Fleiri fréttir

Þingmenn frá Brimum hér á landi

Sendinefnd frá fylkisþinginu í Brimum (Bremen) í Þýskalandi kemur í opinbera heimsókn hingað til lands í dag í boði Alþingis. Heimsóknin hefst á Akureyri þar sem fylkisþingmennirnir dvelja í tvo daga áður en þeir halda til Reykjavíkur. Þeir munu meðal annars kynna sér sjávarútvegs- og viðskiptamál.

Vopnavald gegn ljósmyndara

Vopnaður hermaður á jeppabifreið frá herlögreglunni á Keflavíkurflugvelli gerði athugasemd við störf ljósmyndara Víkurfrétta þar sem hann var við fréttamyndatöku á Reykjanesbraut ofan við Grænás síðdegis í gær. Hermaðurinn hélt um skotvopn sitt á meðan hann yfirheyrði ljósmyndarann í vegarkantinum.

Ranglega dæmd fyrir kynferðisbrot?

Karl og kona í Færeyjum kunna að hafa verið ranglega dæmd fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Áfrýjunardómstóll í Danmörku hefur ákveðið að málið verði tekið fyrir aftur. Hin dæmdu hafa hins vegar afplánað dóma sína, annars vegar tveggja ára og hins vegar níu mánaða fangelsi, sem felldir voru fyrir fjórum árum.

„Líkami fyrir lífið?“

Þeir sem séð hafa myndir frá réttarhöldunum yfir Saddam Hussein hafa eflaust komið auga á ákveðnar útlitsbreytingar á forsetanum fyrrverandi. Saddam hefur nefnilega lést um 6 kílógrömm á síðastliðnum mánuðum og ástæðan er ekki bara álagið sem fylgir því að vera kallaður fyrir rétt.

Enginn fundur enn

Ríkisstjórnin hefur enn ekki verið kölluð saman til aukafundar til að útkljá deilu ríkisstjórnarflokkanna um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í gær að fundur yrði líklega boðaður aftur í dag, frekar en á morgun.

Eldar loga í Írak

Miklir eldar loga í suðurhluta Íraks eftir að olíuleiðsla var sprengd þar upp í morgun. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem skemmdarverk eru unnin á olíuleiðslunni.

Rannsaka misnotkun á heyrnarlausum

Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, vill að fram fari opinber rannsókn á hversu stór hópur heyrnarlausra barna hafi verið beittur kynferðislegu ofbeldi.

Tundurdufl í togara

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fjarlægðu í gær tundurdufl úr togaranum Brettingi og eyddu sprengiefninu úr því, 227 kílóum af TNT.

Ísland með flestar kindur og hesta

Tvisvar sinnum fleiri kindur eru í Noregi en á öllum hinum Norðurlöndunum til samans. Flestar eru kindurnar hins vegar - miðað við höfðatöluna sígildu - á Íslandi. Þetta kemur fram í Norrænu hagtölunum sem birtar voru í gær.

Lögregla ræðst inn hjá Yukos

Sérsveitir rússnesku lögreglunnar réðust í dag inn í aðalstöðvar Yukos-olíufyrirtækisins að sögn talsmanns Yukos. Aðgerðirnar eiga sér stað aðeins fáeinum dögum eftir neitun yfirvalda um að afhenda Yukos eigur sínar á nýjan leik en þær voru frystar fyrir nokkru síðan.

Sprenging í Borgartúni

Spenging átti sér stað á vinnusvæði við Borgartún 7 rétt áðan. Flestar rúður hússins eru sagðar hafa brotnað en Ríkiskaup eru þar til húsa. Ekki er vitað nánar um tildrög atviksins að svo stöddu.

9 ára gamall drengur drepinn

Níu ára gamall palestínskur drengur var skotinn af ísraelskum hersveitum í Gaza-borg í dag, að sögn Palestínumanna í borginni. Yfirmaður í ísraelska hernum segist ekki hafa fengið neinar fregnir af slíku atviki innan hersins. 

Grjóti rigndi í Reykjavík

Nokkurt eignatjón hlaust af mistökum við sprengingu neðarlega í Borgartúni nú síðdegis þegar grjóti rigndi yfir hús og bifreið og hnullungar þeyttust allt að hundrað metrum. Enginn slasaðist.

Ríkisstjórnarfundur á morgun

Ríkisstjórnarfundur verður haldinn á morgun, sunnudag, klukkan 18 þar sem stefnt er að því að afgreiða lagafrumvarp um þjóðaratkvæðgreiðslur. Á vef Morgunblaðsins segir að Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafi hist í dag til að ljúka gerð frumvarpsins.

