann út 1. júlí síðastliðinn. Landbúnaðarráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá og með 1. ágúst næstkomandi. 7.7.2004 00:01 2.500 nýnemar í HÍ Afgreiðslu umsókna um nám við Háskóla Íslands er nú að mestu lokið og er gert ráð fyrir að nýnemar við skólann á næsta skólaári verði um 2.500 talsins. Þegar hafa verið sendir út greiðsluseðlar til 1.900 nemenda og eru umsóknir 600 nemenda enn í vinnslu. 7.7.2004 00:01 Þrisvar kallað á þyrlu Tvær erlendar ferðakonur slösuðust í gær og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar þær báðar á sjúkrahús. Í fyrra tilvikinu slasaðist tævönsk kona þegar vélsleði hennar valt á Langjökli. Talið er að hún sé mjaðmargrindarbrotin. 7.7.2004 00:01 Málmstoðir ástæða hrunsins Málmstoðir sem liggja í steyptu þaki nýju flugstöðvarinnar á Charles deGaulle flugvelli í París er líkast til ástæða þess að þakið hrundi að hluta til í maí og fjórir fórust. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem unnið hefur að því að komast að ástæðum hrunsins. 7.7.2004 00:01 Atlantsolía kvartar aftur Olíufélagið Atlantsolía hefur sent Samkeppnisstofnun nýja kvörtun vegna auglýsingar Orkunnar þar sem segir að Orkan bensín sé allstaðar ódýrast og heldur félagið því fram að svo sé ekki. Orkan bensínið sé aðeins ódýrara en bensín Atlantsolíu í Orkustöðvum sem næstar eru Atlantsolíu en sé dýrara annars staðar og því standist fullyrðing auglýsingarinnar ekki. 7.7.2004 00:01 Enn í haldi vegna mannshvarfs Rúmlega fertugur maður, sem var í gærkvöldi handtekinn í tengslum við rannsókn á hvarfi fyrrverandi sambýliskonu hans í Reykjavík á sunnudag, er enn í haldi lögreglunnar og ræðst innan skamms hvort lögreglan krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 7.7.2004 00:01 Fjórir hermenn féllu Skæruliðar skammt vestur af Bagdad drápu fjóra bandaríska hermenn í gær þar sem þeir voru við öryggiseftirlit. Talsmenn Bandaríkjahers gáfu ekki frekari upplýsingar. 7.7.2004 00:01 Reyndu aftur innbrot Lögreglan í Reykjavík handtók undir morgun tvo unga menn sem höfðu brotist inn í nýbyggingu í austurborginni og tekið þar saman talsvert af verkfærum sem þeir ætluðu að hafa á brott með sér. 7.7.2004 00:01 Ummæli Davíðs vöktu athygli Ummæli Davíðs Oddssonar um stríðið í Írak á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær vöktu athygli erlendra fréttamanna og meðal þeirra sem fluttu þann hluta fréttamannafundarins var fréttastöðin CNN. 7.7.2004 00:01 Forseti Austurríkis látinn Thomas Klestil, forseti Austurríkis, lést í gærkvöldi, sjötíu og eins árs að aldri. Hann fékk tvö öflug hjartaáföll fyrr í vikunni og var fluttur á sjúkrahús. 7.7.2004 00:01 SUF vill fara aðrar leiðir Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill fara allt aðrar leiðir varðandi fjölmiðlafrumvarpið en forysta flokksins stefnir að og vill bíða með að að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Þetta kemur fram í ályktun SUF sem samþykkt var í gærkvöldi. 7.7.2004 00:01 Fimm látnir á Srí Lanka Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og um tugur særðist í sjálfsmorðsárás uppreisnarmanna í Kólombó á Srí Lanka í morgun. Hjördís Finnbogadóttir, talsmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir spennu og ótta hafa aukist í landinu að undanförnu. </font /> 7.7.2004 00:01 Flugskeytaárás á Gaza Fjöldi manna særðist í flugskeytaárás Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu í morgun. Ísraelsk herþyrla skaut nokkrum flugskeytum á bifreiðar í Zeitoun hverfinu sem Ísraelsmenn telja bækistöðvar herskárra Palestínumanna. