Innlent

2.500 nýnemar í HÍ

Afgreiðslu umsókna um nám við Háskóla Íslands er nú að mestu lokið og er gert ráð fyrir að nýnemar við skólann á næsta skólaári verði um 2.500 talsins. Þegar hafa verið sendir út greiðsluseðlar til 1.900 nemenda og eru umsóknir 600 nemenda enn í vinnslu. Á síðasta háskólaári voru nýnemar um 3000 þegar þeir voru flestir í janúar á þessu ári. Til viðbótar við nýskrárningar hafa um 6000 nemendur verið skráðir til náms næsta vetur en það er svipaður fjöldi og á síðasta skólaári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×