Erlent

Kirkja í greiðslustöðvun

Erkibiskupsumdæmið í Portland í Bandaríkjunum hefur farið fram á greiðslustöðvun, fyrst allra kirkjudeilda í Bandaríkjunum. Þetta er gert til að vernda erkibiskupsumdæmið gegn skaðabótamálum sem forsvarsmenn kirkjunnar óttast að geti riðið henni að fullu. Skaðabótamálin eru höfðuð af hálfu fólks sem segist hafa sætt kynferðislegu ofbeldi presta. Umdæmið og tryggingafélag þess hafa þegar greitt út andvirði tæpra fjögurra milljarða króna í bætur en stendur enn frammi fyrir fjölda kærumála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×