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið í árásinni. 7.7.2004 00:01 Nýja frumvarpið þinglegt <span class="frettatexti">Halldór Blöndal, forseti Alþingis, úrskurðaði í upphafi þingfundar í morgun að nýtt stjórnarfrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum væri þinglegt. Var úrskurðurinn kveðinn upp samkvæmt beiðni formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar. </span> 7.7.2004 00:01 Allt að 10 daga gæsluvarðhald Krafist verður allt að tíu daga gæsluvarðhalds nú í hádeginu yfir rúmlega fertugum manni sem grunaður er um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður. Konan, sem er um þrítugt, hefur ekki sést síðan aðfararnótt sunnudags. 7.7.2004 00:01 Ný öryggislög í Írak Ríkisstjórn Íraks birti í morgun ný öryggislög til að berjast gegn herskáum uppreisnarmönnum í landinu. Á sama tíma og ráðherra kynnti áætlunina héldu bardagar áfram á götum Bagdad. 7.7.2004 00:01 Fimm slösuðust í Pamplóna Fimm voru fluttir slasaðir á sjúkrahús eftir hið árlega nautahlaup í Pamplóna á Spáni í morgun. Þúsundir manna hlupu í dauðans ofboði á undan fimm nautum sem vega hvert um sig hálft tonn og hafa banvæn horn á höfði. 7.7.2004 00:01 Lóðakaup Sparisjóðs Hafnarfjarðar Engu er líkara en að Hafnfirðingar séu að hefja mikla landvinninga í Reykjavík því borgarráð samþykkti í gær að selja Sparisjóði Hafnarfjarðar lóðir undir 61 íbúð í öðrum áfanga Norðlingaholts. 7.7.2004 00:01 Fjörugar umræður í þinginu Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kvað upp þann úrskurð við upphaf þingfundar í morgun að fjölmiðlafrumvarpið nýja væri tækt til umræðu í þinginu. Hann úrskurðaði að beiðni stjórnarandstöðunnar sem vildi vita hvort málið væri þinglegt. Eftir að forseti kvað upp úrskurðinn sköpuðust fjörugar umræður í þinginu um fundarstjórn forseta. 7.7.2004 00:01 Laxi í Elliðaánum verði sleppt Mælst er til þess í nýrri skýrslu um Elliðaárnar að veiðimenn hlífi laxinum í sumar og sleppi sem flestum. Seiðauppeldi efst í ánum verður rannsakað og eflt. 7.7.2004 00:01 Stendur við fyrri yfirlýsingar Bandaríska rannsóknanefndin sem hefur rannsakað aðdraganda hryðjuverkaárásanna 11. september segist standa við fyrri yfirlýsingar sínar um að al-Kaída hafi haft mjög takmörkuð samskipti við Írak fyrir árásirnar. Forsvarsmenn hennar segja enn fremur að ekki verði annað séð en að nefndin hafi haft aðgang að sömu skjölum og Dick Cheney varaforseti. Cheney, sem hefur gert mikið úr samskiptum al-Kaída og Íraka, hafði sagt að líklega hefði hann haft aðgang að meiri gögnum en nefndin. 7.7.2004 00:01 Sátt um Gjábakkaveg Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, óttast ekki að það hafi áhrif á vegaframkvæmdir við Gjábakkaveg að Þingvellir hafi verið samþykktir á heimsminjaskrá. Hann segir að sátt hafi þegar náðst um það hvar vegurinn eigi að liggja. 7.7.2004 00:01 Tveggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en maðurinn er grunaður um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður. Konan, sem er um þrítugt, hefur ekki sést síðan aðfararnótt sunnudags. 7.7.2004 00:01 Mótmælafundur við Alþingi á morgun Þjóðarhreyfingin - viðbragðshópur sérfræðinga svokallaður, sem hafinn var handa við að hvetja landsmenn til að hafna fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var, mun efna til mótmælafundar við Alþingishúsið á morgun klukkan 12:30. 7.7.2004 00:01 Álagning virðist hafa minnkað Olíufélögin virðast vera farin að minnka meðalálagningu sína á bensínlítrann í ljósi þess að þau hækka ekki bensínverð, þrátt fyrir stöðugar hækkanir á heimsmarkaði. 