Innlent

Grjóti rigndi í Reykjavík

Nokkurt eignatjón hlaust af mistökum við sprengingu neðarlega í Borgartúni nú síðdegis þegar grjóti rigndi yfir hús og bifreið og hnullungar þeyttust allt að hundrað metrum. Enginn slasaðist. Óhappið varð í tengslum við jarðvegsvinnu byggingafyrirtækis í húsgrunni við Borgartún. Tæknideild lögreglunnar er að rannsaka málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×