Innlent

Reyndu aftur innbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók undir morgun tvo unga menn sem höfðu brotist inn í nýbyggingu í austurborginni og tekið þar saman talsvert af verkfærum sem þeir ætluðu að hafa á brott með sér. Brotavilji mannanna er í meira lagi einbeittur því fyrr um nóttina reyndu þeir innbrot á sama stað en lögðu á flótta þegar lögregla nálgaðist staðinn eftir ábendingu vitnis. Síðan biðu þeir í rúmar tvær klukkustundir og reyndu aftur en náðust á flótta. Dalvíkurlögreglan greip líka ungan þjóf á flótta undir morgun eftir að sá hafði brotist inn í íbúðarhús í bænum og haft ýmislegt á brott með sér þaðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×