7.7.2004 00:01 Bílvelta á Reykjanesbraut Jeppabifreið valt á Reykjanesbrautinni og endaði á ljósastaur rétt fyrir hádegi í dag. Ökumaðurinn virðist hafa keyrt út af vinstra megin á veginum og farið aftur upp á veg með þeim afleiðingum að bíllinn valt og endaði á ljósastaur. 7.7.2004 00:01 Risadósin fjarlægð Risa Majónesdós sem komið var fyrir við þjóðveginn, rétt vestan Þjórsárbrúar, verður fjarlægð og flutt að höfuðstöðvum Gunnars Majónes í Hafnarfirði. Forsvarsmenn fyrirtækisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag og segir þar að vegna misskilnings beri þeim ekki saman við sýslumanninn á Selfossi. 7.7.2004 00:01 Frumvarpinu vísað í aðra umræðu <span class="frettatexti">Nýju fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var í dag vísað til annarrar umræðu á Alþingi eftir að fyrstu umræða hafði farið fram. Hún var í styttra lagi enda ræðutími þingmanna takmarkaður. </span><span class="frettatexti">Í atkvæðagreiðslu sem fram fór með nafnakalli um hvort vísa ætti frumvarpinu áfram greiddu 29 atkvæði með því en 25 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu ekki atkvæði. </span> 7.7.2004 00:01 Höfðu mök á sviðinu Tónleikar hljómsveitarinnar Cumshot á Quartstónleikahátíðinni í Kristiansand tóku nokkuð aðra stefnu en tónleikagestir höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Skömmu eftir að tónleikarnir hófust kallaði söngvari sveitarinnar par á sviðið. Parið unga afklæddist og byrjaði að hafa mök en hljómsveitin hélt spili sínu áfram. 7.7.2004 00:01 Nafn stúlkunnar sem lést Litla stúlkan sem lést eftir að hafa hrapað í fjallinu Kubbanum í Skutulsfirði í gær hét Sunneva Hafberg, fædd 17. mars 1995, til heimilis að Reynimel 82 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Kristjana Nanna Jónsdóttir og Einar Hafberg. 7.7.2004 00:01 Varað við orkudrykkjum og áfengi Umhverfisstofnun varaði í dag við neyslu á orkudrykkjum og áfengi samhliða hreyfingu. Viðvörunin fylgir í kjölfar tilkynningar dönsku Matvælastofnunarinnar fyrir stuttu þar sem fólk er beðið um að sýna varkárni við neyslu á orkudrykkjum sem innihalda meðal annars koffín og taurín. 7.7.2004 00:01 Kirkja í greiðslustöðvun Erkibiskupsumdæmið í Portland í Bandaríkjunum hefur farið fram á greiðslustöðvun, fyrst allra kirkjudeilda í Bandaríkjunum. Þetta er gert til að vernda erkibiskupsumdæmið gegn skaðabótamálum sem forsvarsmenn kirkjunnar óttast að geti riðið henni að fullu. 7.7.2004 00:01 Hundruðir tonna af olíu lekið út Megnið af þeirri olíu sem var um borð í togaranum Guðrúnu Gísladóttur þegar skipið sökk fyrir norðurströnd Noregs fyrir tveimur árum síðan hefur lekið út. 7.7.2004 00:01 Breyttar reglur um styrkt fóstur "Þarna er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða heldur meira verið að uppfæra núgildandi reglur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, en embættið hefur sent félagsmálaráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um fóstur. 7.7.2004 00:01 Þúsund krónur á ferðamann Nýlega var tilkynnt að kynningarátakið Iceland Naturally sem er samstarfsverkefni ríkisins og sjö íslenskra fyrirtækja vestur í Bandaríkjunum yrði framlengt með óbreyttu sniði næstu fjögur árin. 7.7.2004 00:01 Breyttar áherslur að skila sér Fíkniefnabrotum fjölgaði um tæp fimmtíu prósent milli áranna 2002 og 2003 að því er fram kemur í ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík sem kynnt var í gær. 7.7.2004 00:01 SUF vill ekki ný lög strax Ungir framsóknarmenn vilja ekki að ný fjölmiðlalög verði samþykkt heldur verði núgildandi lög felld úr gildi og ný sett eftir samráð við stjórnarandstöðuna og hagsmunaaðila. Þetta kemur fram í ályktun frá Sambandi ungra framsóknarmanna. 