Rannsaka misnotkun á heyrnarlausum 3. júlí 2004 00:01 Formaður Félags heyrnarlausra hefur farið fram á opinbera rannsókn á því hversu stór hópur barna var beittur kynferðislegu ofbeldi í heimavistarskóla fyrir heyrnarlausa. Barnaníðingur fékk mildari refsingu í Héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum vegna þess að hann var talinn hafa sætt kynferðislegu ofbeldi daglega, svo árum skipti, af hálfu starfsmanns í skólanum. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem brotið hafi verið með sama hætti gegn mörgum skólafélögum mannsins sem bjó á heimavistinni frá árinu 1976 til ársins 1984. Skólinn var til húsa við Vesturhlíð en enginn sérskóli fyrir heyrnarlaus börn er starfræktur í dag. Maðurinn sem nú er á fertugsaldri lýsti ítrekuðu, skelfilegu kynferðisofbeldi fyrir dómi. Gerandinn á að hafa verið karlmaður sem starfaði við skólanum. Hann sagði ofbeldið hafa verið daglegt og staðið frá því hann var níu ára þar til hann náði 17 ára aldri. Hann vex úr grasi og er ákærður fyrir að beita sín eigin börn, þrjár stúlkur, kynferðislegu ofbeldi. Lýsingar á því ofbeldi sem hann sjálfur varð fyrir varð til þess að dómurinn var mildaður. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að hluta, fyrir að beita tvær dætur sínar ofbeldi en var sýknaður af ákæru þeirrar þriðju. Í dómsorði er átalið að aldrei hafi farið fram opinber rannsókn á því hvers vegna og hvernig börnin, og þá maðurinn sem um ræðir, sættu kynferðisofbeldi á opinberri stofnun. Greinargerð frá Félagi heyrnarlausra, sem lögð var fram í Héraðsdómi, studdi framburð mannsins en þar segir að ýmislegt bendi til þess að kynferðisleg misnotkun hafi tíðkast á heimavistinni. Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur nú farið fram á opinbera rannsókn og sagði í samtali við fréttastofu að það kæmi í ljós eftir helgi hvernig að henni verður staðið og þá til hvaða tímabils hún tekur. Sjálf segist Berglind hafa vitneskju um að börn í skólanum hafi verið beitt ofbeldi. Gunnar Salvarsson, sem var skólastjóri Heyrnleysingjaskólans í áratug frá árinu 1986, segir að á meðan hann starfaði þar hafi engin mál af þessu tagi komið á sitt borð. Þá undrast hann að dómurinn hafi tekið frásögn mannsins trúanlega án þess að hún hafi verið studd frekari vitnisburði. Hann bendir ennfremur á að enginn karlmaður hafi starfað samfleytt við heimavistina þau ár sem ákærði nefnir. Ekki náðist í þá aðila sem voru skólastjórar Heyrnleysingjaskólans það tímabil sem hin meintu brot eiga að hafa verið framin. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Formaður Félags heyrnarlausra hefur farið fram á opinbera rannsókn á því hversu stór hópur barna var beittur kynferðislegu ofbeldi í heimavistarskóla fyrir heyrnarlausa. Barnaníðingur fékk mildari refsingu í Héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum vegna þess að hann var talinn hafa sætt kynferðislegu ofbeldi daglega, svo árum skipti, af hálfu starfsmanns í skólanum. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem brotið hafi verið með sama hætti gegn mörgum skólafélögum mannsins sem bjó á heimavistinni frá árinu 1976 til ársins 1984. Skólinn var til húsa við Vesturhlíð en enginn sérskóli fyrir heyrnarlaus börn er starfræktur í dag. Maðurinn sem nú er á fertugsaldri lýsti ítrekuðu, skelfilegu kynferðisofbeldi fyrir dómi. Gerandinn á að hafa verið karlmaður sem starfaði við skólanum. Hann sagði ofbeldið hafa verið daglegt og staðið frá því hann var níu ára þar til hann náði 17 ára aldri. Hann vex úr grasi og er ákærður fyrir að beita sín eigin börn, þrjár stúlkur, kynferðislegu ofbeldi. Lýsingar á því ofbeldi sem hann sjálfur varð fyrir varð til þess að dómurinn var mildaður. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að hluta, fyrir að beita tvær dætur sínar ofbeldi en var sýknaður af ákæru þeirrar þriðju. Í dómsorði er átalið að aldrei hafi farið fram opinber rannsókn á því hvers vegna og hvernig börnin, og þá maðurinn sem um ræðir, sættu kynferðisofbeldi á opinberri stofnun. Greinargerð frá Félagi heyrnarlausra, sem lögð var fram í Héraðsdómi, studdi framburð mannsins en þar segir að ýmislegt bendi til þess að kynferðisleg misnotkun hafi tíðkast á heimavistinni. Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur nú farið fram á opinbera rannsókn og sagði í samtali við fréttastofu að það kæmi í ljós eftir helgi hvernig að henni verður staðið og þá til hvaða tímabils hún tekur. Sjálf segist Berglind hafa vitneskju um að börn í skólanum hafi verið beitt ofbeldi. Gunnar Salvarsson, sem var skólastjóri Heyrnleysingjaskólans í áratug frá árinu 1986, segir að á meðan hann starfaði þar hafi engin mál af þessu tagi komið á sitt borð. Þá undrast hann að dómurinn hafi tekið frásögn mannsins trúanlega án þess að hún hafi verið studd frekari vitnisburði. Hann bendir ennfremur á að enginn karlmaður hafi starfað samfleytt við heimavistina þau ár sem ákærði nefnir. Ekki náðist í þá aðila sem voru skólastjórar Heyrnleysingjaskólans það tímabil sem hin meintu brot eiga að hafa verið framin.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira