Innlent

Laxi í Elliðaánum verði sleppt

Mælst er til þess í nýrri skýrslu um Elliðaárnar að veiðimenn hlífi laxinum í sumar og sleppi sem flestum. Seiðauppeldi efst í ánum verður rannsakað og eflt. Ný skýrsla samráðshóps um Elliðaárnar var kynnt á fundi borgarráðs í gær. Í henni eru m.a. kynntar tillögur um töluleg markmið um það hvernig stýra eigi vatnsrennslinu úr ánum til hagsbóta fyrir lífríkið en það mál hefur verið nokkuð umdeilt. Stefán Jón Hafstein, formaður samráðshópsins, segir að góð niðurstaða hafi náðst um málið og að seiðaframleiðsla sé með betra móti á virkjanasvæðinu í Elliðaánum. Samráðshópurinn sótti um og fékk styrk úr Fiskræktarsjóði til að rannsaka og efla seiðauppeldi á svæðinu við Hólmsá og Suðurá en efst í Elliðaánum hefur nýliðun misfarist á undanförnum árum og kunna fiskifræðingar enga skýringu þar á. Stefán Jón Hafstein segir brýnt að veiðimenn taki tillit til aðstæðna í ánum, að þeir veiði og sleppi sem flestum löxum.  Hægt er að hlusta á brot úr viðtali við Stefán Jón með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í frétttayfirlitinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×