7.7.2004 00:01 Loðnuveiðar heimilaðar Innan sjávarútvegsráðuneytisins hefur verið ákveðið að heimila loðnuflotanum að veiða rúmlega 220 þúsund lestir af loðnu en undanfarið hefur farið fram ítarleg leit að loðnu. 7.7.2004 00:01 Mest aðsókn til Noregs "Á þessu ári hafa 72 komið til landsins til að vinna og 76 íslenskir unglingar farið til hinna Norðurlandanna hingað til," segir Alma Sigurðardóttir, tómstundafulltrúi hjá Norræna félaginu, en félagið sér um allar umsóknir vegna Nordjobb sem er mannskiptaáætlun Norðurlandanna. 7.7.2004 00:01 Íslenskt viðmót í ágúst Í næsta mánuði verður fáanlegt íslenskt viðmót á nýjasta skrifstofuhugbúnaðarvöndul Microsoft og stýrikerfi. Hægt verður að kaupa hugbúnaðinn með íslensku viðmóti eða hlaða viðmótinu niður af vef Microsoft. 7.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Keppinautur verður samherji Sá sem atti lengst kappi við John Kerry í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum var í gær kynntur til sögunnar sem varaforsetaefni hans í slagnum sem er framundan. 7.7.2004 00:01
Myrti tugi ferðamanna Dómari í Nepal frestaði því að kveða upp dóm yfir Charles Sobhraj, tæplega sextugum karlmanni sem hefur viðurkennt að hafa myrt fjölda vestrænna ferðamanna í Asíu og Mið-Austurlöndum á áttunda áratugnum. 7.7.2004 00:01
Einn sótti um stöðuna Aðeins ein umsókn barst samgönguráðuneytinu vegna auglýsingar þeirra um stöðu forstöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa sem auglýst var í vor. 7.7.2004 00:01
Milljónasekt fyrir ölvunarakstur Norsk kona hefur verið dæmd til að greiða andvirði rúmra fimm milljóna króna í sekt fyrir að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Sektin jafngildir einum mánaðarlaunum konunnar, svo sem venja er til í Noregi þegar ökumenn verða uppvísir að því að keyra bíl fullir. 7.7.2004 00:01
Ábyrgðin hjá stjórnvöldum "Stjórnvöld bera ábyrgð á mistökum dómstólsins ef í ljós kemur að rangur maður hefur setið í fangelsi," segir Sigurður Líndal lagaprófessor, en áfrýjunardómstóll í Færeyjum hefur tekið upp að nýju mál er varðar meinsæri þriggja barna gegn foreldrum sínum. 7.7.2004 00:01
Fjórtán sóttu um stöðu rektors Fjórtán sóttu um stöðu rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands en umsóknarfrestur rann út 1. júlí síðastliðinn. Landbúnaðarráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá og með 1. ágúst næstkomandi. 7.7.2004 00:01
2.500 nýnemar í HÍ Afgreiðslu umsókna um nám við Háskóla Íslands er nú að mestu lokið og er gert ráð fyrir að nýnemar við skólann á næsta skólaári verði um 2.500 talsins. Þegar hafa verið sendir út greiðsluseðlar til 1.900 nemenda og eru umsóknir 600 nemenda enn í vinnslu. 7.7.2004 00:01
Þrisvar kallað á þyrlu Tvær erlendar ferðakonur slösuðust í gær og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar þær báðar á sjúkrahús. Í fyrra tilvikinu slasaðist tævönsk kona þegar vélsleði hennar valt á Langjökli. Talið er að hún sé mjaðmargrindarbrotin. 7.7.2004 00:01
Málmstoðir ástæða hrunsins Málmstoðir sem liggja í steyptu þaki nýju flugstöðvarinnar á Charles deGaulle flugvelli í París er líkast til ástæða þess að þakið hrundi að hluta til í maí og fjórir fórust. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem unnið hefur að því að komast að ástæðum hrunsins. 7.7.2004 00:01
