Innlent

Breyttar reglur um styrkt fóstur

"Þarna er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða heldur meira verið að uppfæra núgildandi reglur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, en embættið hefur sent félagsmálaráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um fóstur. "Helsta breytingin felst í útvíkkun á hugtakinu styrkt fóstur sem var nýmæli í barnaverndarlögum frá árinu 2002. Í þeim lögum var opnað fyrir möguleikann á að börn sem glíma við sálræn eða geðræn vandkvæði verði unnt að setja í svokölluð styrkt fóstur og er þá um að ræða talsvert hærri greiðslur fyrir sem Barnaverndarstofa hefur heimild til að greiða." Bragi segir þetta gert til að fjölga þeim úrræðum sem í boði eru. "Fram til þessa hefur kostnaður fallið að mestu á sveitarfélögin en þar hafa menn kosið að vista börnin á meðferðarstofnunum sem þýðir aftur að ríkinu ber þá að greiða allan kostnað. Þar sem slíkt er mögulega ekki alltaf í bestu þágu barnsins var ákveðið að opna þennan möguleika."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×