Tekjur kvenna hækka meira

Tekjur kvenna hér á landi hækkuðu meira en tekjur karla á síðasta ári. Meðalatvinnutekjur Íslendinga árið 2003 voru 2 milljónir 636 þúsund krónur. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofu Íslands.

Sómabáturinn fannst

Sómabátur, sem datt úr sjálfvirku kerfi Tilkynningaskyldunnar, fannst fyrir tæpri klukkstund norðvestur af Snæfellsnesi.

Féll í Reykjavíkurhöfn

Maður féll í Reykjavíkurhöfn fyrir skömmu. Lögregla og sjúkralið var á leiðinni á staðinn síðast þegar fréttist. Ekki er vitað hvort maðurinn hafi stokkið sjálfviljugur í sjóinn eður ei.  

Heimili fyrir veik og fötluð börn

Fyrsta hátíðin á nýju heimili Rjóðurs, hjúkrunarheimilis fyrir langveik og fötluð börn, var haldin í dag. Þar voru skemmtiatriði af besta tagi, farið í leiki og spilað á gítar. Rjóðrið er fyrsta heimili sinnar tegundar hér á landi. Börnin dvelja þar skamma hríð svo að fjölskyldur þeirra fái hvíld.

Fjöldamorðingi vísar á lík

Lögregla í Frakklandi leitar að líkum tveggja fórnarlamba franska fjöldamorðingjans Michels Fourniret undir gömlu sveitasetri í Norður-Frakklandi. Fourniret, sem viðurkenndi í liðinni viku að hafa framið níu morð, benti lögreglu sjálfur á staðinn.

Ranglega dæmd fyrir kynferðisbrot

Áfrýjunardómstóll í Færeyjum þarf að taka upp mál færeyskra hjóna sem dæmd voru í fangelsi fyrir sifjaspell. Börnin, sem hafa búið hér á landi undanfarin ár, hafa viðurkennt að hafa haft hjónin fyrir rangri sök. Stjúpmóðirin býr einnig hér á landi hún hefur verið ákærð fyrir að beita börnin ofbeldi.

Tundurdufl í togara

Landhelgisgæslan eyddi í gær bresku tundurdufli úr seinna stríði sem komið hafði í vörpuna á Brettingi. Sprengjan hafði fallið niður í fiskmóttökuna en þar gerðu sérfræðingar gæslunnar hana óvirka áður en togarinn lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Duflið var svo flutt á afvikinn stað þar sem sprengiefnið, tæplega 230 kíló af TNT, var brennt.

Lögregla ræðst inn hjá Yukos

Sérsveitir rússnesku lögreglunnar réðust inn í aðalstöðvar Yukos-olíufélagsins í Moskvu í dag. Fyrir fáum dögum neituðu yfirvöld í Rússlandi að veita Yukos aðgang að frystum eignum sínum svo að fyrirtækið gæti greitt skattaskuldir sínar.

Tíu fíkniefnamál á Hellu

Tíu fíkniefnamál hafa komið upp í tengslum við Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu frá því í gær. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er sá fjöldi mála og það magn, sem lagt hefur verið hald á, áhyggjuefni. Lögreglan hefur til að mynda lagt hald á 41 gramm af hvítu efni sem talið er vera kókaín eða amfetamín. Auk þess hefur nokkuð verið tekið af hassi og hylkjum með glærum vökva sem ætla má að séu deyfi- eða sljóvgunarlyf.

Grjótregn í Reykjavík

Skæðadrífa grjóthnullunga kastaðist yfir húsið við Borgartún 7, þar sem m.a. Ríkiskaup og Vegagerðin eru til húsa, þegar sprengt var fyrir grunni í götunni. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem starfsmenn ríkis og borgar fá grjóthnullunga úr grunninum inn á borð til sín. Sprengistjórinn segir þetta mistök.

Rannsaka misnotkun á heyrnarlausum

Formaður Félags heyrnarlausra hefur farið fram á opinbera rannsókn á því hversu stór hópur barna var beittur kynferðislegu ofbeldi í heimavistarskóla fyrir heyrnarlausa.

„Spuni er að vera maður sjálfur“

Franskur spunasnillingur er staddur hér á landi. Í dag fengu tónleikagestir í Hallgrímskirkju að heyra hvað gerist þegar slíkur snillingur leikur kunnuglegt stef af fingrum fram.

Átök í Afganistan

Bandarískir hermenn drápu 12 uppreisnarmenn í Afganistan í vikunni. Samkvæmt talsmönnum Bandaríkjahers er um að ræða upreisnarmenn sem leiddir eru af Talibönum.

Röng sök

Börn færeyskra hjóna sem komu hingað til lands árið 2000 og voru tekin af foreldrum sínum viðurkenna að hafa borið móður sína og stjúpföður rangri sök.