Atlantsolía kvartar aftur Olíufélagið Atlantsolía hefur sent Samkeppnisstofnun nýja kvörtun vegna auglýsingar Orkunnar þar sem segir að Orkan bensín sé allstaðar ódýrast og heldur félagið því fram að svo sé ekki. Orkan bensínið sé aðeins ódýrara en bensín Atlantsolíu í Orkustöðvum sem næstar eru Atlantsolíu en sé dýrara annars staðar og því standist fullyrðing auglýsingarinnar ekki. 7.7.2004 00:01
Enn í haldi vegna mannshvarfs Rúmlega fertugur maður, sem var í gærkvöldi handtekinn í tengslum við rannsókn á hvarfi fyrrverandi sambýliskonu hans í Reykjavík á sunnudag, er enn í haldi lögreglunnar og ræðst innan skamms hvort lögreglan krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 7.7.2004 00:01
Fjórir hermenn féllu Skæruliðar skammt vestur af Bagdad drápu fjóra bandaríska hermenn í gær þar sem þeir voru við öryggiseftirlit. Talsmenn Bandaríkjahers gáfu ekki frekari upplýsingar. 7.7.2004 00:01
Reyndu aftur innbrot Lögreglan í Reykjavík handtók undir morgun tvo unga menn sem höfðu brotist inn í nýbyggingu í austurborginni og tekið þar saman talsvert af verkfærum sem þeir ætluðu að hafa á brott með sér. 7.7.2004 00:01
Ummæli Davíðs vöktu athygli Ummæli Davíðs Oddssonar um stríðið í Írak á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær vöktu athygli erlendra fréttamanna og meðal þeirra sem fluttu þann hluta fréttamannafundarins var fréttastöðin CNN. 7.7.2004 00:01
Forseti Austurríkis látinn Thomas Klestil, forseti Austurríkis, lést í gærkvöldi, sjötíu og eins árs að aldri. Hann fékk tvö öflug hjartaáföll fyrr í vikunni og var fluttur á sjúkrahús. 7.7.2004 00:01
SUF vill fara aðrar leiðir Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill fara allt aðrar leiðir varðandi fjölmiðlafrumvarpið en forysta flokksins stefnir að og vill bíða með að að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Þetta kemur fram í ályktun SUF sem samþykkt var í gærkvöldi. 7.7.2004 00:01
Fimm látnir á Srí Lanka Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og um tugur særðist í sjálfsmorðsárás uppreisnarmanna í Kólombó á Srí Lanka í morgun. Hjördís Finnbogadóttir, talsmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir spennu og ótta hafa aukist í landinu að undanförnu. </font /> 7.7.2004 00:01
Flugskeytaárás á Gaza Fjöldi manna særðist í flugskeytaárás Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu í morgun. Ísraelsk herþyrla skaut nokkrum flugskeytum á bifreiðar í Zeitoun hverfinu sem Ísraelsmenn telja bækistöðvar herskárra Palestínumanna. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið í árásinni. 7.7.2004 00:01
Nýja frumvarpið þinglegt <span class="frettatexti">Halldór Blöndal, forseti Alþingis, úrskurðaði í upphafi þingfundar í morgun að nýtt stjórnarfrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum væri þinglegt. Var úrskurðurinn kveðinn upp samkvæmt beiðni formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar. </span> 7.7.2004 00:01
Allt að 10 daga gæsluvarðhald Krafist verður allt að tíu daga gæsluvarðhalds nú í hádeginu yfir rúmlega fertugum manni sem grunaður er um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður. Konan, sem er um þrítugt, hefur ekki sést síðan aðfararnótt sunnudags. 7.7.2004 00:01
Ný öryggislög í Írak Ríkisstjórn Íraks birti í morgun ný öryggislög til að berjast gegn herskáum uppreisnarmönnum í landinu. Á sama tíma og ráðherra kynnti áætlunina héldu bardagar áfram á götum Bagdad. 7.7.2004 00:01
