Erlent

9 ára gamall drengur drepinn

Níu ára gamall palestínskur drengur var skotinn af ísraelskum hersveitum í Gaza-borg í dag, að sögn Palestínumanna í borginni. Yfirmaður í ísraelska hernum segist ekki hafa fengið neinar fregnir af slíku atviki innan hersins.  Faðir drengsins, sem hét Ehab Shattat, segir hann hafi farið út til að kaupa ís á markaði nálægt heimili sínu. Faðirinn segist svo hafa heyrt skothríð úti fyrir, hlaupið þá út til að athuga með son sinn og komið að honum liggjandi með byssuskot í brjóstinu. Á meðfylgjandi mynd er lík drengsins.    



Fleiri fréttir

Sjá meira


×