Innlent

Breyttar áherslur að skila sér

Fíkniefnabrotum fjölgaði um tæp fimmtíu prósent milli áranna 2002 og 2003 að því er fram kemur í ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík sem kynnt var í gær. "Þarna er stóraukin frumkvæðisvinna lögreglu og góð samvinna við fíkniefnadeildina að skila sér," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Geir Jón telur neyslu ekki hafa aukist heldur hafi eftirlitsferðir óeinkennisklæddra lögregluþjóna á vöktum allan sólarhringinn auk tilkomu hunda á allar vaktir valdið því að fleiri brot eru upplýst. Að því að fram kemur í skýrslunni er þó talið að sífellt fleiri einstaklingar komi við sögu í fíkniefnamálum. Geir Jón segir nokkuð breyttar áherslur lagðar á mismunandi málaflokka á síðastliðnu ári. "Við fækkuðum svolítið afskiptum í umferðinni þannig að fækkun brota er um 30 prósent, sem skýrist beinlínis af þessu," segir Geir Jón og bendir á að á sama tímabili hafi lögregluþjónum fækkað frekar en hitt. "Þetta eru áherslubreytingar og betri nýting á mannskap.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×