Fimm slösuðust í Pamplóna Fimm voru fluttir slasaðir á sjúkrahús eftir hið árlega nautahlaup í Pamplóna á Spáni í morgun. Þúsundir manna hlupu í dauðans ofboði á undan fimm nautum sem vega hvert um sig hálft tonn og hafa banvæn horn á höfði. 7.7.2004 00:01
Lóðakaup Sparisjóðs Hafnarfjarðar Engu er líkara en að Hafnfirðingar séu að hefja mikla landvinninga í Reykjavík því borgarráð samþykkti í gær að selja Sparisjóði Hafnarfjarðar lóðir undir 61 íbúð í öðrum áfanga Norðlingaholts. 7.7.2004 00:01
Fjörugar umræður í þinginu Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kvað upp þann úrskurð við upphaf þingfundar í morgun að fjölmiðlafrumvarpið nýja væri tækt til umræðu í þinginu. Hann úrskurðaði að beiðni stjórnarandstöðunnar sem vildi vita hvort málið væri þinglegt. Eftir að forseti kvað upp úrskurðinn sköpuðust fjörugar umræður í þinginu um fundarstjórn forseta. 7.7.2004 00:01
Laxi í Elliðaánum verði sleppt Mælst er til þess í nýrri skýrslu um Elliðaárnar að veiðimenn hlífi laxinum í sumar og sleppi sem flestum. Seiðauppeldi efst í ánum verður rannsakað og eflt. 7.7.2004 00:01
Stendur við fyrri yfirlýsingar Bandaríska rannsóknanefndin sem hefur rannsakað aðdraganda hryðjuverkaárásanna 11. september segist standa við fyrri yfirlýsingar sínar um að al-Kaída hafi haft mjög takmörkuð samskipti við Írak fyrir árásirnar. Forsvarsmenn hennar segja enn fremur að ekki verði annað séð en að nefndin hafi haft aðgang að sömu skjölum og Dick Cheney varaforseti. Cheney, sem hefur gert mikið úr samskiptum al-Kaída og Íraka, hafði sagt að líklega hefði hann haft aðgang að meiri gögnum en nefndin. 7.7.2004 00:01
Sátt um Gjábakkaveg Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, óttast ekki að það hafi áhrif á vegaframkvæmdir við Gjábakkaveg að Þingvellir hafi verið samþykktir á heimsminjaskrá. Hann segir að sátt hafi þegar náðst um það hvar vegurinn eigi að liggja. 7.7.2004 00:01
Tveggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en maðurinn er grunaður um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður. Konan, sem er um þrítugt, hefur ekki sést síðan aðfararnótt sunnudags. 7.7.2004 00:01
Mótmælafundur við Alþingi á morgun Þjóðarhreyfingin - viðbragðshópur sérfræðinga svokallaður, sem hafinn var handa við að hvetja landsmenn til að hafna fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var, mun efna til mótmælafundar við Alþingishúsið á morgun klukkan 12:30. 7.7.2004 00:01
Álagning virðist hafa minnkað Olíufélögin virðast vera farin að minnka meðalálagningu sína á bensínlítrann í ljósi þess að þau hækka ekki bensínverð, þrátt fyrir stöðugar hækkanir á heimsmarkaði. 7.7.2004 00:01
Bílvelta á Reykjanesbraut Jeppabifreið valt á Reykjanesbrautinni og endaði á ljósastaur rétt fyrir hádegi í dag. Ökumaðurinn virðist hafa keyrt út af vinstra megin á veginum og farið aftur upp á veg með þeim afleiðingum að bíllinn valt og endaði á ljósastaur. 7.7.2004 00:01
Risadósin fjarlægð Risa Majónesdós sem komið var fyrir við þjóðveginn, rétt vestan Þjórsárbrúar, verður fjarlægð og flutt að höfuðstöðvum Gunnars Majónes í Hafnarfirði. Forsvarsmenn fyrirtækisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag og segir þar að vegna misskilnings beri þeim ekki saman við sýslumanninn á Selfossi. 7.7.2004 00:01
Frumvarpinu vísað í aðra umræðu <span class="frettatexti">Nýju fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var í dag vísað til annarrar umræðu á Alþingi eftir að fyrstu umræða hafði farið fram. Hún var í styttra lagi enda ræðutími þingmanna takmarkaður. </span><span class="frettatexti">Í atkvæðagreiðslu sem fram fór með nafnakalli um hvort vísa ætti frumvarpinu áfram greiddu 29 atkvæði með því en 25 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu ekki atkvæði. </span> 7.7.2004 00:01