Úkraínumaðurinn ákærður

Úkraínumaðurinn sem stakk stuðningsmann enska landsliðsins til bana í Lissabon hefur verið ákærður fyrir morð.

Grjóthnullungum rigndi

Fjórar rúður brotnuðu í húsi Ríkiskaupa og lítill fólksbíll skemmdist þegar sprenging byggingaverktaka við Borgartún fór úrskeiðis. Ekki er óalgengt að slíkt gerist og því reynt að sprengja þegar umgangur er lítill.

Skortir matvæli

Mikið álag hefur verið á starfsemi Fjölskylduhjálparinnar undanfarna daga þar sem hún er eina félagið sem nú hjálpar efnalitlum fjölskyldum.

Albatros á áætlun

Skemmtiferðaskipið Albatros er komið aftur til landsins á áætlun. Skipið varð fyrir neðarsjávarskemmd í síðustu ferð og gistu farþegarnir í Reykjavík tveimur dögum lengur en áætlað var

Ófriðarástand í Súdan

Ríkistjórn Súdans segist ætla að afvopna arabíska herflokka sem þröngvað hafa tugþúsundir manna til að yfirgefa heimili sín í Darfur-héraði í vesturhluta landsins.

Yfirtóku sprengiverksmiðju

Bandarískir hermenn hafa yfirtekið sprengjuverksmiðju í Bagdad að sögn BBC. Lagt var hald á tæki til sprengjugerðar, vopn og skotfæri í áhlaupinu á verksmiðjuna og nokkra aðra staði.

Skortur á matvælum

<font face="Helv">Mikið álag hefur verið á starfsemi Fjölskylduhjálparinnar undanfarna daga þar sem hún er eina félagið sem nú hjálpar efnalitlum fjölskyldum.</font><font face="Helv"></font>

Albatros á áætlun

Skemmtiferðaskipið Albatros er komið aftur til landsins á áætlun. Skipið varð fyrir neðarsjávarskemmd í síðustu ferð og gistu farþegarnir í Reykjavík tveimur dögum lengur en áætlað var.

Ófriðarástand í Súdan

Ríkistjórn Súdans segist ætla að afvopna arabíska herflokka sem þröngvað hafa tugþúsundir manna til að yfirgefa heimili sín í Darfur-héraði í vesturhluta landsins.

Yfirtóku sprengjuverksmiðju

Bandarískir hermenn hafa yfirtekið sprengjuverksmiðju í Bagdad að sögn BBC. Lagt var hald á tæki til sprengjugerðar, vopn og skotfæri í áhlaupinu á verksmiðjuna og nokkra aðra staði.

Pólitísk hefnd?

Yukos rambar á barmi gjaldþrots. Samkvæmt BBC fylgir aðgerðin gegn olíufélaginu í kjölfar kröfu þess um að stjórnvöld leyfðu fyrirtækinu að fá aðgang að frystum bankareikningum sínum til að borga 3,4 milljarða dollara skuld við ríkið vegna meintra skattsvika árið 2000.

Fannst á siglingu

Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út á þriðja tímanum í gær vegna báts sem dottið hafði út úr sjálfvirku tilkynningarskyldunni

Framsókn ætlar ekki að gefa eftir

Það skýrist í kvöld hvort stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Svo virðist sem mikið beri í milli. Framsóknarmenn vilja alls ekki fara yfir 30 prósenta mörkin.

Enn ríkir óvissa

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reyna að ná samkomulagi um þátttökuskilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnarfundur í dag. Þingmenn Framsóknar harðir á sínu.

Rúmra tveggja ára hitatími

Hitinn í Reykjavík hefur nú verið fyrir ofan meðallag í 27 mánuði samfellt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist hitinn í júní 10,5 stig sem er 1,5 stigum ofan meðallags. Alls voru 199 sólskinsstundir í höfuðborginni í mánuðinum sem er um 38 stundum meira en í meðalári. Úrkoman var 10 prósent undir meðallagi.

Sextán hrefnur hafa veiðst

Sextán hrefnur hafa veiðst síðan hrefnuveiðar í vísindaskyni voru hafnar á ný í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnuninni. Ekki er enn vitað hvenær veiðunum lýkur en heimilað hefur verið að veiða 25 dýr á árinu.

Fjölmenni á Landsmóti hestamanna

Átta þúsund manns eru komnir á Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu til að fylgjast með þeim átta hundruð hestum sem keppa á mótinu í ár. Mótið er það viðamesta sem haldið hefur verið hingað til; hrossin eru góð og gestir láta vel af mótinu.

Sjá næstu 50 fréttir