Innlent

Ábyrgðin hjá stjórnvöldum

"Stjórnvöld bera ábyrgð á mistökum dómstólsins ef í ljós kemur að rangur maður hefur setið í fangelsi," segir Sigurður Líndal lagaprófessor, en áfrýjunardómstóll í Færeyjum hefur tekið upp að nýju mál er varðar meinsæri þriggja barna gegn foreldrum sínum. Voru foreldrarnir dæmdir til fangelsisvistar vegna framburðar þeirra en nú viðurkenna börnin að hafa logið að áeggjan stjúpmóður sinnar. Sigurður segir engan vafa leika á að sitji einstaklingur í fangelsi hérlendis vegna brots sem síðar sannast að viðkomandi er saklaus af séu það tvímælalaust stjórnvöld sem beri að bæta þann skaða. "Það er refsivert að bera rangar sakir á menn og ég tel að ríkið eigi að greiða viðkomandi skaðabætur. Viðkomandi yrði fyrir miklu tjóni, bæði yrði um atvinnutjón og miskabætur að ræða þar sem fangelsisdómur er mikill álitshnekkir. Ljóst yrði þá að rétturinn hefði gert mistök hver svo sem ástæðurnar væru og ríkinu bæri skylda til að bera ábyrgðina."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×