Höfðu mök á sviðinu Tónleikar hljómsveitarinnar Cumshot á Quartstónleikahátíðinni í Kristiansand tóku nokkuð aðra stefnu en tónleikagestir höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Skömmu eftir að tónleikarnir hófust kallaði söngvari sveitarinnar par á sviðið. Parið unga afklæddist og byrjaði að hafa mök en hljómsveitin hélt spili sínu áfram. 7.7.2004 00:01
Nafn stúlkunnar sem lést Litla stúlkan sem lést eftir að hafa hrapað í fjallinu Kubbanum í Skutulsfirði í gær hét Sunneva Hafberg, fædd 17. mars 1995, til heimilis að Reynimel 82 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Kristjana Nanna Jónsdóttir og Einar Hafberg. 7.7.2004 00:01
Varað við orkudrykkjum og áfengi Umhverfisstofnun varaði í dag við neyslu á orkudrykkjum og áfengi samhliða hreyfingu. Viðvörunin fylgir í kjölfar tilkynningar dönsku Matvælastofnunarinnar fyrir stuttu þar sem fólk er beðið um að sýna varkárni við neyslu á orkudrykkjum sem innihalda meðal annars koffín og taurín. 7.7.2004 00:01
Kirkja í greiðslustöðvun Erkibiskupsumdæmið í Portland í Bandaríkjunum hefur farið fram á greiðslustöðvun, fyrst allra kirkjudeilda í Bandaríkjunum. Þetta er gert til að vernda erkibiskupsumdæmið gegn skaðabótamálum sem forsvarsmenn kirkjunnar óttast að geti riðið henni að fullu. 7.7.2004 00:01
Hundruðir tonna af olíu lekið út Megnið af þeirri olíu sem var um borð í togaranum Guðrúnu Gísladóttur þegar skipið sökk fyrir norðurströnd Noregs fyrir tveimur árum síðan hefur lekið út. 7.7.2004 00:01
Breyttar reglur um styrkt fóstur "Þarna er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða heldur meira verið að uppfæra núgildandi reglur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, en embættið hefur sent félagsmálaráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um fóstur. 7.7.2004 00:01
Þúsund krónur á ferðamann Nýlega var tilkynnt að kynningarátakið Iceland Naturally sem er samstarfsverkefni ríkisins og sjö íslenskra fyrirtækja vestur í Bandaríkjunum yrði framlengt með óbreyttu sniði næstu fjögur árin. 7.7.2004 00:01
Breyttar áherslur að skila sér Fíkniefnabrotum fjölgaði um tæp fimmtíu prósent milli áranna 2002 og 2003 að því er fram kemur í ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík sem kynnt var í gær. 7.7.2004 00:01
SUF vill ekki ný lög strax Ungir framsóknarmenn vilja ekki að ný fjölmiðlalög verði samþykkt heldur verði núgildandi lög felld úr gildi og ný sett eftir samráð við stjórnarandstöðuna og hagsmunaaðila. Þetta kemur fram í ályktun frá Sambandi ungra framsóknarmanna. 7.7.2004 00:01
Loðnuveiðar heimilaðar Innan sjávarútvegsráðuneytisins hefur verið ákveðið að heimila loðnuflotanum að veiða rúmlega 220 þúsund lestir af loðnu en undanfarið hefur farið fram ítarleg leit að loðnu. 7.7.2004 00:01
Mest aðsókn til Noregs "Á þessu ári hafa 72 komið til landsins til að vinna og 76 íslenskir unglingar farið til hinna Norðurlandanna hingað til," segir Alma Sigurðardóttir, tómstundafulltrúi hjá Norræna félaginu, en félagið sér um allar umsóknir vegna Nordjobb sem er mannskiptaáætlun Norðurlandanna. 7.7.2004 00:01
Íslenskt viðmót í ágúst Í næsta mánuði verður fáanlegt íslenskt viðmót á nýjasta skrifstofuhugbúnaðarvöndul Microsoft og stýrikerfi. Hægt verður að kaupa hugbúnaðinn með íslensku viðmóti eða hlaða viðmótinu niður af vef Microsoft. 7.7.2004 00:01