Innlent

Álagning virðist hafa minnkað

Olíufélögin virðast vera farin að minnka meðalálagningu sína á bensínlítrann í ljósi þess að þau hækka ekki bensínverð, þrátt fyrir stöðugar hækkanir á heimsmarkaði.  Ef borið er saman heimsmarkaðsverð nokkuð langt aftur í tímann og bensínverð hér á landi kemur fram ákveðinn taktur sem sýnir að meðalálagning olíufélaganna á hvern lítra hefur verið u.þ.b. 24 krónur. Ef aðeins er farið nokkra mánuði aftur í tímann virðist bilið á milli heimsmarkaðsverðs og útsöluverðs á Íslandi hafa minnkað, án þess að ríkið hafi slegið af skattlagningu sinni. Álagningin virðist þannig einnig hafa minnkað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×