Rannsaka misnotkun á heyrnarlausum 3. júlí 2004 00:01 Formaður Félags heyrnarlausra hefur farið fram á opinbera rannsókn á því hversu stór hópur barna var beittur kynferðislegu ofbeldi í heimavistarskóla fyrir heyrnarlausa. Barnaníðingur fékk mildari refsingu í Héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum vegna þess að hann var talinn hafa sætt kynferðislegu ofbeldi daglega, svo árum skipti, af hálfu starfsmanns í skólanum. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem brotið hafi verið með sama hætti gegn mörgum skólafélögum mannsins sem bjó á heimavistinni frá árinu 1976 til ársins 1984. Skólinn var til húsa við Vesturhlíð en enginn sérskóli fyrir heyrnarlaus börn er starfræktur í dag. Maðurinn sem nú er á fertugsaldri lýsti ítrekuðu, skelfilegu kynferðisofbeldi fyrir dómi. Gerandinn á að hafa verið karlmaður sem starfaði við skólanum. Hann sagði ofbeldið hafa verið daglegt og staðið frá því hann var níu ára þar til hann náði 17 ára aldri. Hann vex úr grasi og er ákærður fyrir að beita sín eigin börn, þrjár stúlkur, kynferðislegu ofbeldi. Lýsingar á því ofbeldi sem hann sjálfur varð fyrir varð til þess að dómurinn var mildaður. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að hluta, fyrir að beita tvær dætur sínar ofbeldi en var sýknaður af ákæru þeirrar þriðju. Í dómsorði er átalið að aldrei hafi farið fram opinber rannsókn á því hvers vegna og hvernig börnin, og þá maðurinn sem um ræðir, sættu kynferðisofbeldi á opinberri stofnun. Greinargerð frá Félagi heyrnarlausra, sem lögð var fram í Héraðsdómi, studdi framburð mannsins en þar segir að ýmislegt bendi til þess að kynferðisleg misnotkun hafi tíðkast á heimavistinni. Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur nú farið fram á opinbera rannsókn og sagði í samtali við fréttastofu að það kæmi í ljós eftir helgi hvernig að henni verður staðið og þá til hvaða tímabils hún tekur. Sjálf segist Berglind hafa vitneskju um að börn í skólanum hafi verið beitt ofbeldi. Gunnar Salvarsson, sem var skólastjóri Heyrnleysingjaskólans í áratug frá árinu 1986, segir að á meðan hann starfaði þar hafi engin mál af þessu tagi komið á sitt borð. Þá undrast hann að dómurinn hafi tekið frásögn mannsins trúanlega án þess að hún hafi verið studd frekari vitnisburði. Hann bendir ennfremur á að enginn karlmaður hafi starfað samfleytt við heimavistina þau ár sem ákærði nefnir. Ekki náðist í þá aðila sem voru skólastjórar Heyrnleysingjaskólans það tímabil sem hin meintu brot eiga að hafa verið framin. Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Formaður Félags heyrnarlausra hefur farið fram á opinbera rannsókn á því hversu stór hópur barna var beittur kynferðislegu ofbeldi í heimavistarskóla fyrir heyrnarlausa. Barnaníðingur fékk mildari refsingu í Héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum vegna þess að hann var talinn hafa sætt kynferðislegu ofbeldi daglega, svo árum skipti, af hálfu starfsmanns í skólanum. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem brotið hafi verið með sama hætti gegn mörgum skólafélögum mannsins sem bjó á heimavistinni frá árinu 1976 til ársins 1984. Skólinn var til húsa við Vesturhlíð en enginn sérskóli fyrir heyrnarlaus börn er starfræktur í dag. Maðurinn sem nú er á fertugsaldri lýsti ítrekuðu, skelfilegu kynferðisofbeldi fyrir dómi. Gerandinn á að hafa verið karlmaður sem starfaði við skólanum. Hann sagði ofbeldið hafa verið daglegt og staðið frá því hann var níu ára þar til hann náði 17 ára aldri. Hann vex úr grasi og er ákærður fyrir að beita sín eigin börn, þrjár stúlkur, kynferðislegu ofbeldi. Lýsingar á því ofbeldi sem hann sjálfur varð fyrir varð til þess að dómurinn var mildaður. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að hluta, fyrir að beita tvær dætur sínar ofbeldi en var sýknaður af ákæru þeirrar þriðju. Í dómsorði er átalið að aldrei hafi farið fram opinber rannsókn á því hvers vegna og hvernig börnin, og þá maðurinn sem um ræðir, sættu kynferðisofbeldi á opinberri stofnun. Greinargerð frá Félagi heyrnarlausra, sem lögð var fram í Héraðsdómi, studdi framburð mannsins en þar segir að ýmislegt bendi til þess að kynferðisleg misnotkun hafi tíðkast á heimavistinni. Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur nú farið fram á opinbera rannsókn og sagði í samtali við fréttastofu að það kæmi í ljós eftir helgi hvernig að henni verður staðið og þá til hvaða tímabils hún tekur. Sjálf segist Berglind hafa vitneskju um að börn í skólanum hafi verið beitt ofbeldi. Gunnar Salvarsson, sem var skólastjóri Heyrnleysingjaskólans í áratug frá árinu 1986, segir að á meðan hann starfaði þar hafi engin mál af þessu tagi komið á sitt borð. Þá undrast hann að dómurinn hafi tekið frásögn mannsins trúanlega án þess að hún hafi verið studd frekari vitnisburði. Hann bendir ennfremur á að enginn karlmaður hafi starfað samfleytt við heimavistina þau ár sem ákærði nefnir. Ekki náðist í þá aðila sem voru skólastjórar Heyrnleysingjaskólans það tímabil sem hin meintu brot eiga að hafa verið framin.
Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira