Innlent

Atlantsolía kvartar aftur

Olíufélagið Atlantsolía hefur sent Samkeppnisstofnun nýja kvörtun vegna auglýsingar Orkunnar þar sem segir að Orkan bensín sé allstaðar ódýrast og heldur félagið því fram að svo sé ekki. Orkan bensínið sé aðeins ódýrara en bensín Atlantsolíu í Orkustöðvum sem næstar eru Atlantsolíu en sé dýrara annars staðar og því standist fullyrðing auglýsingarinnar ekki. Viðbrögð Samkeppnisstofnunar við fyrri kvörtun Atlantsolíu voru á þá leið að auglýsing Orkunnar bryti ekki í bága við samkeppnislög ef félagið stæði við fullyrðingu auglýsingarinnar sem Atlantsolía segir nú að það geri ekki. Annars hækkaði olíuverð enn á ný í gær og var rétt undir fjörutíu dollurum á fatið. Sérfræðingar sem Bloomberg-fjármálafréttaþjónustan ræddi við,telja þó allir að olíuverð muni nú fara lækkandi, verði í kringum þrjátíu og fimm dollara á síðasta ársfjórðungi þessa árs og að meðalverðið á næsta ári verði í kringum þrjátíu dollara á fatið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×