Innlent

Bílvelta á Reykjanesbraut

Jeppabifreið valt á Reykjanesbrautinni og endaði á ljósastaur rétt fyrir hádegi í dag. Ökumaðurinn virðist hafa keyrt út af vinstra megin á veginum og farið aftur upp á veg með þeim afleiðingum að bíllinn valt og endaði á ljósastaur. Ökumaðurinn var einn í bílnum og er nú í skoðun á slysadeildinni í Fossvogi en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×