Innlent

Einn sótti um stöðuna

Aðeins ein umsókn barst samgönguráðuneytinu vegna auglýsingar þeirra um stöðu forstöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa sem auglýst var í vor. Umsóknarfrestur rann út í lok júní og barst eina umsóknin frá núverandi forstöðumanni, Þormóði Þormóðssyni, sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár. Mun hann því að öllum líkindum hljóta starfann en formlega verður tilkynnt um stöðuveitinguna á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×