Innlent

Enn í haldi vegna mannshvarfs

Rúmlega fertugur maður, sem var í gærkvöldi handtekinn í tengslum við rannsókn á hvarfi fyrrverandi sambýliskonu hans í Reykjavík á sunnudag, er enn í haldi lögreglunnar og ræðst innan skamms hvort lögreglan krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Konan, sem er liðlega þrítug og af erlendu bergi brotin, hefur ekki sést síðan aðfararnótt sunnudags. Lögreglu barst tilkynning um hvarfið í gærdag og skömmu eftir hádegi hófst rannsókn á vettvangi, í og við íbúð í Stórholti. Svæðið var girt af og einnig tjaldað yfir hluta garðsins þar sem lögregla leitaði vísbendinga í gærkvöldi. Lögreglan mun hafa fundið nægar vísbendingar til að handtaka manninn en einnig var lagt hald á bíl. Konan er enn ófundin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×