Innlent

Ísland með flestar kindur og hesta

Tvisvar sinnum fleiri kindur eru í Noregi en á öllum hinum Norðurlöndunum til samans. Flestar eru kindurnar hins vegar - miðað við höfðatöluna sígildu - á Íslandi. Þetta kemur fram í Norrænu hagtölunum sem birtar voru í gær. Það eru 2,5 milljónir kinda í Noregi  en á Íslandi eru þær 478 þúsund, fleiri en kindur í Finnlandi og Danmörku til samans. Sauðféð er einnig fjölmennara á Íslandi en í fjölmennasta landi Skandinavíu, Svíþjóð. Miðað við höfðatölu eru hestar einnig flestir á Íslandi, 74 þúsund talsins. Hestar eru reyndar fleiri í Svíþjóð, 95.000, en miðað við stærð landsins og höfðatölu er Ísland langmesta hestaland Norðurlanda. Þar er einn hestur á hverja fjóra íbúa. Fæstir eru hestarnir í Noregi þar sem 160 Norðmenn deila hverjum hesti. Flest svínin eru hins vegar í Danmörku, eða 12,7 milljónir. Það er nærri fjórum sinnum meira en á hinum Norðurlöndunum samanlagt. Hænsni eru einnig flest í Danmörku, 20,6 milljónir, sem er nær helmingi meira en hjá frændþjóðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×